Laugardagur, 26. maí 2018
Samkeppniseftirlit er óþarfi á frjálsum markaði
Samkeppniseftirlit er mjög í tísku. Allir eru einhvern veginn fylgjandi slíku eftirliti. Samkeppni er jú góð, ekki satt?
Um leið er slíkt eftirlit óþarfi á frjálsum markaði. Á frjálsum markaði gilda fáar og almennar reglur og þar er auðvelt fyrir nýja samkeppnisaðila að koma inn á einhvern markaðinn.
Um leið er ekki frjáls markaður á Íslandi. Það er til dæmis nánast ómögulegt að stofna banka nema hafa marga milljarða af þolinmóðu fé. Það er nánast engin leið að keppa við ríkisvaldið þar sem það notar skattfé til að niðurgreiða rekstur sinn. Það er dýrt að stofna margar tegundir af rekstri vegna allskyns leyfa sem þarf að útvega sér með ærnum tilkostnaði áður en tekjurnar detta inn.
Stærsta undantekningin er kannski það sem snýr að hugbúnaði. Menn geta byrjað að forrita og vera fljótlega komnir með varning til sölu.
Samkeppniseftirlit er nauðsynlegt á ófrjálsum markaði þar sem ríkisvaldið hefur reist múra sem verja fyrirtæki fyrir samkeppni. Innan múranna þarf að halda uppi ímynd samkeppni. Ríkisvaldið reynir að bæta upp fyrir eigin hindranir með eftirliti sem getur aldrei orðið annað en ófullkomið, handahófskennt og ósanngjarnt.
Með því að koma á frjálsari markaði má leggja niður Samkeppniseftirlitið. Neytendur eiga að sjá um samkeppniseftirlitið með því að setja léleg fyrirtæki á hausinn og verðlauna þau bestu með blússandi hagnaði sem um leið laða að sér samkeppnisaðila sem vilja bita af kökunni.
![]() |
Segir fólk óttast Samkeppniseftirlitið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 25. maí 2018
Allar reglur kosta eitthvað fyrir einhvern
Fjármálafyrirtæki barma sér núna yfir íþyngjandi regluverki og háum sköttum. Þau benda á að íþyngjandi reglum fylgi kostnaður sem bitnar fyrst og fremst á neytendum eða almenningi. Þau benda á að íþyngjandi reglur skekki samkeppnisstöðu.
Allt er þetta gott og blessað en sumt er samt ekki nefnt.
Það er ekki nefnt að bankarnir hafa í mörgum tilvikum sjálfir samið regluverkið sem gildir um þá (t.d. í gegnum Basel). Þeir hafa hannað það þannig að samkeppni við þá er torvelduð. Ef það kostað milljarð að stofna nýjan banka, og 700 milljónir stafa af allskyns kröfum um eiginfjárhlutfall, stöðugildi til að halda uppi reglum og fleira slíkt, þá torveldar það samkeppni miðað við að geta stofnað banka með 300 milljónir í farteskinu. Bankarnir vilja að reglurnar læsi viðskiptavini innan bankanna þar sem má mjólka þá aðeins meira en ella.
Það er heldur ekki nefnt að allskyns reglur og skattar á annars konar fyrirtæki valda líka kostnaðarauka. Bankarnir hafa ekki beinlínis boðað að ríkisvaldið almennt dragi úr umsvifum sínum og skattheimtu. Nei, slík almenn baráttumál varða ekki bankana. Það er ekki fyrr en að ríkisvaldið beinir spjótum sínum að þeim sjálfum að þeir kippast til eins og ufsi nýdreginn að landi.
Það má að vissu leyti vorkenna bönkunum fyrir að þurfa enn að vera blóraböggull fyrir hrunið árið 2008. Það er hins vegar erfitt að vorkenna iðnaði sem hefur sögulega séð komið sér vel fyrir í jötu ríkisvaldsins og getið þar fengið að prenta peninga, semja samkeppnishamlandi reglur og haft svigrúm til að hirða gróðann þegar vel gengur en geta sent reikninginn á aðra þegar illa gengur.
![]() |
Séríslenskar reglur hækka kostnað neytenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 24. maí 2018
Ögurstund í Reykjavík? Varla
Það hefur mikið verið gert úr kosningum til borgarstjórnar í Reykjavík, miklu meira en kosningum í öðrum sveitarfélögum. Skiljanlega. Reykjavík er stærsta sveitarfélagið, höfuðborg landsins og rekstur borgarinnar umdeildur. Mikill fjöldi framboða er til merkis um töluverða óánægju en mikill stuðningur við Samfylkinguna um leið til merkis um að margir borgarbúar eru afskaplega sáttir.
Það er margt sem bendir til borgin sé einfaldlega að skiptast upp í tvo eða jafnvel þrjá hluta sem hafa óskylda hagsmuni sem verða ekki samræmdir.
Úthverfin vilja meiri þjónustu og betri samgöngur. Strætó virkar illa þar - bara að komast frá Hólahverfi í Breiðholti til Sævarhöfða í Árbæ í strætó gefur verið um 40 mínútna ævintýri á meðan bílferðin tekur 5-10 mínútur. Opinber þjónusta er meira og minna ófáanleg nema í miðbænum og þangað er engin leið að komast fyrir umferð. Leikskólar eru af skornum skammti og foreldrar keyra bæinn þveran til að koma börnum sínum í dagvistun ef þeir eru svo heppnir að fá einhverja slíka. Uppbygging nýrra svæða hefur að miklu leyti verið stöðvuð eða vafin inn í óendanlega langt ferli í borgarkerfinu.
Miðbærinn vill færri bíla og meiri áherslu á aðra farskjóta. Þar á líka að vera stutt í alla þjónustu. Ferðamenn eru velkomnir en bara í hófi því hótelin og rúturnar mega ekki taka of mikið pláss eða framkalla of mikinn hávaða. Umferð frá úthverfafólkinu á helst eða vera sem minnst. Allt á um leið að vera í miðbænum - spítalinn, opinber þjónusta og öll hátíðarhöld.
Fjölskyldufólkið vill vegi fyrir bílana sína - helst án hola og umferðarljósa.
Hipparnir vilja geta keypt bjór á kaffihúsinu sínu en eru um leið ekki hrifnir af því að stórmarkaðir úthverfanna selji bjór til íbúa þar.
Ungt fólk vill geta keypt húsnæði, helst án sparnaðar.
Eldra fólk vill afslátt af sköttum sínum.
Fasteignaeigendur eru flengdir með föstum skatthlutföllum af vaxandi verðmæti fasteigna sinna.
Rekstur borgarinnar verður dýrari og dýrari um leið og íbúar þess mælast þeir óánægðustu á öllu landinu. Í borginni hefur því verið brugðið á það ráð að halda lóðaverði sem hæstu til að geta fjármagnað útgjöldin með sölu lóða á yfirverði.
Það stefnir í að 8 flokkar nái manni inn í borgarstjórn. Það er ekkert að fara breytast. Það er engin ögurstund framundan - bara meira af því sama en nú enn dýrara. Því miður.
![]() |
Komið að ögurstund í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Miðvikudagur, 23. maí 2018
Handritið hefur verið skrifað
Framundan er áfall í fjármálakerfi heimsins sem mun láta það frá 2008 líta út eins og lítinn hiksta.
Þetta áfall hefur ástæður sem verður ekki farið út í hér, en í stuttu máli er allt sem var að árið 2008 enn að en á allt annarri og tröllvaxinni stærðargráðu.
Þegar áfallið skellur á mun eftirfarandi handrit verða lesið upp:
Donald Trump afnam reglur. Reglurnar hefðu komið í veg fyrir hrun.
Donald Trump er ekki Obama. Allt sem Obama gerði var rétt. Allt sem Trump gerir er rangt.
Ef við hefðum bara haft annan seðlabankastjóra í Bandaríkjunum hefði ekkert komið upp á.
Skuldir og peningaprentun og alltof lágir vextir leiða ekki til hruns. Það gera hins vegar menn eins og Trump og Davíð Oddsson.
Það er nauðsynlegt að ríkisvaldið eitt hafi útgáfu peninga á könnu sinni. Samkeppni á þessu sviði er slæm. Seðlabankar eru nauðsynlegir. Peningaprentun þeirra og viðskiptabankanna í gegnum fyrirkomulag brotaforða er frábær.
Þessir hægrimenn hafa nú sýnt að þeir valda bara hruni. Kjósum enn skæðari sósíalista en nokkurn tímann áður yfir okkur næst.
Handriti lýkur.
![]() |
Náði stórum áfanga í afregluvæðingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 22. maí 2018
Hver ætlar að ala upp börnin?
Eru menn alveg að missa sig í sókninni eftir meiri veraldlegum gæðum?
Ef konur ynnu eins mikið úti og karlar gæti hagvöxtur á Norðurlöndum aukist um 15-30%, segir í nýrri skýrslu frá OECD og Norrænu ráðherranefndinni.
Þetta hljómar hræðilega.
Börn þyrftu að vera á opinberum stofnunum í meira en 8 tíma á dag, jafnvel töluvert meira ef foreldrarnir eru stjórnendur, vinna sjálfstætt, vinna óreglulega yfirvinnu eða eru í vaktavinnu.
Það þyrfti að setja gríðarlega pressu á kvenfólk til að fá það til að sleppa félagslífi sínu og fjölskyldulífi. Karlmenn finna fyrir þessari pressu frá unga aldri og margir höndla hana ekkert voðalega vel - nánast öll sjálfsmorð eru sjálfsmorð karlmanna svo dæmi sé tekið. Hver óskar kvenfólkinu sömu skilyrða?
Ég veit að hagvöxtur er fremsta keppikefli margra en er ekki nóg komið með svona uppslætti?
Af hverju ekki bara að sætta sig við að það eru ekki allir óðir í völd og titla og ofurlaun og vilja frekar félagslíf og lítinn bíl en yfirvinnu og stóran bíl?
![]() |
Konur auka hagvöxt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 20. maí 2018
Áttu heilaþvegið barn?
Að hugsa um umhverfið og passa það er allt gott og blessað. Hins vegar er bara brotabrot af því sem boðað er sem umhverfisvænt í raun og veru umhverfisvænt.
Dæmigert endurvinnslubatterí eins og Sorpa í Reykjavík sóar til dæmis gríðarlegum auðlindum með starfsemi sinni.
Meint umhverfisvernd getur líka haft alvarlega fylgikvilla. Til dæmis safna fjölnota innkaupapokar í sig matarleifum sem eru gróðrarstía fyrir óhollar bakteríur.
Þegar krakkinn þinn kemur heim úr skólanum með einhvern umhverfisverndarbæklinginn á það að vera tilefni til upplýstrar umræðu en ekki einstefnuheilaþvottar.
![]() |
Áttu grænt barn? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 18. maí 2018
Sem betur fer enginn ríkisrekstur í ferðaþjónustu
Hagkerfi er alltaf á ferð á flugi. Það er ekki til neitt sem heitir rekstrarmódel sem endist að eilífu. Menn eru alltaf að prófa sig áfram. Sumir tapa, aðrir græða. Þeir sem græða mikið laða að sér samkeppni. Í rekstri sem tapar reyna fjárfestar að losa um fé sitt og koma sér í eitthvað annað og arðbærara.
Opinber rekstur fylgir ekki sömu aðferðafræði. Þar þýðir taprekstur bara enn meira fjáraustur. Stöðnuðu fyrirkomulagi er haldið á lífi.
Nú stefnir í samdrátt í ferðaþjónustunni. Hundruðir einkaaðila munu taka viðeigandi skref til að forðast taprekstur. Þeir sem segja upp fólki gera það fólk aðgengilegt í öðrum iðnaði. Þeir sem selja rekstur losa um fé til að fjárfesta í einhverju öðru.
Sem betur fer er enginn opinber aðili sem er búinn að binda milljónir af fé skattgreiðenda í ferðaþjónusturekstur sem verður haldið á lífi af skattgreiðendum.
Þar sem ríkið stendur í rekstri tapar það fé annarra.
Einkavæðum allt.
![]() |
Skýr merki kólnunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 17. maí 2018
Flestar rollur og hæstu skattarnir
Ekki veit ég hvort það vinni saman að í Reykjavík eru flestar rollur allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og um leið hæstu skattarnir. Tölfræðin segir sjaldan alla söguna ein og sér.
Reykjavík er í auknum mæli orðin barátta úthverfanna við miðbæinn. Þetta er ekki hollt fyrir neinn. Úthverfin ættu að fá að stækka og mynda sína eigin fyrirtækjakjarna. Miðbærinn á ekki að þurfa skipta svona miklu máli og toga svona mikið af fólki til sín.
Fyrirtækin eru að gefast upp á Reykjavík. Höfuðstöðvar þeirra stærstu eru á leið í nágrannasveitarfélögin. Hvenær kemur að íbúunum? Hvenær fækkar kindunum í borginni?
![]() |
Höfuðborgarsvæðið í tölum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 10. maí 2018
Það skiptir máli að skulda sem minnst
Sum sveitarfélög kvarta nú yfir því að fá lélegar einkunnir því þau skulda mikið. Skuldir eru jú bara eyðsla fortíðar. Mikilvægara sé að líta til þróun skuldastöðu, skattstofna og annars.
Gott og vel, það er alveg hægt að skulda mikið án þess að vera í slæmum málum. Flestir skulda töluverðar fjárhæðir í húsnæði sínu og jafnvel bíl. Það er auðveldlega hægt í hófi.
Skuldastaða skiptir hins vegar máli, og í tilviki opinberra rekstrareininga skiptir skuldastaðan gríðarlegu máli. Það er því rétt að láta skuldastöðuna vega mikið þegar staða sveitarfélaga er metin.
Í náinni framtíð ríður yfir heimsbyggðina fjármálakreppan árið 2008 á sterum. Heilu ríkin munu fara á hausinn. Gjaldmiðlastríð munu kynda undir vopnuð stríð. Vaxtastig fer í himinhæðir. Skattstofnar munu þorna upp. Slæm skuldastaða mun drepa handhafa sína í hvelli.
Það getur vel verið að skuldsettar opinberar einingar geti gengið að mjólkurbeljum sínum vísum. Spurningin er hins vegar: Hvað gerist þegar þær hætta að mjólka í sama mæli?
![]() |
Samanburður SA sagður villandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 9. maí 2018
Var eitthvað dulið í ráðningarferlinu?
Fyrirtæki: Viltu vinna hér? Þú þarft að ganga með pípuhatt og brosa til allra.
Tilvonandi starfsmaður: Já takk. Eru launin ekki fín?
Fyrirtæki: Jú vissulega
--- Nokkrar vikur líða ---
Fyrirtæki: Velkominn til starfa. Hérna er pípuhatturinn.
Starfsmaður: ÉG KLAGA ÞIG TIL EFLINGAR!
![]() |
Kjólakrafan kemur að utan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |