Allar reglur kosta eitthvað fyrir einhvern

Fjármálafyrirtæki barma sér núna yfir íþyngjandi regluverki og háum sköttum. Þau benda á að íþyngjandi reglum fylgi kostnaður sem bitnar fyrst og fremst á neytendum eða almenningi. Þau benda á að íþyngjandi reglur skekki samkeppnisstöðu. 

Allt er þetta gott og blessað en sumt er samt ekki nefnt.

Það er ekki nefnt að bankarnir hafa í mörgum tilvikum sjálfir samið regluverkið sem gildir um þá (t.d. í gegnum Basel). Þeir hafa hannað það þannig að samkeppni við þá er torvelduð. Ef það kostað milljarð að stofna nýjan banka, og 700 milljónir stafa af allskyns kröfum um eiginfjárhlutfall, stöðugildi til að halda uppi reglum og fleira slíkt, þá torveldar það samkeppni miðað við að geta stofnað banka með 300 milljónir í farteskinu. Bankarnir vilja að reglurnar læsi viðskiptavini innan bankanna þar sem má mjólka þá aðeins meira en ella.

Það er heldur ekki nefnt að allskyns reglur og skattar á annars konar fyrirtæki valda líka kostnaðarauka. Bankarnir hafa ekki beinlínis boðað að ríkisvaldið almennt dragi úr umsvifum sínum og skattheimtu. Nei, slík almenn baráttumál varða ekki bankana. Það er ekki fyrr en að ríkisvaldið beinir spjótum sínum að þeim sjálfum að þeir kippast til eins og ufsi nýdreginn að landi. 

Það má að vissu leyti vorkenna bönkunum fyrir að þurfa enn að vera blóraböggull fyrir hrunið árið 2008. Það er hins vegar erfitt að vorkenna iðnaði sem hefur sögulega séð komið sér vel fyrir í jötu ríkisvaldsins og getið þar fengið að prenta peninga, semja samkeppnishamlandi reglur og haft svigrúm til að hirða gróðann þegar vel gengur en geta sent reikninginn á aðra þegar illa gengur. 


mbl.is Séríslenskar reglur hækka kostnað neytenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband