Samkeppniseftirlit er óþarfi á frjálsum markaði

Samkeppniseftirlit er mjög í tísku. Allir eru einhvern veginn fylgjandi slíku eftirliti. Samkeppni er jú góð, ekki satt?

Um leið er slíkt eftirlit óþarfi á frjálsum markaði. Á frjálsum markaði gilda fáar og almennar reglur og þar er auðvelt fyrir nýja samkeppnisaðila að koma inn á einhvern markaðinn. 

Um leið er ekki frjáls markaður á Íslandi. Það er til dæmis nánast ómögulegt að stofna banka nema hafa marga milljarða af þolinmóðu fé. Það er nánast engin leið að keppa við ríkisvaldið þar sem það notar skattfé til að niðurgreiða rekstur sinn. Það er dýrt að stofna margar tegundir af rekstri vegna allskyns leyfa sem þarf að útvega sér með ærnum tilkostnaði áður en tekjurnar detta inn.

Stærsta undantekningin er kannski það sem snýr að hugbúnaði. Menn geta byrjað að forrita og vera fljótlega komnir með varning til sölu. 

Samkeppniseftirlit er nauðsynlegt á ófrjálsum markaði þar sem ríkisvaldið hefur reist múra sem verja fyrirtæki fyrir samkeppni. Innan múranna þarf að halda uppi ímynd samkeppni. Ríkisvaldið reynir að bæta upp fyrir eigin hindranir með eftirliti sem getur aldrei orðið annað en ófullkomið, handahófskennt og ósanngjarnt.

Með því að koma á frjálsari markaði má leggja niður Samkeppniseftirlitið. Neytendur eiga að sjá um samkeppniseftirlitið með því að setja léleg fyrirtæki á hausinn og verðlauna þau bestu með blússandi hagnaði sem um leið laða að sér samkeppnisaðila sem vilja bita af kökunni.


mbl.is Segir fólk óttast Samkeppniseftirlitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband