Bloggfærslur mánaðarins, maí 2023

Útþynntur hafragrautur með gervisætu

Leiðtogafundur Evrópuráðsins er handan við hornið með tilheyrandi ónæði fyrir venjulegt, vinnandi fólk í Reykjavík og skattgreiðendur Íslands í heild sinni. Þetta er ekki sú merkilega ráðstefna og menn tala um. Kíkjum aðeins í dagskránna:

Leiðtogar ríkja og ríkisstjórna frá 46 aðildarríkjum Evrópuráðsins munu hittast 16. og 17. maí í Reykjavík (Ísland) til að ítreka sameiginlega skuldbindingu sína við grunngildi Evrópuráðsins og til að einbeita sér að hlutverki sínu í ljósi nýrra ógna. til mannréttinda og lýðræðis og að styðja enn frekar við Úkraínu.

**********

Heads of State and Government from the 46 Council of Europe member states will meet on 16 and 17 May in Reykjavik (Iceland) to reaffirm their common commitment to the core values of the Council of Europe and to refocus its mission in the light of new threats to human rights and democracy, and to further support Ukraine.

Það á sem sagt að reyna halda áfram á sömu braut en vonast eftir nýjum niðurstöðum, eða ég sé ekki betur. Hvað þýðir það eiginlega að styðja við Úkraínu? Dæla vopnum í átakasvæði? Ýta Rússum í fang Kínverja og annarra ríkja utan Vesturlanda? Kannski einhver geti svarað því fyrir mig.

Kannski hefði verið við hæfi að bjóða fulltrúum Rússlands á þessa fínu samkomu og koma á einhvers konar viðræðum, en núna er ég eflaust að segja einhverja vitleysu. 

Ég sé að æðstu ráðamenn Aser­baís­j­an og Armeníu ætla að mæta, en þessi ríki eiga í mjög svipuðum deilum og Rússland og Úkraína hafa lengi átt í vegna Austur-Úkraínu, og átök áttu sér stað seinasta haust sem fæstir nenntu að spá í. Þau voru stöðvuð a.m.k. tímabundið með þrýstingi frá Rússlandi, ekki vígvæðingu í boði Vesturlanda. 

En aftur að leiðtogafundi Evrópuráðsins. Þessi klúbbur hittist ekki oft. Seinast var það í Póllandi árið 2005. Þá var eftirfarandi efst á dagskrá:

Þriðji leiðtogafundur Evrópuráðsins fór fram með næstum öllum ríkjum álfunnar sem nú eru meðlimur samtakanna. Forsetar, forsætisráðherrar og utanríkisráðherrar komu saman í Varsjá til að endurnýja skuldbindingu sína við gildi Evrópuráðsins með aðgerðaáætlun til að efla langtíma skilvirkni Mannréttindadómstólsins; styrkja hlutverk mannréttindafulltrúans; herða baráttuna gegn kynþáttafordómum og mismunun; vinna að því að berjast gegn glæpsamlegum athöfnum eins og hryðjuverkum, mansali og ofbeldi gegn konum og efla eftirlit til að tryggja að aðildarríki Evrópuráðsins standi við þau loforð sem þau gáfu þegar þau gengu í samtökin.

**********

The third Council of Europe Summit took place with nearly all the continent now members of the organisation. Presidents, prime ministers and foreign ministers gathered in Warsaw to renew their commitment to Council of Europe values with an action plan to boost the long term effectiveness of the Human Rights Court; strengthen the role of the Human Rights Commissioner; intensify the fight against racism and discrimination; work to combat criminal acts such as terrorism, trafficking and violence against women, and boost monitoring to ensure that Council of Europe members live up to the promises they made when they joined the organisation.

Kaldhæðinn maður gæti sagt að öll viðfangsefni Evrópuráðsins árið 2005 hafi orðið að enn stærri vandamálum í dag. Vonum að gríðarleg áhersla á feigðarförina í Úkraínu endi ekki á sama hátt.

Öllum er nákvæmlega sama um þennan gagnslausa fund fulltrúa sem eru vissulega valdamiklir en á þessum fundi bara eins og hver annar þátttakandi í kaffistofuspjalli. Enginn fulltrúi þarf að skuldbinda sig með öðru en að segja réttu orðin. Þetta er ekki stjórnarfundur þar sem ákvarðanir eru færðar út í raunveruleikann. Miklu frekar er þetta eins og árshátíð fyrirtækis þar sem hvítvínið er meira spennandi en ræðurnar. 

Ónæðið fyrir venjulegt fólk er samt raunverulegt, og auðvitað reikningurinn fyrir öllu umstanginu. Ekki verri ástæða en hver önnur til að henda í mótmæli, þ.e. ef veðurspáin er góð.


mbl.is Þetta eru leiðtogarnir sem mæta í Hörpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísindin snúa smátt og smátt aftur

Vísindi veirutíma voru kínverskt rusl sem virkuðu ekki. Þeim var komið fyrir í staðinn fyrir uppsafnaða þekkingu vísindasamfélagsins seinustu áratuga og niðurstaðan var hörmung. Kannski eru þessir veirutímar að baki núna, kannski varanlega en kannski bara tímabundið, en hin raunverulegu vísindi eru vissulega komin á kreik að nýju, og það er gott.

Í upphafi veirutíma voru margir læknar að reyna komast að því hvað var á seyði og hvernig átti að bregðast við því. Þeir prófuðu allskyns úrræði til að lækna fólk af veiru, þar á meðal eldri lyf með þekkta virkni og þekkt öryggi. Sum virkuðu vel á sjúklinga þeirra án þess að ástæðan væri endilega alveg á hreinu. Sum einkenni mátti lækna með lyfjum sem höfðu verið notuð á sömu einkenni vegna annarra sjúkdóma. Ýmis bætiefni virtust hjálpa fólki að efla virkni lyfja. Og einföld atriði eins og það að lofta vel út voru tekin í notkun.

Auðvitað var ekki hlustað á þetta enda var mikilvægara að halda í þá lygi að engin meðferð væri til staðar, nema einhver baneitruð lyf sem kostuðu svimandi fjárhæðir, svo þessi svokölluðu bóluefni gætu fengið neyðarleyfi, en skilyrði slíkra neyðarleyfa eru mörg og meðal annars það að ekkert annað sé í boði í raun.

Læknar voru ritskoðaðir og fengu ekki að birta ritrýndar fræðigreinar, lyfjaávísanir þeirra fengust ekki afgreiddar, vitnisburðir þeirra voru hunsaðir og sjálfstæði þeirra skert. Sumir misstu læknaleyfin og vinnuna og sumir jafnvel ákærðir fyrir glæpi. Um þetta má lesa í ýmsum bókum, svo sem PandemiaRise of the Fourth Reich og The Courage to Face Covid-19, en einnig í óteljandi greinum og öðru styttra lesefni, þar á meðal þessari.

Einn læknanna sem valdi frá upphafi að reyna meðhöndla sjúklinga með ýmsum úrræðum (þar á meðal aldraðan og hruman föður sinn, með nokkrum árangri) er Dr. Peter A. McCullough, læknir með alveg stjarnfræðilega ferilskrá og óendanlega útgáfusögu og var fram að faraldri álitinn meðal þeirra bestu á sínu sviði lækninga. Hann gaf snemma út fræðigrein, Pathophysiological Basis and Rationale for Early Outpatient Treatment of SARS-CoV-2 (COVID-19) Infection (ágúst 2020), þar sem hann reyndi að miðla til lækna aðferðum sem gætu gagnast í baráttunni gegn veiru, þá gjarnan með það að markmiði að forða fólki frá innlögn á spítala. Uppistöðurnar voru einföld ráð og ódýr lyf og bætiefni. Meðal úrræða var einfaldlega að lofta vel út. Já, bara að hreinsa loftið í kringum sig til að minnka veiruagnir í því.

Það er vel viðurkennt að COVID-19 er til utan mannslíkamans í úða úr loftbornum ögnum og dropum. Vegna þess að útöndunarloft í sýktum einstaklingi er talið vera „hlaðið“ smitefni, er hver útöndun og innöndun í raun endursmitun Hjá sjúklingum sem eru lagðir inn á sjúkrahús er undirþrýstingi beitt á herbergisloftið að mestu leyti til að draga úr dreifingu út fyrir herbergið. Við leggjum til að ferskt loft gæti dregið úr endursmitun og hugsanlega dregið úr alvarleika veikinda og hugsanlega dregið úr útbreiðslu innan heimila í sóttkví. Þetta kallar á opna glugga, viftur fyrir loftskipti eða að vera lengi utandyra í burtu frá öðrum án andlitsgrímu til að dreifa og ekki anda að sér veiruúðanum.

**********

It is well-recognized that COVID-19 exists outside the human body in a bioaerosol of airborne particles and droplets. Because exhaled air in an infected person is considered to be “loaded” with inoculum, each exhalation and inhalation is effectively reinoculation. In patients who are hospitalized, negative pressure is applied to the room air largely to reduce spread outside of the room. We propose that fresh air could reduce reinoculation and potentially reduce the severity of illness and possibly reduce household spread during quarantine. This calls for open windows, fans for aeration, or spending long periods of time outdoors away from others with no face covering to disperse and not reinhale the viral bioaerosol.

Þessu var auðvitað ekki miðlað til almennings frekar en öðrum heilræðum, þar til nýlega. Um daginn uppfærðu bandarísk sóttvarnaryfirvöld, CDC, leiðbeiningar sínar um aðferðir til að minnka veirusmit. Meðal úrræða? Lofta út! Um þetta er fjallað í deyjandi fjölmiðli, CNN, á alveg furðulega raunsæjan hátt:

„Það kemur mér skemmtilega á óvart að sjá CDC bæta við þessum leiðbeiningum. Mér finnst það kaldhæðnislegt að þeir birtu loksins leiðir til að binda enda á heimsfaraldurinn á sama tíma og þeir lýstu endalokum hans,“ sagði Kimberly Prather, andrúmsloftsefnafræðingur við Kaliforníuháskóla í San Diego og Scripps Institution of Oceanography.

**********

“I am pleasantly surprised to see CDC add this guidance. I do find it ironic that they finally published ways to end the pandemic at the same time as declaring it is over,” said Kimberly Prather, an atmospheric chemist at the University of California at San Diego and the Scripps Institution of Oceanography.

Já, svolítið einkennilegt, ekki satt? Næstum því þremur árum frá því að læknar sáu gagn í að lofta út ákveður steinrunnin opinber stofnun að stinga upp á slíku úrræði. 

Hvað annað sem var þaggað niður, hunsað eða hreinlega uppnefnt sem skottulækningar mun rata í leiðbeiningar opinberra stofnana í framtíðinni? Erfitt að segja auðvitað en mögulega alveg heilmikið.

Sem betur fer hætti ég fyrir löngu að taka mark á opinberum hræðsluáróðri og blaðamannafulltrúunum sem kalla sig blaðamenn. Þar er einfaldlega ekki að finna neitt nothæft. Veirutímar voru hinn endanlegi lærdómur minn í þeim efnum. Ég vona að þú hugleiðir svipað viðhorf.


Af hverju að innleiða ofbeldi í umræðu?

Ég er ósammála mjög mörgu af því sem haldið er fram í opinberri umræðu. Það ættu lesendur þessarar síðu að vita (og jafnvel fá það á tilfinninguna að ég sé hreinlega á móti öllu enda skrifa ég sjaldan um skoðanir þeirra sem ég er sammála).

En lesendur þessarar síðu vita væntanlega líka að ég hóta sjaldan - vonandi aldrei - beitingu ofbeldis á þeim sem hafa aðrar skoðanir en ég, jafnvel þótt mér finnist þær skoðanir beinlínis hættulegar.

Þetta virðist vera úrelt nálgun í opinberri umræðu. Ofbeldi og ógnanir í svokölluðum skoðanaskiptum virðast vera að nálgast það að vera sjálfsagður hlutur. Nýlega lét Hollywood-stjarnan Charlize Theron það eftir sér að hún myndi ganga frá þeim sem mótmæltu klæðskiptisýningum fyrir börn. Er þá ýmislegt lagt á foreldra sem hafa hingað til hlíft börnum við kynferðislegu efni og óþarfi að innleiða hótanir um ofbeldi inn í þá umræðu.

Á veirutímum var ofbeldi eða hótun um slíkt oft nýtt til að knýja fram ákveðna hegðun, meira að segja á Íslandi. Talað var um að gera ákveðna einstaklinga að annars flokks þegnum. Blaðamenn átu þessa vitleysu og hafa ekki beðist afsökunar nú þegar öllum er orðið ljóst að vísindi veirutíma voru vitleysa og hafa verið afnumin. 

Þessi skautun í umræðunni og innleiðing á ofbeldi til að leysa úr ágreiningsmálum er ekki í boðið friðsæls fólks. Hún er í boði yfirvalda og herskárra hagsmunasamtaka. Mér finnst hún gjörsamlega óþarfi og ætla ekki að taka þátt í þessu. Berji þeir mig sem vilja fyrir að vilja ala upp börn mín á þann hátt að þau finni eigin hillu í lífinu á eigin forsendum, án áróðurs, heilaþvottar og fordóma, og án þess að þau séu með einhverjar ranghugmyndir í hausnum, eins og þær að kyn sé bara hugarburður, að neysla þeirra sé að tortíma heiminum og að fátækt Afríku sé þeim að kenna.


Gamaldags, segja Norðmenn

Það verður sífellt erfiðara að losna við ruslið. Sífellt meira af upphituðu rými fer undir rusl. Tunnurnar minnka, hólfin í þeim minnka og þær eru sóttar sjaldnar. Um leið hækkar sorphirðukostnaður. 

Ísland og Danmörk eru á svipaðri vegferð hérna: Leggja sífellt meira á almenna borgara í nafni umhverfisverndar, hringrásarhagkerfis og hvað það nú er. Þó er aðeins auðveldar að losna við rusl í Danmörku en á Íslandi. Til að mynda er ennþá boðið upp á að sækja stóra og þunga hluti, eins og gamlar þvottavélar, skrifborð og annað eins, í mínu sveitarfélagi. Þessum hlutum þarf bara að koma fyrir utan lóðamarka og skrá í einhverju forriti í símanum að stærri hlutir, nú eða eitraðir, bíði þess að vera sóttir.

En hvað segja Norðmenn við þessu fyrirkomulagi endalausrar flokkunar á heimilissorpi? Eða þeir tæknilega sinnuðu í hið minnsta. Þeir kalla þetta "oldnordisk" og telja sig hafa betri leiðir til að nýta sorp og endurvinna.

Á einu svæði í Noregi er fólki leyft að henda sínu rusli eins og venjulega. Matarafgangar þurfa að vísu að fara í græna poka en þeir pokar enda svo í ruslinu eins og annað rusl, eða svoleiðis skil ég það. Ruslið er sótt og það síðan flokkað með notkun færibanda og tækni. Þeir sem standa að baki þessu kerfi segjast finna miklu meira plast en á svæðum þar sem fólk er þvingað til að taka afstöðu til sorpsins í meiri mæli.

Þetta þykir mér lofsvert. Það er eitt að stjórnmálamenn í fílabeinsturnum setji háfleyg markmið sem venjulegt fólk hefur hvorki áhuga né þekkingu á. Það er nokkuð annað að leggja heimili fólks undir ruslafötur og gera því erfitt fyrir að losna við rusl. 

Íslendingar eru oft fljótir að tileinka sér nýjustu tækni eða nýjustu delluna og standa í löngum röðum til að kaupa nýjasta eplasímann og láta sprauta sig með óreyndu glundri og selja um leið umheiminum fullkomnustu færibandalínur heims fyrir vinnslu á fisk, kjúkling og kjöt. En í öðru eru þeir svo fastir í fortíðinni að það er eins og þeir telji það vera sérstaka dyggð.

Kannski það veiti einhverjum falska tilfinningu um umhverfisvernd og verndun lofthjúpsins að halda utan um margar ruslafötur með rangt flokkuðu rusli sem endar svo í sama haugnum eftir að hafa verið sótt af mörgum mismunandi bílum og er síðan siglt til útlanda á eldsneytisþyrstum skipum?

Kannski það.


mbl.is Tunnudreifing hafin í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um áráttu okkur til að eyða orku í ferðalög á þungum hlutum

Ýmis flugfélög eru nú að festa kaup á rafmagnsflugvélum fyrir styttri vegalengdir. Þetta á að stuðla að orkuskiptum, þ.e. því að yfirgefa notkun jarðefnaeldsneytis. Í stað þess er rafmagn notað, beint eða til að framleiða einhverjar gastegundir eða fljótandi rafeldsneyti sem koma í stað jarðefnaeldsneytis, t.d. vetnis og metanóls. 

Rafmagnsbílar seljast vel enda eru þeir víða á skattaafslætti og ekki borga notendur fyrir viðhald á vegakerfinu með rafmagns- og rafmagnsbílanotkun sinni. 

Rafmagnstæki eru þung. Mjög þung. Þau eru það hvort sem batteríið er fullhlaðið eða tómt. Rafmagnsbílar og rafmagnsflugvélar eyða gríðarlegri orku í það eitt að koma sjálfum sér áfram. Færri farþegar komast styttri vegalengdir miðað við léttari faratæki sem nota jarðefnaeldsneyti. 

Er þetta sniðugt? Að eyða allri þessari orku í að flytja þunga hluti á milli staða og mun færra fólk og minni varning en hefðbundin farartæki í dag?

Ekki batnar ástandið í tilviki rafeldsneytis. Að nota rafmagn til að búa til vetni, svo dæmi sé tekið, hendir miklu af rafmagninu í allskyns tap þegar orku er breytt frá einu formi í annað og enn er svo inni tap þegar rafeldsneytið er notað (eins og annað). Mögulega er þetta sniðug staðbundin lausn þar sem orku sem enginn er að nota er hægt og bítandi safnað með notkun vind- eða sólarorku og sett í tank og notað seinna, en í fáum öðrum tilvikum. 

Hverjum er verið að gera greiða með öllum þessum flutningum á þungum hlutum með fáa farþega og enn minni varning? Með námugreftrinum sem þarf til að búa til allar þessar rafhlöður? Með friðun á olíu og gasi í jörðu niðri?

Loftslaginu? 

Í alvöru?


Peð eða óhæfur

Það rennur nú upp fyrir fleiri og fleirum að veirutímar voru tímabil blekkinga, falsana, áróðurs, óttastjórnunar, gagnslausra vísinda, þöggunar, skautunar í samfélaginu, minnkandi umburðalyndis og lyga.

Tökum grímurnar sem dæmi. Þær virkuðu ekki. Samfélög þar sem yfir 95% almennings notaði þær rétt og af mikilli samviskusemi fengu yfir sig veirur eins og önnur. Þetta blasti við frá upphafi. Hafi grímurnar virkað þá hefðu allir séð það og heimsfaraldurinn hefði gufað upp. Engu að síður var okkur sagt að nota þær og þá aðallega til að senda skilaboð til umheimsins: Sjáðu mig, ég hlusta á vísindin!

En maður veltir fyrir sér hlutverki opinberra embættis- og stjórnmálamanna í öllu þessu, til dæmis á Íslandi. Voru þeir að fylgja einhverju handriti? Voru þeir að krefja vísindamenn um traustar rannsóknir og innleiða í stefnumótun sína? Eða lásu þeir bara fréttafyrirsagnir erlendra miðla? 

Voru þeir peð í skák annarra, eða óhæfir?

Þetta eru ekkert sérstakir valkostir en þeir einu sem ég sé. 

Sem kallar á aðra spurningu:

Hvað annað er verið að keyra yfir okkur þar sem okkar yfirvöld eru annað hvort peð eða óhæf? Annað hvort að taka þátt í stærri skák án þess að spá mikið í því, eða óhæfir til að greina svart frá hvítu?

Þegar kemur að innleiðingu á tilskipunum Evrópusambands eru íslensk yfirvöld annað hvort peð eða óhæf til að mynda sér eigin skoðun byggða á raunveruleikanum í kringum sig.

Þegar kemur að innleiðingu á allskyns takmörkunum og svimandi skattheimtu á notkun hagkvæmra bifreiða og eldsneytis eru yfirvöld annað hvort peð eða óhæf.

Þegar kemur að skerðingum og skattheimtu í nafni loftslagsbreytinga eru yfirvöld peð eða óhæf. 

Þegar kemur að því að láta fólk flokka rusl í endalausa flokka og keyra með það um allan bæ eru yfirvöld peð eða óhæf.

Þegar kemur að því að varðveita kaupmátt launa fólks eru yfirvöld peð eða óhæf.

Þegar kemur að því að tryggja aðgengi fólks að góðu og hagkvæmu húsnæði á markaðskjörum eru yfirvöld óhæf eða peð.

Þegar kemur að því að tryggja næga og örugga orku til fólks og fyrirtækja eru yfirvöld peð eða óhæf.

Og þegar kemur að því að verja börn gegn klámi og hugleiðingum um að láta gelda sig eru yfirvöld einfaldlega að lóðfalla á hugsanlega stærsta prófinu.

Það sorglega í þessu öllu er svo kannski það að í öllum mælingum á lífsgæðum, öryggi og þess háttar er Ísland oftar en ekki ofarlega og jafnvel efst á lista. Miðað við umheiminn er Ísland einn besti staður í heimi til að búa á. En kannski er það vegna þess að samkeppnin er að minnka. Flest stjórnvöld eru peð eða óhæf. Það er munur á því að keppa við sterka íþróttamenn og beinlausa snigla. 

Peð í skák hverra? Sá listi er mögulega langur.

Veirutímar voru í raun ekki fordæmalausir tímar. Þeir helltust bara frekar skyndilega yfir okkur. Loftslagsbrjálæðið er búið að vera í gangi í áratugi en rekið áfram á sömu aðferðafræði. Hið sama gildir um flokkun á rusli og margt annað.

Og val okkar, enn sem áður: Veljum við peð eða óhæfa?

Því miður.


Óumdeildir stjórnmálamenn eru algjörlega gagnslausir

Mögulega tilvitnun ársins eða áratugarins eða jafnvel aldarinnar er þessi:

En óumdeildir stjórnmálamenn eru algjörlega gagnslausir.

Það er enginn annar en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem lét þetta eftir sér, auk margra annarra gullkorna. 

Þetta er alveg hárrétt hjá honum. Raunar gildir þessi tilvitnun um hæfa stjórnendur af öllu tagi, sem þurfa stundum að reka fólk, skera niður og breyta um stefnu.

Greining Sigmundar er hárrétt. Stjórnmálamenn standa ekki undir nafni. Þeir ættu að kallast fundafólk. Þetta eru einstaklingar sem þora ekki að stjórna neinu en framleiða þeim mun meira af pappír í formi fundagerða, minnisblaða og ályktana.

Í nokkur ár var Sigmundur Davíð gagnlegur (og þar með umdeildur) stjórnmálamaður. Hann togaði Ísland úr feninu sem það var sokkið í í kjölfar hrunsins og ríkisstjórnarinnar sem tók við í kjölfar þess. Hann reif kjaft, tók erfiðar ákvarðanir, fann gott fólk til að leysa erfið verkefni, stóð á sínu og uppskar mikið. Mjög mikið. Fyrir hönd Íslands.

Síðan breyttist eitthvað. Ég vonaði alltaf að Sigmundur Davíð myndi rísa upp á veirutímum og taka málstað almennings gegn ofríki yfirvalda, sem í raun afsöluðu sér völdum sínum til embættismanna með þrönga hagsmuni. En nei. Núna er eitthvað að gerast og breytast. Kannski er gamli Sigmundur Davíð að vakna til lífsins. Annar þingmaður, í sama flokki, Bergþór Ólason, er líka búinn að vera mjög beittur undanfarna mánuði. 

Er hægt að leyfa sér að hlakka til næstu kosningabaráttu? Er afrit af Framsóknaflokknum að breytast í sjálfstæðan flokk? Það væri óskandi, þó ekki væri nema til að búa til tilbreytingu í hlaðborði sem býður ekki upp á neitt nema kaldar núðlur með mismunandi kryddi. Sumir eru að bíða eftir steik, sjáðu til.


Leiðtogafundur: Öllum er skítsama

Leiðtogafundur Evrópuráðsins er einn sá stærsti sem haldinn hefur verið hér á landi frá því að Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, og Mikhaíl Gorbatsjev, leiðtogi Sovétríkjanna, funduðu í Höfða dagana 11.-12. október 1986. Hægt er að bera þessa viðburði saman á marga vegu og benda á hvað er líkt og ólíkt, en ein samlíking gæti verið: Öllum er skítsama um þennan leiðtogafund Evrópuráðsins, ólíkt fyrri fundi heimsveldanna á tímum Kalda stríðsins.

Fundur Evrópuráðsins er fyrirsjáanlega óáhugaverður. Allir gestir fundarins eru sammála um sömu þvæluna, sem er í stuttu máli sú að almenningur er vitlaus hjörð sem þarf að smala í lokuð hólf. Vill ekki hætta að nota jarðefnaeldsneyti. Vill ekki hætta að nota umbúðir. Notar ennþá plastpoka. Borðar ennþá kjöt. Hatar ekki Rússa. Lætur ekki sprauta sig nógu oft. Fávitar! 

Hvort sem allir þátttakendur leiðtogafundar Evrópuráðins sleppa lifandi frá Íslandsheimsókn eða þurrkast út breytir engu. Einstaklingarnir skipta ekki máli. Þegar prestur deyr þá lifir trúarbragðið áfram í lærisveinunum. 

Auðvitað vona ég að allir þessir fínu gestir komist heilir heim, en hvort sem þeir gera það eða ekki hefur lítil áhrif í raun, og öllum er skítsama.

Kannski ógnin stafi miklu frekar að almenningi. Í stað þess að setja milljarða í að verja fólk sem enginn pælir í að sé til á kannski að setja upp skilti sem vara almenning við því að ef hann fer inn á ákveðin svæði er hætta á að rekast á leiðtoga Evrópuráðsins og þar með að æla upp í kok. Öryggisvandamál leyst.


mbl.is Leiðtogafundur þá og nú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málfrelsið: Frelsið til að endurtaka línur yfirvalda

Í svolítilli upprifjun á fréttum veirutíma rakst ég á þessa yndislegu frétt The Guardian: Joe Rogan has Covid – and his treatment will make health experts feel ill (Joe náði sér að fullu á fjórum dögum, svo því sé haldið til haga). Ég kalla fréttina yndislega því fyrir mér er hún enn eitt sýnidæmið um allt sem var að á veirutímum. Eingöngu mátti veifa einni skoðun - þeirri sem var ríkjandi hverju sinni (og breyttist að vísu í sífellu, en á hverjum tíma var skoðunin ein). Læknum var kippt úr sambandi við menntun sína og skjólstæðinga. Blaðamenn, svokallaðir, töldu það vera hlutverk sitt að rægja og þagga niður í læknum, prófessorum og öðrum sem voguðu sér út af einstiginu. Stjórnarskrár urðu að skeinispappír. Allt í einu mátti ekki klippa hár, sem er athöfn sem felur í sér að einn einstaklingur stendur við hliðina á öðrum, en í fínu lagi að standa í langri röð í áfengisverslun (bara muna grímuskylduna og metrana tvo eða þrjá eða tíu eða hvað það nú var). Listinn er endalaus.

Það sem er yndislegast við frétt The Guardian er samt neðanmálið þar sem miðillinn er að biðja um peninga:

The free press is under attack from multiple forces. Media outlets are closing their doors, victims to a broken business model. In much of the world, journalism is morphing into propaganda, as governments dictate what can and can’t be printed.

Já, er það, The Guardian? Stendur frjáls og óháð blaðamennska höllum fæti? Stendur viðskiptalíkanið ekki undir sér? Getur verið að blaðamenn geti sjálfum sér um kennt? Nei, auðvitað ekki. Allt samfélagsmiðlum að kenna! journ

Almenningur vill fréttir. Það er á hreinu. En miðlarnir hafa gleymt því. Þeir lifa á styrkjum, ekki tekjum. Í íslensku samhengi má nefna að nánast allir fjölmiðlar njóta ríkisstyrkja og engum gengur sérstaklega vel. Tveir fjölmiðlar halda samt áfram að ganga, eins og klukka, án ríkisstyrkja: Fréttin.is og Útvarp Saga. Og jafnvel þótt menn geti haft mismunandi skoðanir á efni þeirra og efnistökum er eitt víst: Þeir þora þegar aðrir sofa. Þeir þora til dæmis að fjalla um sprengingu í umframdauðsföllum víða um heim. Þeir þora að benda á hræsni lækna og samstarf yfirvalda og stærstu lyfjafyrirtækja heims. Þeir þora að standa vörð um íslenskar konur sem eiga um sárt að binda í kjölfar sprautu og enginn virðist nenna að hlusta á. Þeir þora að gagnrýna hættulegar afleiðingar þess að dæla vopnum í átök. Þeir þora að tala um unga fólkið sem er að hrynja eins og flugur. 

Slá þeir stundum á ranga strengi? Varpa ljósinu á eitthvað sem síðar reynist rangt? Auðvitað. En rétt eins og vísindin þá stefna fréttir ekki á að færa okkur einhvern endanlegan sannleika heldur samhengi og atriði málsins sem gefa okkur, neytendum frétta, tækifæri til að móta okkar eigin skoðanir.

Það er tímanna tákn að á meðal miðla sem heimila gagnrýna blaðamennsku og óvinsæl sjónarhorn er að myndast einhvers konar verðstríð í kaupum á aðilum sem þora að tjá sig, og gera það vel. Á sama tíma skreppa aðrir miðlar saman, eins og gamlar blöðrur sem ná rétt svo að halda sér frá því að fletjast alveg út því hið opinbera þarf á þeim að halda, eins og blaðamannafulltrúunum sem þeir eru orðnir.


Arðbær ríkisstyrkt ráðgjafaþjónusta

Hagsmunasamtök nokkur auglýsa eftirfarandi verðskrá fyrir aðgang að sérþekkingu sinni (sem ég kalla hér ráðgjöf):

Nemendafræðslur: 26.900 kr. klst.
Starfsfólk sem vinnur með börnum: 32.900 kr. klst.
Stofnanir í velferðarþjónustu: 42.900 kr. klst.
Aðrar stofnanir: 59.900 kr. klst.
Fyrirtæki (undir 50 starfsmenn): 84.900 kr. klst.
Fyrirtæki (yfir 50 starfsmenn): 104.900 kr. klst.
Félagasamtök: Eftir samkomulagi
Yfirlestur skjala og gagna: 18.900 kr. klst.
Erindi á ráðstefnum: 49.900 kr. klst.
Akstursgjald: 111 kr. pr. km

Ekkert afbrigðilegt á ferðinni hérna, held ég. Að fá góðan ráðgjafa er gulls ígildi. Ég veit um ráðgjafa sem rukkar 100 þús kr. klst. og er bókaður alla daga frá morgni til kvölds. 

En hvað ef ráðgjafinn nýtur ríkisstyrkja? Er þannig séð að miklu leyti á opinberu framfæri? Og er svo að selja ráðgjöf sína fyrst og fremst til opinberra aðila? Skattgreiðendur borga þá þrisvar: Fyrir ríkisstyrkinn, fyrir þóknunina sem er send á opinbera aðilann sem keypti þjónustuna og að auki fyrir hinn opinbera rekstur sem gefur engan afslátt þótt hann sé að borga utanaðkomandi aðilum til að leysa af eigið starfsfólk eða sitja námskeið í stað þess að vinna vinnuna sína.

Ráðgjafinn sem er búinn að koma sér svona rækilega fyrir á þrjá spena skattgreiðenda eru Samtökin 78.

Samtökin 78 selja ráðgjöf, eru með samninga við sveitarfélög og ýmsar opinberar stofnanir (t.d. lögregluna) og eru að reyna selja þjónustu sína til fyrirtækja, meðal annars svokallaða Hinsegin vottun (sjá t.d. hér bls. 24), sem er væntanlega eitthvað annað en Regnbogavottun Reykjavíkur. Félagið hefur bætt við sig um 100 milljónum af rekstrarfé, eða nálægt því fjórfaldað það, á 5 árum. Og að miklu leyti er þetta fé skattgreiðenda (einstaklingsframlög nema um 30% af rekstrarfé sýnist mér).

En er eitthvað að þessu? Er ekki verið að berjast fyrir góðum málstað? Málstað sem þarf að fjármagna vel? Það má vel vera þótt ég sé ekki sannfærður persónulega. En það kemur mér á óvart hvað peningastraumurinn er orðinn mikill og hvað skattgreiðendur standa undir miklu af honum. Mikil áhersla virðist líka vera á að ná til barna, helst án vitundar foreldra og jafnvel sveitastjórnarmanna (a.m.k. þegar kemur að innihaldi þess efnis sem ráðgjöfin felur í sér). 

Mögulega sér einhver ástæðu til að staldra við, taka umræðuna og endurmeta þörfina á ráðgjöf sem er seld á markaðskjörum til hins opinbera, greidd (beint og óbeint) þrisvar af skattgreiðendum og framreidd í barnaskólum, án þess að rækileg yfirferð hafi farið fram á innihaldinu og kostum og göllum þess að fórna hefðbundnu námi í staðinn.

Hófsöm uppástunga að mínu mati. Og ég segi þetta sem maður sem var fyrir 30 árum staddur í íslensku grunnskólakerfi sem kenndi umburðarlyndi, virðingu fyrir mismunandi lífsstíl og það að við erum öll mismunandi. Í skólatíma, af kennara. Og það tókst alveg ljómandi vel þótt ég segi sjálfur frá.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband