Af hverju að innleiða ofbeldi í umræðu?

Ég er ósammála mjög mörgu af því sem haldið er fram í opinberri umræðu. Það ættu lesendur þessarar síðu að vita (og jafnvel fá það á tilfinninguna að ég sé hreinlega á móti öllu enda skrifa ég sjaldan um skoðanir þeirra sem ég er sammála).

En lesendur þessarar síðu vita væntanlega líka að ég hóta sjaldan - vonandi aldrei - beitingu ofbeldis á þeim sem hafa aðrar skoðanir en ég, jafnvel þótt mér finnist þær skoðanir beinlínis hættulegar.

Þetta virðist vera úrelt nálgun í opinberri umræðu. Ofbeldi og ógnanir í svokölluðum skoðanaskiptum virðast vera að nálgast það að vera sjálfsagður hlutur. Nýlega lét Hollywood-stjarnan Charlize Theron það eftir sér að hún myndi ganga frá þeim sem mótmæltu klæðskiptisýningum fyrir börn. Er þá ýmislegt lagt á foreldra sem hafa hingað til hlíft börnum við kynferðislegu efni og óþarfi að innleiða hótanir um ofbeldi inn í þá umræðu.

Á veirutímum var ofbeldi eða hótun um slíkt oft nýtt til að knýja fram ákveðna hegðun, meira að segja á Íslandi. Talað var um að gera ákveðna einstaklinga að annars flokks þegnum. Blaðamenn átu þessa vitleysu og hafa ekki beðist afsökunar nú þegar öllum er orðið ljóst að vísindi veirutíma voru vitleysa og hafa verið afnumin. 

Þessi skautun í umræðunni og innleiðing á ofbeldi til að leysa úr ágreiningsmálum er ekki í boðið friðsæls fólks. Hún er í boði yfirvalda og herskárra hagsmunasamtaka. Mér finnst hún gjörsamlega óþarfi og ætla ekki að taka þátt í þessu. Berji þeir mig sem vilja fyrir að vilja ala upp börn mín á þann hátt að þau finni eigin hillu í lífinu á eigin forsendum, án áróðurs, heilaþvottar og fordóma, og án þess að þau séu með einhverjar ranghugmyndir í hausnum, eins og þær að kyn sé bara hugarburður, að neysla þeirra sé að tortíma heiminum og að fátækt Afríku sé þeim að kenna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þegar um er að ræða morðótt fólk, eru barsmíðar þitt minnsta vandamál.

Ásgrímur Hartmannsson, 13.5.2023 kl. 21:28

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Já, ætli maður sé ekki að sleppa vel miðað við þá sem eru settir á lyfin og undir hnífinn.

Geir Ágústsson, 14.5.2023 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband