Leiðtogafundur: Öllum er skítsama

Leiðtogafundur Evrópuráðsins er einn sá stærsti sem haldinn hefur verið hér á landi frá því að Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, og Mikhaíl Gorbatsjev, leiðtogi Sovétríkjanna, funduðu í Höfða dagana 11.-12. október 1986. Hægt er að bera þessa viðburði saman á marga vegu og benda á hvað er líkt og ólíkt, en ein samlíking gæti verið: Öllum er skítsama um þennan leiðtogafund Evrópuráðsins, ólíkt fyrri fundi heimsveldanna á tímum Kalda stríðsins.

Fundur Evrópuráðsins er fyrirsjáanlega óáhugaverður. Allir gestir fundarins eru sammála um sömu þvæluna, sem er í stuttu máli sú að almenningur er vitlaus hjörð sem þarf að smala í lokuð hólf. Vill ekki hætta að nota jarðefnaeldsneyti. Vill ekki hætta að nota umbúðir. Notar ennþá plastpoka. Borðar ennþá kjöt. Hatar ekki Rússa. Lætur ekki sprauta sig nógu oft. Fávitar! 

Hvort sem allir þátttakendur leiðtogafundar Evrópuráðins sleppa lifandi frá Íslandsheimsókn eða þurrkast út breytir engu. Einstaklingarnir skipta ekki máli. Þegar prestur deyr þá lifir trúarbragðið áfram í lærisveinunum. 

Auðvitað vona ég að allir þessir fínu gestir komist heilir heim, en hvort sem þeir gera það eða ekki hefur lítil áhrif í raun, og öllum er skítsama.

Kannski ógnin stafi miklu frekar að almenningi. Í stað þess að setja milljarða í að verja fólk sem enginn pælir í að sé til á kannski að setja upp skilti sem vara almenning við því að ef hann fer inn á ákveðin svæði er hætta á að rekast á leiðtoga Evrópuráðsins og þar með að æla upp í kok. Öryggisvandamál leyst.


mbl.is Leiðtogafundur þá og nú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það fer að liggja á að koma þessum ömurlega ruslaralýð frá völdum. En kjósendur eru að því er virðist bara sáttir.

Einar (IP-tala skráð) 8.5.2023 kl. 12:17

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Í tilviki Íslands ætti að vera auðvelt að losna við inngrip þessa liðs. En eins og Arnar Þór Arnarsson reynir ítrekað að benda okkur á þá ætlum við að labba inn í slæmt hjónaband af fúsum og frjálsum vilja. Og ekki hægt að skilja nema makinn heimili það.

Geir Ágústsson, 8.5.2023 kl. 13:37

3 identicon

Fræðilega hægt en ólíklegt í raun að ná fram kerfisbreytingum í gegnum kjörkassann. Skjólstæðingahópur kerfisins er stór og hefur stækkað eftir því sem hið opinbera hefur þanist út. Opinberir starfsmenn, ekki síst allur herskarinn af gervisérfræðingunum sem eru í gervistörfum hjá hinu opinbera. Aðrir sem eru meira og minna á framfæri hins opinbera, eins og blaðamenn, starfsmenn félagasamtaka og aðrar afætur á kerfinu. Ekkert af þessu liði mun kjósa gegn höndinni sem fæðir það. Við það bætast allir róttæklingarnir sem raunverulega trúa á þá ruglpólitík sem rekin er af stjórnmálastéttinni. Og svo allt liðið sem er dofið og heiladautt af öllum áróðrinum. Þetta er búið spil. Það tók Sovétríkin rúma sjö áratugi að gefa upp öndina. Verður svipað hér.

Einar (IP-tala skráð) 8.5.2023 kl. 16:02

4 Smámynd: Loncexter

Gamann fyrir rugludalla á alþingi að fá aðra rugludalla hingað til að rugludallast aðeins samann. 

Hefði ég frekar kosið á fá Trump hingað, og hans flottu frú !

Loncexter, 8.5.2023 kl. 18:03

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

.....Og ekki alsaklausir af ástandinu í Súdan:

Helga Kristjánsdóttir, 8.5.2023 kl. 18:25

6 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, er stuðningsmaður Donalds Trump í forsetakosningum Bandríkjanna 2024.

Hann vonar að Trump snúi aftur og bindi enda á stríðið í Úkraínu.

Á Mbl.is 5. maí s.l. má lesa að Trump lét nýlega hafa eftir sér að hann sýni stríðsbrölti Rússa skilning. Og sagðist hann geta með einföldum samningaviðræðum endað stríðið á 24 klukkustundum.

Telur hann réttlætanlegt að Rússar fái í sinn hlut ákveðin landsvæði í Úkraínu.

En þar sem Katrín og Þórdís virðast munu ráða úrslitum um niðurstöður fundarins, og ekki líklegt að þær muni kalla Trump til ráðgjafar, mun stríðið líklega halda áfram. .

Guðmundur Örn Ragnarsson, 8.5.2023 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband