Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2022

Er ábyrgð foreldra engin?

Félagslíf og skólaganga barna var skert. Börn voru í endalausum sýnatökum með sársaukafyllstu aðferð sem hægt er að hugsa sér (valkostir við hana margir og útbreiddir). Ótti var innrættur í þau. Mörg þeirra sprautuð með gagnslausu glundri og mörg þeirra búin að skaðast alvarlega af því, jafnvel til lífstíðar.

Stjórnvöld sögðu þetta og hitt vissulega og innréttuðu sláturhúsin og völdu starfsfólk án þess að setja sig í spor barna, en er ábyrgð foreldra engin?

Ég sá myndband sem var tekið á sýnatökustað á Íslandi og hljóðin af öskrandi og grátandi börnum skerandi. Hvaða foreldri leggur slíkt á barn sitt? Heldur því föstu svo það sé hægt að troða pinna lengst ofan í nefkokið á því? Mútar því með ís og sælgæti svo yfirvöld geti fengið sína tölfræði?

Ég þori varla að svara þessari spurningu. Þetta er ógeðfellt. 

Vonandi.

Aldrei.

Aftur.


mbl.is Réttindi barna virt að vettugi í faraldrinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rafmagnsbíllinn étur fátæku börnin

Sífellt fleiri kaupa nú rafmagnsbíla og telja sig vera að gera heiminum greiða (eða finnst bara gaman að kaupa ný leikföng). Nú vil ég ekki endilega halda því fram að kaupendur rafmagnsbíla séu að níðast á fátæku fólki, ýta undir mannréttindabrot, endurvekja nýlendustefnu miðalda, moka undir spillingu og rústa umhverfi þróunarríkja, en aðrir eru ekki svo gjafmildir. Nokkur dæmi má finna hér

A lot of the battery metals that the energy transition needs are sourced from Africa, a continent fraught with poverty, corruption, and political uncertainty. It is also a continent that is currently threatened by a new sort of colonialism because of the energy transition.

Einnig:

More importantly, van Staden added, “What is more, the accelerated shift to batteries now threatens to replicate one of the most destructive dynamics in global economic history: the systematic extraction of raw commodities from the global south in a way that made developed countries unimaginably rich while leaving a trail of environmental degradation, human rights violations, and semipermanent underdevelopment all across the developing world.”

Og:

Based on this evidence, it appears that besides non-renewable, the energy transition appears to not be very socially conscious. In other words, the ESG investment movement, which focuses on transition companies, might, in fact, be a movement that rewards companies that are neither very environmentally nor socially friendly. At least not in Africa.

Mögulega eru rafmagnsbílakaup Vesturlanda ekki það versta sem kom fyrir fátæka Afríkubúa og umhverfi þeirra og náttúru. En ég get ekki útilokað það.


Kennið Rússum um! Allt!

Hvað gerir frekur krakki sem fær ekki að kaupa sleikjó í búðinni? Jú, kennir Rússum um! 

Þýsk stjórn­völd hafa gagn­rýnt harðlega ákvörðun rúss­neska orku­fyr­ir­tæk­is­ins Gazprom um að skerða af­hend­ingu á gasi, sem Þjóðverj­ar full­yrða að sé póli­tískt ákvörðun. 

Blame Russia

Kenndu Rússum um!

Þetta er fræg lína sem kemur fram á óteljandi svokölluðum memes. Meira að segja bilaður varahlutur er Rússlandi að kenna, eða í frásögn Associated Press:

Siemens Energy said a gas turbine that powers a compressor station on the pipeline had been in service for more than 10 years and had been taken to Montreal for a scheduled overhaul. But because of sanctions imposed by Canada, the company has been unable to return the equipment to the customer, Gazprom.

Blame RussiaFrásögn Reuters er af svipuðum meiði.

Þjóðverjum vantar gas því viðskiptahindranir gegn Rússlandi halda varahlut í gíslingu. Rússum að kenna! Og ég sem hélt að Rússar væru að nýta hátt orkuverð til að moka inn seðlum á olíu og gasi. Var það ekki áhyggjuefni á tímabili?

En gott og vel, það er gott fyrir sálina að einfalda heiminn og skipta honum upp í vondu kallana og góðu kallana. 

Á meðan er líka hægt að líta framhjá þjóðarmorðum í Kína, hernaði Saudi-Arabíu gegn Jemen (með notkun bandarískra stríðstóla) og spillingu í Úkraínu. Ekkert að gera þetta of flókið, takk!

Blame Russia

Blame RussiaVissulega gera Rússar margt af sér. Marga, slæma hluti. Þeir eru að valta yfir Úkraínu núna með sprengjum og skriðdrekum, hrekja fólk á flótta eða í gröfina, hirða land með valdi og brjóta á fullvalda ríki. Þetta er slæmt. Forseti Rússlands er líka með líf á samviskunni, að því marki sem hann hefur samvisku.

En að kenna Rússum um að varahlutur situr fastur í Kanada er kannski aðeins of langt gengið, eða hvað?


mbl.is Koma þýskum orkufyrirtækjum til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erum við að spila á fiðlu á meðan húsið brennur?

Fræg saga segir að rómverski keisarinn Neró hafi spilað á fiðlu á meðan Róm brann. Hvort sem það er sönn saga eða ekki þá er boðskapurinn sá að leiðtogi hafi verið að gera eitthvað annað en leiða fólk sitt á erfiðum tímum. Jafnvel skemmta sér.

Núna finnst mér eins og flestir leiðtogar séu að spila á fiðlu á meðan þegnar þeirra berjast við svimandi verðbólgu, orkuskort, yfirvofandi matarskort og versnandi lífskjör. Leiðtogarnir tala um útblástur og umhverfisvernd, viðskiptahindranir og hernaðaruppbyggingu. Og sumir eru ennþá að tala um veiru. Á meðan er venjulegt fólk að berjast í bökkum og þarf jafnvel að velja á milli þess að kaupa í matinn eða kaupa eldsneyti á bílinn til að komast í vinnuna.

Á meðan heimurinn sér fram á matarskort vegna skorts á austur-evrópsku korni eru sumir leiðtogar að herða að landbúnaði sínum. Bændur reyna að mótmæla með skrautlegum aðferðum en að hugsa sér að menn séu að tala um að draga úr matvælaframleiðslu á tímum hækkandi verðlags og yfirvofandi matarskorts!

Á meðan heimurinn glímir við orkuskort (af ýmsum ástæðum) halda sumir leiðtogar áfram að standa í vegi fyrir framkvæmdum í orkuframleiðslu. Að vísu eru einhverjir að ranka við sér og snúa til raunsærri áætlana en það er einfaldlega of lítið og of seint.

En ræðum við þetta? Nei. Við erum að ræða, af miklum eldmóði, tungutak, skilgreiningar fólks á sjálfu sér og hvernig það kemur öllum öðrum við og minniháttar breytingar á síbreytilegu loftslagi Jarðar. 

Við erum að spila á fiðlu á meðan húsið brennur, og það veit ekki á gott.


Samfélagið á samfélagsmiðlunum

Þegar ég sá fyrstu fregnir af skotárás í næsta nágrenni við mig þá fékk ég lítið út úr fréttum. Var þetta gengi manna sem voru að gera árás á menningarheim sem þeir telja ógeðfelldan? Var þetta maður af erlendu bergi brotinn með hríðskotabyssu? Var þetta sorgmæddur unglingur? 

Var þetta angi af alþjóðlegri og vel skipulagðri hreyfingu eða einn brjálæður einstaklingur? Var þetta fyrsta árásin af mörgum í framhaldinu í heilögu stríði gegn vestrænu samfélagi, eða einstakur viðburður?

Svarið fékk ég ekki í fréttunum enda var varla greint frá neinu þar. Svarið fékk ég í þræði á samfélagsmiðli þar sem fólk deildi myndskeiðum af vettvangi. Þegar ég sá þetta efni varð ég allur hinn rólegasti. Ekki var um að ræða innflutt vandamál. Þetta var einn maður að verki og búið að handtaka hann. Málið leyst. Svefninum borgið.

Mér finnst því furðulegt að lesa þetta:

Lög­regl­an var­ar fólk ein­dregið við því að deila mynd­bönd­um og mynd­um á sam­fé­lags­miðlum frá vett­vangi. Það gæti verið refsi­vert.

Refsivert já? Þá segi ég: Stundum er hið eina rétta í stöðunni að brjóta lögin. Hið opinbera á ekki að hafa neinn einkarétt á upplýsingum sem eiga erindi við almenning jafnvel þótt þær séu opnar fyrir túlkunum, réttum og röngum.


mbl.is Tók þrettán mínútur að handtaka manninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óttinn

Síðdegis í gær skaut maður á óbreytta borgara á förnum vegi í Fields verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn, drap þrjá og særði aðra alvarlega. Hann var handtekinn og er talinn hafa verið einn að verki. Hann virðist hafa þjáðst af einhverjum andlegum vandamálum og með róttækar skoðanir sem hann hefur mögulega notað til að réttlæta voðaverk sín.

Lögreglan rannsakar nú málið.

Ég finn mjög vel fyrir þessum viðburði. Ég bý um 3 km frá þessari verslunarmiðstöð og er stundum í henni um helgar, jafnvel með krakkana mína. Ég var meira að segja að hugleiða að fara í Fields í gær með krakkana en stráksi sannfærði mig um að hann vantaði ekkert og við fórum því bara út að leika í staðinn. Ef það hefði verið rigning hefði ég sennilega farið með krakkana þangað, enda góð leiksvæði, nóg af matsölustöðum og oft eitthvað um að vera.

Ég vinn á skrifstofu sem er mjög stutt frá sömu verslunarmiðstöð. Ég kem stundum hingað um helgar og gæti alveg undir ákveðnum kringumstæðum hafa verið mjög nálægt skotárásinni.

Þetta snertir mig því töluvert.

En ég furða mig á þeirri örvinglan sem gripið hefur marga. Vinnan sendi tölvupóst seint í gærkvöldi þar sem lokun skrifstofunnar var tilkynnt. Annar póstur í morgun dró svo þá lokun til baka. Lögreglan er að rannsaka málið og er ennþá fjölmenn á svæðinu og það er því sennilega öruggasta svæði Danmerkur þessa stundina. Ofbeldismaðurinn hefur verið handtekinn og engin ummerki fundist um að hann hafi haft samstarfsfélaga með svipaðan ásetning. 

Þetta er því búið og hefur verið síðan í gærkvöldi. Óþarfi að óttast. Sjái ég mann vopnaðan riffli á sakleysislegu rölti mun ég mögulega reyna að forðast hann en lengra nær það ekki.

Þessi yfirgengilegi ótti minnir mig á veirutíma. Þar áttum við að óttast. Óttast dauðann, óttast að smita og smitast, óttast sjúkrahúsvist. Áhættuhópar höfðu verið rækilega kortlagðir vorið 2020 en ennþá er óttanum haldið á lofti og sprautur boðaðar. 

Er svona auðvelt að hræða okkur? Setja líf okkar í ójafnvægi? Réttlæta að skella í lás? 

Já, því miður.

Kannski má rekja það til þess hvað við erum berskjölduð. Okkur er ekki sagt frá leiðum til að styrkja varnir líkamans gegn veiru og við megum ekki bera vopn sem má beita í sjálfsvörn gegn þeim sem nota vopn til að gera árásir. Við erum algjörlega upp á náð og miskunn útkallstíma sjúkrabíla og lögreglubíla komin. Okkur er sagt að við séum örugg, en um leið að við eigum að óttast.

Voff, voff, segir smalahundurinn, og rollurnar hlaupa. Góð leið til að stjórna samfélagi, ekki satt?


Þetta með valdheimildir ríkisins

Ríkið má gera hvað sem er á meðan manni finnst það vera gera góða hluti, ekki satt?

Nei, aldeilis ekki. Þannig virka einræðisríki. Þannig virka alræðisríki einráðra konunga og harðstjóra og aðalritara kommúnistaflokka. Þannig virka ekki stjórnarskrárbundin lýðræðisríki. En á meðan okkur er sagt að ríkisvald með góðan ásetning megi ekki bara segja A og B án lagastoðar og heimilda í stjórnarskrá þá eru margir leynt og ljóst að dáðst að skilvirkni og framtakssemi einræðisherra.

Tvö nýleg dæmi minna okkur á að við ruglum saman góðum ásetningi og girðingum á valdheimildum hins opinbera.

Í frétt á visir.is er stórkostleg fyrirsögn: 

Hæsti­réttur bannar al­ríkinu að fyrir­skipa að­gerðir í um­hverfis­málum

Mér dettur varla í hug óheiðarlegri fyrirsögn.

Öllu heiðarlegri útdráttur á lagatæknilegu máli er að fá í fréttabréfi Oliprice.com, með tilvísun í frétt á sama miðli:

In a blow to US President Biden, the US Supreme Court ruled that the Environmental Protection Agency does not have authority to regulate greenhouse gas emissions from existing coal- and gas-fired power plants. 

Nei, bandaríska alríkinu er ekki bannað að fyrirskipa aðgerðir í umhverfismálum. Því er einfaldlega bannað að stíga út fyrir valdheimildir sínar og fyrirskipa einhvers konar losunartakmarkanir á lofttegund frá rekstri sem nú þegar er til staðar. Og nú er ekki víst að ég þekki allar hliðar málsins en hérna komst dómstóll að þeirri niðurstöðu að Bandaríkin væru ekki undir stjórn einvaldskonungs auk hirðar. Er það alslæmt? Má ekki bara fagna slíku aðhaldi dómstóla óháð ótta við snefilefni í andrúmsloftinu?

Annað dæmi og öllu þekktara er nýlegur úrskurður hins bandaríska hæstarétts að það væri ekki stjórnarskrárvarinn réttur í Bandaríkjunum að geta farið í fóstureyðingu. Ljómandi vel útskýrt hér af lögmanni. Bandaríska alríkið hefur einfaldlega ekki slíkar valdheimildir. Meira að segja fólk sem vill að fóstureyðingar séu sem aðgengilegastar hafði áður sagt að dómur sem gaf alríkinu slík völd væri gallaður séð frá sjónarhóli lögfræðinnar. Bandaríska alríkið er ekki að banna fóstureyðingar. Það er ekki að heimila þær. Það hefur einfaldlega ekki lagaheimild til að geta sett lög um slíkt. Hérna komst dómstóll að þeirri niðurstöðu að ríki Bandaríkjanna væru ríki, ekki sveitarfélög, og fá að ráða sumum málum sjálf, rétt eins og ríki Evrópu jafnvel þótt þau hafi mörg hver framselt sumt af fullveldi sínu til Evrópusambandsins eða skyldra stofnana. Er það alslæmt?

Punkturinn hér er sá að ef við viljum girðingar á valdnotkun hins opinbera þá þurfum við annaðhvort að virða þær eða breyta þeim. Það gengur ekki í réttarríki að ríkisvaldinu sé bannað að skipta sér af einhverju og gerir það samt. Kannski allt í lagi fyrir suma sem styðja tímabundið ásetning yfirvalda um ákveðnar breytingar á samfélagi manna, en engum til lengri tíma.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband