Bloggfærslur mánaðarins, júní 2022
Mánudagur, 6. júní 2022
Það helsta sem er ekki í fréttum
Veirutímar undirstrikuðu mjög mikilvæga lexíu fyrir mér sem ég hafði lært svo vel í kjölfar árásar Bandaríkjamanna og bandamanna inn í Írak árið 1990: Ekki treysta fjölmiðlum.
Ég hafði á sínum tíma fallist á að innrás í Írak væri nauðsynleg en hef í dag kyngt þeirri pillu að ég lét glepjast. Innrásin var ekki réttlætanleg.
Veirutímar hafa nánast frá upphafi verið ótrúverðugir í fjölmiðlum. Man einhver eftir myndböndunum í upphafi árs 2020 sem sýndu fólk í Kína hrynja til jarðar úti á götu og lík lágu úti um allt? Leikrit.
Var okkur sagt í upphafi sumars 2020 að það væri búið að kortleggja áhættuhópana og komast að því að veiran væri eldra fólki mörg þúsund sinnum hættulegri en börnum og að flestir gætu alveg tæklað veiruna með góðum flensuráðum? Svefn, vítamín og þess háttar. Auðvitað ekki.
Okkur var sagt að þrauka, þjást og þola ofríki hins opinbera. Leiðbeiningum um fyrirbyggjandi meðferðir haldið frá okkur. Snemmmeðferðir ekki ræddar. Það mátti ekki einu sinni tala vel um gamla, góða lýsið sem úrræði gegn veiru!
Núna er sjónarspilið allt að bráðna. Sprauturnar hafa reynst gagnslausar eins og sést ágætlega í ríkjum eins og Ástralíu, og vitna ég hér í hugrakkan blaðamann sem fylgist vel með:
Add Australia to the countries seeing an unusual surge in deaths from all causes following mass mRNA shot campaigns . ... The Australian death spike is particularly striking, because Australia had no excess deaths - and little Covid - in 2020 and much of 2021. Thus the usual alternative explanations cannot hold.... Because Australia had so little Covid before vaccinations began, it offers perhaps the clearest picture anywhere of the overall benefits and risks of widespread mRNA shots. Australians are being exposed to Covid largely after being vaccinated. The shots had plenty of time to work their magic.
Dauðsföll í kjölfar sprautu? Já, mörg, og íslenskar tölur gefa eitthvað svipað til kynna. Og dauðsföllin eru ekki bara vegna hjartabilana.
Svona er þetta þegar nýstárlegri og frekar lítið prófaðri tækni er rúllað út til almennings, því miður.
En þetta er auðvitað ekki í fréttum enda ekki hægt að ætlast til að fjölmiðlar segi fréttir. Nei, þeir umorða fréttatilkynningar. Til að fá fréttir og raunverulegar upplýsingar þarf að leita annað.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 5. júní 2022
Hvaða fjölmiðill mun standa vaktina þegar næsta klikkun fer af stað?
Höfum eitt á hreinu: Yfirvöld hafa fengið margar góðar hugmyndir seinustu tvö ár og gripið til margra fordæmalausra aðgerða sem nú er fordæmi fyrir og því verður fylgt aftur við eitthvert tækifærið.
Veirutímar voru notaðir til að handvelja hvaða fyrirtæki máttu starfa, hvað margir heilbrigðir einstaklingar gátu komið saman og hvort heimilt væri að versla án gagnslausrar grímu fyrir vitunum.
Núna er aðeins verið að gæla við einhverja endurtekningu á þessu ástandi, eða eins og Viðskiptablaðið orðar það: Kleppur er víða.
Svo ég spyr mig: Mun Viðskiptablaðið standa vaktina þegar yfirvöld fara á stað aftur og rústa lífum fólks og starfsgrundvelli fyrirtækja?
Frettin.is mun pottþétt gera það, en hvað með aðra fjölmiðla?
Eða verður það enn og aftur undir almennum borgurum komið að þræða vísindagreinar og gögn, krefja yfirvöld um upplýsingar og áætlanir, krefjast aukins gagnsæis og spyrja nauðsynlegra spurninga?
Laugardagur, 4. júní 2022
Fyrir löngu búið að leysa leigubílavandann fyrir fullorðna karlmenn
Skortur á leigubílum er hálfgert einkennismerki Reykjavíkur og þá sérstaklega næturlífsins. Ég heyrði um þriggja klukkustunda bið eftir leigubíl seinasta sumar og var þá feginn að hafa reddað mér úr bænum á annan hátt sjálfur.
Ég er fullorðinn karlmaður og sest því nokkuð rólegur inn í bíl lögbrjóta sem keyra gegn reiðufjárgreiðslu (og hafa þeir í öllum tilvikum keyrt óaðfinnanlega). Hið sama gildir væntanlega ekki um fíngerða kvenmenn sem eru einir á ferð, svo dæmi sé tekið. Þeir vilja helst setjast í bíl með löglegum fagmanni sem sætir eftirlits og er hægt að kvarta undan eða kæra (því nafn hans er ekki á huldu).
Leigubílavandinn er með öðrum orðum leystur fyrir löngu fyrir fullorðna karlmenn, meðal annars með svokölluðum skutlurum. Þeir sem læra á þjónustu skutlara taka ekki leigubíl nema í ýtrustu neyð, þegar ekkert annað er í boði.
Sumir leysa svo vandann einfaldlega með ölvunarakstri eða akstri án gilds ökuskírteinis. Því miður.
Það væri óskandi að sérhæfð fyrirtæki eins og Uber og Lyft væru starfandi á Íslandi. Kannski einhverjar flökkusögur um bílstjóra í Indlandi standi þar í vegi fyrir sjálfsögðum hlut (og flökkusögur um hefðbundna leigubílstjóra látnar eiga sig). Ekki má skrifa þvermóðskuna á umhyggju fyrir fólki sem stundar bíllausan lífsstíl (a.m.k. á meðan það er ölvað).
Langsótt að Uber og Lyft séu velkomin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 3. júní 2022
Frelsi til sölu: 30 þús. krónur á dag
Samkvæmt nýlegum dómi á Íslandi getur ríkisvaldið svipt þig frelsi og lokað þig inni í litlu herbergi án lagastoðar gegn því að borga þér 30 þús. krónur á sólarhring.
Það er kostnaður ríkisins við að taka þig úr umferð og loka þig inni. Ekki þarf lagastoð til að henda þér í litla holu. Nei, gegn því að greiða 30 þús. krónur geta yfirvöld tekið þig af götunni og fleygt þér á bak við læstar dyr.
Er það ekki magnað?
Og svo látum við ennþá eins og það sé stjórnarskrá í gildi sem ver almenning gegn ofríki hins opinbera. Miklu betra kerfi en tími einráðra konunga, ekki satt? Réttarríkið! Lög og regla! Lýðræði! Dómstólar! Þrískipt ríkisvald!
Nema þegar yfirvöld vilja frekar reiða af hendi 30 þús. krónur en að þú ráfir um göturnar eða eigið heimili.
Þegar yfirvöld blása í næsta hræðsluáróður verður gott fyrir yfirvöld að vita af 30 þús. króna reglunni því það er hætt við að fleiri landsmenn gerist óþekkir en undanfarin 2 ár.
Föstudagur, 3. júní 2022
Pólitíkin að leysa vanda? Hvað með að búa hann ekki til?
Lítið áhugamálafélag er nú komið í klemmu. Yfirvöld hafa meinað því aðgangi að æfingasvæði þess vegna þess að starfsemin samrýmist ekki landnotkun samkvæmt aðalskipulagi.
Á meðan er lögreglan á verði og passar að áhugamálafélag geti ekki stundað æfingar á heimavelli, og stundar sjálf samskonar æfingar á nákvæmlega sama svæði. Er það ekki rétt skilið?
Hljómar eins og vandamál sem leysist með því að breyta aðalskipulagi eða túlka það upp á nýtt.
Hvað í ósköpunum segir aðalskipulagið? Segir það hver má kúka í klósettið á svæðinu eða hvort það megi borða skinkusamloku þar?
Nei, það segir eftirfarandi:
Ég sé ekki betur en að örlítil endurtúlkun á texta aðalskipulags geti leyst vandamál áhugamálafélagsins strax í dag.
Áhugamálafélagið biðlar til stjórnmálamanna að leysa vandræði þess og hlýtur sú lausn að vera sú að stjórnmálamenn fjarlægi vandamál sem þeir bjuggu til. Að fjarlægja vandamál sem hið opinbera býr til er besta leið hins opinbera til að leysa vandamál. Mikið meira er ekki hægt að biðja um.
Pólitíkin verður að leysa vandann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 2. júní 2022
Loftslagsbreytingar innandyra
Eitt verður maður að gefa þessum grænu, umhverfisvænu loftslagsprestum: Þeir hafa áhrif á loftslagið - innandyra!
Með því að berjast hrakalega með öllum ráðum gegn olíu og gasi og bruna á þessum eldsneytistegundum stefnir nú í kaldan vetur í Evrópu. Loftslagið innandyra kólnar.
Það er enginn skortur á olíu og gasi. Danir eiga nokkrar lindir sem er einfaldlega búið að ákveða að skoða ekki betur. Í Argentínu er risavaxin gaslind sem enginn hefur lagt í að fjárfesta í, og verða efnahagslegir hvatar þá ekki gerðir að blóraböggli.
Evrópubúar hafa einfaldlega gleymt sér í grænu gleðinni og talið sig vera voðalega græna af því þeir keyra á rafbílum en gleyma því að kolaorkan í Póllandi framleiddi rafmagnið. Þjóðverjar loka kolaorkuverum og telja sig vera umhverfisvæna en þurfa þá bara á gasi að halda í staðinn. Danir framleiða nokkuð af vindorku en þegar er logn þurfa þeir að sækja orkuna til suðurs eða norðurs.
Allt þetta í stað þess að halda einfaldlega áfram að sækja olíu og gas og kol úr eigin bakgarði.
Þetta brothætta kerfi mátti ekki við neinum röskunum í upphafi árs og nú þegar er búið að telja okkur í trú um að viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi virki og að rússnesk orka sé óvelkomin þá hrynur kerfið alveg til grunna. Gasgeymslur eru fjarri því að fyllast nægilega mikið fyrir næsta vetur, orkuverð er í hæstu hæðum og að sliga mörg heimili, olía og gas liggur víða óhreyft í jörðu og verðlag á leið upp eftir peningaprentun veirutímann.
Þær verða því skelfilegar þessar loftslagsbreytingar græningjanna í haust. Innandyra.
Miðvikudagur, 1. júní 2022
Danski tindátinn í Afríku
Það tókst loksins að sannfæra Dani um að afnema undanþágu sína frá aðild að hernaðarbrölti Evrópusambandsins (og þarf þá ekki að spyrja þá aftur). En hvað þýðir það? Hið danska TV2 útskýrir í stuttu máli (en pössum okkur á meintri hlutlægni, enda um fjölmiðil að ræða):
Den danske forsvarsminister kommer fremover til at sidde med ved mødebordet, når de andre EU-landes ministre skal drøfte mulige operationer og det generelle samarbejde på forsvarsområdet.
Afskaffelsen af forsvarsforbeholdet betyder, at Danmark nu kan deltage i de operationer og samarbejder på forsvarsområdet, som vi lige nu er udelukket fra.
Derudover vil Danmark få indflydelse på, hvor i verden EU skal være engageret, og samtidig få retten til at nedlægge veto mod bestemte beslutninger og missioner. Det vil stadig være helt op til Danmark, hvilke operationer vi ønsker at deltage i de enkelte missioner.
Der er i alt 18 aktive missioner i EU 7 militære og 11 civile. De miltære har Danmark indtil nu ikke kunnet deltage i på grund af forsvarsforbeholdet. Her er der blandt andet tale om fredsbevarende styrker i Bosnien og Hercegovina, soldatertræning i Mozambique og piratbekæmpelse i Somalia. Se overblikket over alle missioner her.
Danmark vil med sin indtrædelse i EU's samarbejde om sikkerhed og forsvar også blive en del af PESCO-samarbejdet, som handler om, at medlemslandene forsker, udvikler og på sigt indkøber fælles forsvarsmateriel.
Með öðrum orðum: Það verður auðveldara að sækja sér fallbyssufóður í Danmörku til að væflast um heiminn og þykjast vera að bjarga honum. Ráðamenn Danmerkur fá jú svo mikil áhrif og veigra sér ekki við að standast tískustrauma stjórnmálanna, í Mósambík!
Nú munu danskir ráðamenn fá leyfi til að vera viðstaddir þegar þegnar þeirra eru gerðir að fallbyssufóðri, nema auðvitað að þeir stingi upp á því að fyrra bragði.
Svo verður auðvitað auðveldara fyrir Dani að kaupa vopn og stríðstól. Einmitt það sem heimurinn þarf á að halda. Fá þeir afslátt og spara eða kaupa bara þeim mun meira?
Ég þekki góðan mann sem fór í nokkur skipti með danska hernum til Miðausturlanda til að taka þátt í utanríkismálapólitík Bandaríkjanna þar. Danir þurftu ekki að innlima unga fólkið sitt í fallbyssufóðurdeild Evrópusambandsins til að mega það. Allir mega senda ungt fólk til að styðja við utanríkismálastefnu Bandaríkjanna, rétt eins og margir senda ungt fólk til að deyja í baráttunni gegn sömu stefnu.
En það tókst. Blautur draumur margra rættist. Danir mega nú drekka sama kaffi og fulltrúar Þýskalands og Frakklands og hafa alveg gríðarleg áhrif. Unga fólkið fylgist spennt með á hliðarlínunni til að heyra hvar það eigi að deyja.
Kannski undan ströndum Sómalíu?