Hvaða fjölmiðill mun standa vaktina þegar næsta klikkun fer af stað?

Höfum eitt á hreinu: Yfirvöld hafa fengið margar góðar hugmyndir seinustu tvö ár og gripið til margra fordæmalausra aðgerða sem nú er fordæmi fyrir og því verður fylgt aftur við eitthvert tækifærið.

Veirutímar voru notaðir til að handvelja hvaða fyrirtæki máttu starfa, hvað margir heilbrigðir einstaklingar gátu komið saman og hvort heimilt væri að versla án gagnslausrar grímu fyrir vitunum.

Núna er aðeins verið að gæla við einhverja endurtekningu á þessu ástandi, eða eins og Viðskiptablaðið orðar það: Kleppur er víða.

Svo ég spyr mig: Mun Viðskiptablaðið standa vaktina þegar yfirvöld fara á stað aftur og rústa lífum fólks og starfsgrundvelli fyrirtækja?

Frettin.is mun pottþétt gera það, en hvað með aðra fjölmiðla?

Eða verður það enn og aftur undir almennum borgurum komið að þræða vísindagreinar og gögn, krefja yfirvöld um upplýsingar og áætlanir, krefjast aukins gagnsæis og spyrja nauðsynlegra spurninga?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband