Danski tindátinn í Afríku

Það tókst loksins að sannfæra Dani um að afnema undanþágu sína frá aðild að hernaðarbrölti Evrópusambandsins (og þarf þá ekki að spyrja þá aftur). En hvað þýðir það? Hið danska TV2 útskýrir í stuttu máli (en pössum okkur á meintri hlutlægni, enda um fjölmiðil að ræða):

Den danske forsvarsminister kommer fremover til at sidde med ved mødebordet, når de andre EU-landes ministre skal drøfte mulige operationer og det generelle samarbejde på forsvarsområdet.

Afskaffelsen af forsvarsforbeholdet betyder, at Danmark nu kan deltage i de operationer og samarbejder på forsvarsområdet, som vi lige nu er udelukket fra.

Derudover vil Danmark få indflydelse på, hvor i verden EU skal være engageret, og samtidig få retten til at nedlægge veto mod bestemte beslutninger og missioner. Det vil stadig være helt op til Danmark, hvilke operationer vi ønsker at deltage i de enkelte missioner.

Der er i alt 18 aktive missioner i EU – 7 militære og 11 civile. De miltære har Danmark indtil nu ikke kunnet deltage i på grund af forsvarsforbeholdet. Her er der blandt andet tale om fredsbevarende styrker i Bosnien og Hercegovina, soldatertræning i Mozambique og piratbekæmpelse i Somalia. Se overblikket over alle missioner her.

Danmark vil med sin indtrædelse i EU's samarbejde om sikkerhed og forsvar også blive en del af PESCO-samarbejdet, som handler om, at medlemslandene forsker, udvikler og på sigt indkøber fælles forsvarsmateriel.

Með öðrum orðum: Það verður auðveldara að sækja sér fallbyssufóður í Danmörku til að væflast um heiminn og þykjast vera að bjarga honum. Ráðamenn Danmerkur fá jú svo mikil áhrif og veigra sér ekki við að standast tískustrauma stjórnmálanna, í Mósambík!

Nú munu danskir ráðamenn fá leyfi til að vera viðstaddir þegar þegnar þeirra eru gerðir að fallbyssufóðri, nema auðvitað að þeir stingi upp á því að fyrra bragði.

Svo verður auðvitað auðveldara fyrir Dani að kaupa vopn og stríðstól. Einmitt það sem heimurinn þarf á að halda. Fá þeir afslátt og spara eða kaupa bara þeim mun meira?

Ég þekki góðan mann sem fór í nokkur skipti með danska hernum til Miðausturlanda til að taka þátt í utanríkismálapólitík Bandaríkjanna þar. Danir þurftu ekki að innlima unga fólkið sitt í fallbyssufóðurdeild Evrópusambandsins til að mega það. Allir mega senda ungt fólk til að styðja við utanríkismálastefnu Bandaríkjanna, rétt eins og margir senda ungt fólk til að deyja í baráttunni gegn sömu stefnu.

En það tókst. Blautur draumur margra rættist. Danir mega nú drekka sama kaffi og fulltrúar Þýskalands og Frakklands og hafa alveg gríðarleg áhrif. Unga fólkið fylgist spennt með á hliðarlínunni til að heyra hvar það eigi að deyja.

Kannski undan ströndum Sómalíu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef lengi grunað að þú værir einn af þeim sem sofnaðir ekki fram á borðið í dönskutímum.  Ekkert rangt við það, bara sérstakur.

Bjarni (IP-tala skráð) 2.6.2022 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband