Þægileg innivinna

Alls hafa 46 einstaklingar verið skipaðir af Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra í fjóra starfshópa, eina verkefnisstjórn og eina samráðsnefnd og er þeim ætlað að rýna í sjávarútveginn.

Hljómar eins og þægileg innivinna fyrir vini og vandamenn. Það er ekkert mál að skrifa skýrslur út frá fyrirfram pöntuðum niðurstöðukafla (að það þurfi einhvern veginn að krækja í fjármuni sjávarútvegsins og koma í ríkissjóð og ekki má gleyma kjördæmapoti). 

46 manna hópur er auðvitað alltof fjölmennur og mun ekki komast að neinni niðurstöðu. Þess vegna er sniðugt að skipta honum í allskyns undirhópa og síðan má skrifa tíu blaðsíðna skýrslu og gera vinnu allra hópanna að viðhengjum sem enginn les. 

Loðið orðalag er hérna lykilatriði. Ráðherra þarf að geta túlkað vinnuna og taka tillit til strauma og stefnu stjórnmálanna hverju sinni þegar túlkun er valin.

Þegar kemur að því að brenna fé á báli eru fáir betri en ráðuneytin. Og hérna eru fáir ráðherrar betri en veiru- og liðskiptamálaráðherrann fyrrverandi sem hefur aldrei leyst vandamál en búið til þeim mun fleiri. 


mbl.is Svandís skipar 46 til að rýna í sjávarútveginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Frábært blogg og síðasta línan segir í raun allt sem segja þarf um þennan ráðherra (ráðkonu)!!

Sigurður I B Guðmundsson, 31.5.2022 kl. 21:42

2 identicon

Minnir á verkfræðinginn sem fékk þægilega vinnu við að hanna vatnsleiðslu frá landi til eyja. Nokkuð sem tók heilan dag að leggja og 5 ára krakki með reglustiku hefði getað hannað á innan við mínútu. Og helsta hættan er svo að Vestmannaeyingar verði vatnslausir vegna þess að verkfræðingur hannaði en ekki 5 ára krakki. Þær eru margar þægilegu innivinnurnar.

Vagn (IP-tala skráð) 31.5.2022 kl. 21:45

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Hva, ertu að gefa í skyn að ég hafi ekki skroppið í verksmiðjuna og séð um undirbúning og samræmingu áður en ég skrifaði framleiðslulýsinguna? Og samt slegið framleiðslumet og haldið öllum tíma- og fjárhagsáætlunum? Eða ertu að, sem á fallegri íslensku gæti mögulega kallast, tala út úr rassgatinu á þér?

Geir Ágústsson, 31.5.2022 kl. 21:55

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Sigurður,

Spurningin er kannski sú: Hvenær er hægt að hætta þessu striti og koma sér í einhverja svona nefnd? Kannski kaupa sér hús við hliðina á ráðherranum og færa ráðherra smákökur og rósavín?

Geir Ágústsson, 31.5.2022 kl. 21:56

5 identicon

Átt þú við að þetta sé ekki blogg síðan "Hér tala allir út úr rassgatinu á sér, og eigandinn einna mest."?

Þú þarft fyrst að taka það skref að strita áður en þú getur hætt því. Menn fara í verkfræði eða guðfræði í HÍ þegar þeir hafa sætt sig við það að þeir geta í besta falli þóst gera gagn.

Vagn (IP-tala skráð) 1.6.2022 kl. 00:06

6 Smámynd: Geir Ágústsson

 Vagn,

Ég biðst afsökunar ef ég særði tilfinningar þínar með því að tala illa um 46 manna nefnd Svandísar. Kannski ertu jú einn meðlima og sérð fram á að greiðslur fyrir nefndarsetuna fullfjármagni rafbíl eða sumarleyfið og ekki gott fyrir þig ef það er tekið af þér.

Geir Ágústsson, 1.6.2022 kl. 05:40

7 identicon

Eins og sönnum verkfræðingi þá tekst þér að misskilja hlutina eins illilega og hægt er og draga ályktanir sem byggja ekki á neinu sem áður hefur komið fram. Pirringur minn vegna tjáningar asna á hlutum sem hann hefur hvorki vit né þekkingu á eru ekki særindi og ég starfa ekki hjá ríkinu. Rafbílar mínir og orlofsferðir eru einnig þegar full fjármagnaðar og greiddar. Bravó! Þú náðir engu réttu og eins og í verkfræðinni þá nægir það til að ná prófinu og staðfesta það álit sem fólk hefur á þér.

Vagn (IP-tala skráð) 1.6.2022 kl. 07:49

8 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Geir að þú skulir nenna að svara nafnleysinga sem þolir ekki ljósið frekar en Dragúla skil ég ekki. 

Sigurður I B Guðmundsson, 1.6.2022 kl. 09:45

9 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Kerran viðurkenndi hér á bloggi einu sinni í covidinu

að "við", þ.e.a.s ríkið og kjaftaði óvart frá fyrir

hvern hann/hún vinnur. Þannig að það eru meiri og minni líkur

á því að það séu mörg hjól undir vagninum eftir því hvað

málefnið er. En góður pistill og viðkvæmur fyrir

vinstrisinnaða sem vilja bara eyða almannfé út í loftið og

skiptir engvu máli hvernig og í hvað.

En að þessi ráðherfa fái að sitja áfram er með öllu óskiljanlegt.

Sigurður Kristján Hjaltested, 1.6.2022 kl. 10:02

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Sigurður,

Þegar heimilislausir eru að reyna selja mér tímarit fyrir utan verslanir hérna í Danmörku þá brosi ég alltaf til þeirra og heilsa jafnvel. Ef sölumaður hringir í mig og vill fá mig til að skipta um tryggingafélag þá er ég alltaf kurteis þegar ég afþakka gott boð. Svona er ég einfaldlega vel upp alinn.

Geir Ágústsson, 1.6.2022 kl. 10:49

11 identicon

Sigurður I B, ég hef tekið eftir því að nafnleysi fer mjög í taugarnar á þeim sem ekki geta rökstutt sitt mál og vilja helst fara í manninn frekar en boltann. Rökin fyrir því að jörðin sé ekki flöt eru þau sömu og jafngild sama hvort þau eru sett fram undir nafni og kennitölu eða óræðu höfundarnafni. Ekki veit ég hvort þú sért tilbúið nafn og einhver mynd af netinu. Þú værir e.t.v. sáttari ef ég hefði farið þá leið.

Sigurður Kristján, ég get fullyrt með 100% vissu að ég hef aldrei sagt "við" og átt þar við stjórnvöld, ríkið eða ríkisstarfsmenn. En ég hef notað "við" þegar ég hef talað um þá sem búa á Íslandi (Geir er búsettur í Danmörku), almenning og þá sem ekki taka samsæriskenningabull og falsfréttaþvælu sem heilögum sannleik. Svo vil ég óska þér til hamingju með sölu hægrimanna á hlutum í Íslandsbanka til ættingja sinna og vina, styrkjagreiðslur til fyrirtækja sem greiða eigendum sínum milljarða í arð, lækkun hátekjuskatts og auðlindagjald sem varla borgar frímerkjakostnaðinn hjá fiskistofu.

Vagn (IP-tala skráð) 1.6.2022 kl. 12:27

12 identicon

Þetta blogg er farið að snúast meira um þennan Vagn heldur en málefnið sem þú ert að koma frá þér Geir.. 

Ótrúlegt að þessi manneskja skuli þrjóskast í sama hjólfarinu þegar við erum löngu komnir hringin í kringum Ísland en hann enn fastur í Breiðholtinu.

Hann hlýtur að vera að stokka bloggið þitt Geir enda líður varla klukkutími frá bloggi frá þér og svari frá Vagni. Já, þeir eru erfiðir þessir besservisserar. :)

Þröstur (IP-tala skráð) 1.6.2022 kl. 15:34

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Innivinna já, en mjög misjafnlega þægileg.

Ég hef tvisvar setið í svona starfshópum og aldrei fengið borgað.

Flestir aðrir í hópunum voru ríkisstarfsmenn á fullum launum.

En það var þó allavega frítt kaffi...

Guðmundur Ásgeirsson, 1.6.2022 kl. 20:11

14 Smámynd: Geir Ágústsson

Þröstur,

Ég fagna mannlegum samskiptum á meðan þau snúast ekki um að baktala þriðja aðila, sem enginn er að gera á þessum þræði. Gott mál.

Guðmundur,

Svei! Ég hélt það væru greiðslur og bílastyrkir og hvaðeina. En fyrir ríkisstarfsmann á fullum launum er þetta sennilega bara góð tilbreyting - það er ekki eins og viðskiptavinir bíði eftir þeim í röðum eftir þjónustu. Eða bíði bara aðeins lengur.

Geir Ágústsson, 1.6.2022 kl. 21:20

15 identicon

 "Ég fagna mannlegum samskiptum á meðan þau snúast ekki um að baktala þriðja aðila, sem enginn er að gera á þessum þræði. Gott mál."    Þannig að það að tala illa um og væna jafnvel um lögbrot nafngreinda ráðherra, heilbrigðisstarfsmenn, borgarstarfsmenn, ríkisstarfsmenn og fleira fólk úti um samfélagið sem síðuhöfundur er ekki sammála er ekki að baktala þriðja aðila.

Vagn (IP-tala skráð) 2.6.2022 kl. 02:48

16 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Ég var nú bara að meina, eins og ég held að allir hafi skilið, að hérna er enginn að segja ljóta hluti um útlit eða persónu manneskju, jafnvel þótt sú manneskja þjáist af ákvarðanafælni, láti hugsjónir flækjast fyrir lausnum sem leiðir til þjáninga og stundi jafnvel kjördæmapot þar sem auðlindir fólks og fyrirtækja eru færðar tilteknum kjósendum.

Geir Ágústsson, 2.6.2022 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband