Bloggfærslur mánaðarins, maí 2022

Hafi kannski bara opið næst

Þegar veira fór á stjá brugðust yfirvöld víðast hvar við með örvæntingu og hófu að hlaupa um eins og hauslausar hænur. Almenningur var skelfingu lostinn og lét selja sér hvað sem er, meira að segja þegar nokkrir mánuðir af veiru höfðu kortlagt rækilega hverjir væru í áhættuhópum og hvað væri til ráða til að verja líkama sinn gegn því að veikjast alvarlega.

Yfirvöld lokuðu fyrirtækjum og lofuðu styrkjum en veita svo ekki. Þau létu fólk ganga með grímur sem áttu að verja gegn smitum og því að smita aðra en gerðu ekki. Þau létu skólakrakka dúsa heima hjá sér og unglinga rotna lifandi í einveru og fjarnámi, og íslenskir unglingar virðast hafa verið duglegir að láta segja sér fyrir verkum með tilheyrandi, fyrirsjáanlegu afleiðingum.

En gott og vel, þetta er búið núna ekki satt? Næsta mál?

Ónei. Mikið af hinum nýstárlegu kínversku tilraunum hafa nú verið innleiddar í ýmsa sáttmála og jafnvel löggjöf. Fordæmislausir tímar hafa búið til fordæmi og við næstu örvæntingu verður kippt í alla spottana á ný: Fyrirtækjum lokað og lofað styrkjum en fá ekki, einvera og brottfall barna og unglinga úr skóla og íþróttum, takmarkanir við landamæri og ýmislegt fleira.

Ég legg til að þegar yfirvöld reyna eitthvað svipað aftur að þá hlýði fólk ekki eins og sauðir á leið til slátrunar. Borgaraleg óhlýðni virkar ef hún er nógu útbreidd. Það er ekki hægt að sekta alla endalaust. Veitingastaðir ættu að hafa opið. Líkamsræktirnar sömuleiðis. Grímulaus andlit eins mikið og mögulegt er því einhvern tímann þreytast þeir sem atast í grímulausum á að skipta sér af. Sjálfur hef ég ekki tölu á því hvað ég hef verið beðinn oft um að vera með grímu og það verður auðveldara og auðveldara að svara slíku fjasi með brosi. 

Það átti að útrýma loftborinni veiru með einangrun fólks, grímum og nýstárlegum lyfjum. Það tókst ekki. Hjarðónæmið er hins vegar okkar náttúrulegi varnarmúr, gefið auðvitað að hann fái að byggjast upp. Munum það næst.


mbl.is Ósáttir við synjun á veitingastyrk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um velgengni og baráttuþrek samstilltrar þjóðar gegn ógn

Segir BBC:

As we have just reported, Ukrainian President Volodymyr Zelensky is proposing to extend martial law in the country - but what does that involve?

In Ukraine, it gives the military leadership the power to intervene in areas of civilian life - for example by introducing curfews, prohibiting travel and conducting searches of civilians homes and vehicles.

It also suspends a raft of rights that civilians have in peacetime, including:

    • The inviolability of private homes
    • The right to private correspondence and phone conversations
    • The right to freedom of movement, including to leave Ukraine
    • The right to hold peaceful meetings, rallies, marches and demonstrations
    • The rights to work, carry out entrepreneurial activity and to go on strike
    • The right to education

Under martial law since the invasion, curfews have been imposed at various times in cities around the country.

Men aged between 18 and 60 have been banned from leaving the country, although there are some exceptions, such as fathers of more than three children.

Eins og allir vita er enginn vafi á því að heimurinn er svart-hvítur. Herskylda er bara skrautið á annars fullkomna samstöðu þjóðar.


Það sem vantar í frásögnina

Stjórnvöld í Úkraínu hafa greint frá að björgunaraðgerðir fyrir síðustu hermennina í Azovstal verksmiðjunni í Maríupol væru í gangi í morgun. 

En af hverju núna?

Ekki er langt síðan boðskapurinn væri sá að verja Azovstal og hina löngu töpuðu borg Maríupol. Hérna er hjartnæmt ákall til umheimsins í kjölfar Eurovision um að senda hjálpargögn og annan stuðning til særðra hermanna og óbreyttra borgara (hvergi kemur fram hvernig er hægt að koma hjálpargögnum inn þegar er ekki hægt að koma fólki út). Ekki er langt síðan þau skilaboð bárust um að hermenn myndu aldrei gefast upp í stálveri á ysta jaðri umkringdrar borgar með ekkert augljóst hernaðarlegt gildi fyrir Úkraínu. 

Og núna eru skilaboðin skyndilega sú að hermenn Úkraínu í stálverinu hafi

... fully accomplished all missions assigned by the command.

Hvaða "missions" eru það sem skyndilega, nokkrum dögum eftir ákall um að senda hjálpargögn og yfirlýsingar um að stálverið yrði aldrei gefið eftir, fóru að ganga svona vel og tókst að klára, undir dynjandi sprengjuregni?

Stutta útgáfan er kannski sú að sjálfir nýnasistarnir í stálverinu hafi fengið nóg og beðið um að fá að gefast upp og forsetinn orðið við þeirri bón og dregið til baka fyrirmæli um að þeir ættu að berjast til síðasta manns. Kannski var verið að fela eitthvað sem er búið að losa sig við núna.

Upplýsingaóreiðan er algjör og lyktar af áróðri því miður enda ætti slíkt að vera algjör óþarfi, sérstaklega ef málstaður annars aðilans er miklu betri en hins. 


mbl.is Koma síðustu hermönnunum frá Asovstal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir myndræna framsetningu á ástandinu í Úkraínu

Ég ætla að leyfa mér að mæla með lýsingum og myndrænni framsetningu BBC um ástandið í Úkraínu. Mér finnst hún upplýsandi og miklu betri en stuttu smellibeitufréttir íslensku fjölmiðlana sem fjalla yfirleitt um einhverjar fullyrðingar einhverra embættismanna.

Sjá hér: 

https://www.bbc.com/news/world-europe-60506682

Sem dæmi um notagildi er þetta kort:

Í kringum borgina Kharkiv sjást pílur: Þær úkraínsku benda á borgina og þær rússnesku benda í áttina frá borginni og til suðurs og austurs. Við lesum að Úkraínuher sé að vinna sigra á svæðinu en það er jafnvel líklegt að her Rússa sé einfaldlega að yfirgefa svæðið ("They believe Russian fighters have left, and it is mostly men from the separatist Donbas region they are fighting," sjá hér).

En skiptir munurinn máli? Já, því ef það er verið að saxa niður rússneska herinn þá er það almennt til merkis um að Úkraína sé að vinna á en ef Rússarnir eru einfaldlega að flytja herlið til austurs og suðurs þá er skammgóður vermir að þeir séu að yfirgefa Kharkiv.

Sama hvað, flott kort hjá BBC sem auk skýringatexta veita góða innsýn. Þeir sem vilja rússnesku útgáfuna geta smellt hérna (ef það er ekki búið að loka á þig í því ríki sem þú ert í).


Gott neyðarástand fær aldrei að fara í súginn

Ég er hjartanlega sammála þessum orðum:

Self-proclaimed liberal democracies already showed their true colors during the covid-19 pandemic, when they treated their citizens like mere cattle to be poked and prodded by whimsical technocrats. Now, as the Russo-Ukrainian War rages on, they’re further manifesting their pent-up tyrannical desires.

Fyrir rúmlega 2 árum hefði engum dottið í hug að yfirvöld í vestrænum lýðræðisríkjum gætu eða myndu loka fyrirtækjum og skólum, beita gríðarlegum þrýstingi til að láta almenning taka lítið prófuð og nánast gagnslaus lyf, banna ferðalög og hrópa að þeim sem voga sér að gagnrýna brjálæðið með ásökunum um upplýsingaóreiðu og að boða samsæriskenningar. 

Í nafni baráttunnar gegn staðbundnum átökum á ystu nöf Evrópu er svo enn bætt í og þeir sem einfaldlega benda á svolítið hlutverk Vesturlanda í röð atburða seinustu ára kallaðir stuðningsmenn einhvers útlends forseta sem allir vita að hefur ógeðfellt orðspor. 

Maður spyr sig hreinlega: Hvað næst? 

Veirutímar voru kallaðir fordæmislausir en eru nú orðnir að fordæmi. Það fer að verða svolítið vafasamt að telja vestræn samfélög vera vernduð fyrir ágangi yfirvalda með stjórnarskrám, þrískiptingu ríkisvalds og allskyns sáttmálum um hin og þessi réttindi. Þvert á móti er tilhneigingin víðast hvar að þenja hið opinbera út, skattleggja meira og meira í nafni velferðarkerfis, umhverfis og neyðaraðstoðar, skerða atvinnu- og tjáningarfrelsi, rekja ferðir almennra borgara og kannski á endanum gefa þeim einkunnir fyrir borgaralega hlýðni sem ákvarða hvaða tækifæri standa viðkomandi til boða. 

Hljómar raunar mjög líklega miðað við hvað á undan hefur gengið og hversu auðvelt var fyrir yfirvöld svokallaðra lýðræðisríkja að hirða frelsi, lifibrauð, félagslíf og sparifé þegna sinna, nánast andspyrnulaust.

Og á meðan hefur örlítill hópur vellauðugra manna malað gull og gerir enn í verðbólgunni sem var búin til fyrir þá.

Fer ekki að vera kominn tími til að ranka við sér?


Einfalt gert flókið

Búið er að auglýsa starf sóttvarnalæknis hjá embætti landlæknis enda er sá í þeirri stöðu í dag búinn að segja upp og útskýra þá uppsögn með því að hann hafi sigrast á heimsfaraldri. Auglýsinguna birti ég hér í heild sinni til að leggja áherslu á hvað hún er löng:

Starf sóttvarnalæknis hjá embætti landlæknis

Embætti landlæknis auglýsir starf sóttvarnalæknis laust til umsóknar. Um starf sóttvarnalæknis fer samkvæmt sóttvarnalögum nr. 19/1997 með síðari breytingum, reglugerðum sem og öðrum lögum eftir því sem við á. Í sóttvarnalögum segir að embætti landlæknis beri ábyrgð á framkvæmd sóttvarna undir yfirstjórn ráðherra. Enn fremur að við embætti landlæknis skuli starfa sóttvarnalæknir sem ber ábyrgð á sóttvörnum.  Sóttvarnalæknir er jafnframt sviðsstjóri sóttvarnarsviðs og situr í framkvæmdastjórn embættisins. 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Að bera ábyrgð á framkvæmd sóttvarna og almennum og opinberum sóttvarnaráðstöfunum, þar með talið ráðstöfunum vegna heilsufarslegra afleiðinga sýkla. Starf sóttvarnalæknis tekur einnig til eiturefna, geislavirkra efna og óvenjulegra og óvæntra atburða sem geta haft alvarlegar heilsufarslegar afleiðingar.
  • Skv. 5. gr. sóttvarnalaga er verksvið sóttvarnalæknis aðallega eftirfarandi (vakin er athygli á að endurskoðun sóttvarnalaga er hafin og því kann að verða einhver breyting á):

    1. Að skipuleggja og samræma sóttvarnir og ónæmisaðgerðir um land allt, m.a. með útgáfu leiðbeininga um viðbrögð við farsóttum.
    2. Að halda smitsjúkdómaskrá til að fylgjast með útbreiðslu smitsjúkdóma með öflun nákvæmra upplýsinga um greiningu þeirra frá rannsóknastofum, sjúkrahúsum og læknum.
    3. Að halda skrá um notkun manna á sýklalyfjum sem valdið geta ónæmi sýkla gegn sýklalyfjum.
    4. Að koma upplýsingum um útbreiðslu smitsjúkdóma, innan lands sem utan, með reglubundnum hætti og eftir þörfum til lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna.
    5. Að vera læknum og öðrum, sem við sóttvarnir fást, til ráðgjafar.
    6. Að hafa umsjón með forvörnum gegn smitsjúkdómum, m.a. upplýsingum og fræðslu til almennings um þessi efni.
    7. Að vera tengiliður Íslands við samsvarandi tengilið Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í samræmi við ákvæði alþjóðaheilbrigðisreglugerðarinnar.
    8. Að gera faraldsfræðilega rannsókn á uppruna smits, og eftir atvikum hefja smitrakningu, þegar brotist hefur út hópsýking eða farsótt sem ógnað getur heilsu manna.
    9. Að gera tillögur til ráðherra um hvort gripið skuli til sóttvarnaráðstafana skv. 2. mgr. 12. gr., 13. og  14. gr.
    10. Að taka ákvörðun í tilefni af hættu á útbreiðslu smits frá tilteknum einstaklingi, svo sem um     heilbrigðisskoðun, sóttkví, einangrun eða aðrar nauðsynlegar ráðstafanir, sbr. 14. gr., og eftir atvikum fara með mál fyrir dóm, sbr. 15. gr.
    11. Að opna sóttvarnahús á vegum stjórnvalda, eftir því sem þörf þykir vegna farsótta.

  • Stjórn sóttvarnasviðs.
  • Gerð viðeigandi viðbragðsáætlana í samvinnu við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
  • Önnur tilfallandi verkefni í samráði og samstarfi við landlækni og aðra sviðsstjóra embættisins.

 Hæfniskröfur

 Íslenskt lækningaleyfi ásamt sérfræðimenntun í læknisfræði.

  • Þekking á smitsjúkdómum og faraldsfræði þeirra er skilyrði.
  • Þekking og reynsla á sviði stjórnunar er æskileg.
  • Þekking á sviði stjórnsýslu er æskileg.
  • Reynsla af vísindarannsóknum er æskileg.
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku er skilyrði,  vald á einu norðurlandamáli er kostur.
  • Góð færni til að tjá sig í ræðu og riti.
  • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Framúrskarandi samstarfshæfni og geta til að starfa undir álagi.

Önnur útgáfa

Sem ókeypis þjónusta við mögulega umsækjendur býð ég hér upp á einfaldaða og öllu skiljanlegri starfslýsingu sem er hvorki mótsagnarkennd né veruleikafirrt.

Gjörið svo vel:

Getan til að geta lesið og hlustað á, á íslensku, hvað RÚV endurvarpar frá CNN.

Verði ykkur að góðu!


Töflur og túlkun

Skoðum tvær töflur. Sú fyrri (bls. 23 hér) sýnir umframdauðsföll eftir aldri og tímabili, sú síðari fjölda dauðsfalla sem eru rakin til COVID-19.

Umframdauðsföll

COVID dauðsföll

Hér er ein möguleg túlkun á þessum töflum: COVID-19 lagðist þungt á eldra fólkið og felldi marga en sprauturnar lögðust þungt á yngra fólkið og felldi það.

Eða með orðum annars:

The excess death numbers among age groups less vulnerable to bad Covid outcomes are quite striking. It was [not] Covid that killed these people. It was the alleged mitigation measures that did it.

Hræðilegt, vægast sagt.

Og á eftir að versna. Gögn eru nú að koma upp á yfirborðið sem fá sprauturnar og aðgerðirnar til að líta sífellt verr út. Það skiptir máli að halda utan um svona lagað og hætta allri afneitun því yfirvöld komust að því að þau gátu komist upp með hvað sem er og gætu því auðveldlega freistast til að endurtaka leikinn og ganga jafnvel enn lengra. 

Þótt menn hafi loksins tekið nýjustu veiruna í sátt í bili er þetta ekki búið. Það tókst að banna þér að vinna, láta sprauta þig og fá þig til að einangra börnin þín. Hvað næst?


Ónei, meira málfrelsi!

Dómsmálaráðherra Bretlands er orðinn þreyttur á öllu þessu væli í opinberri umræðu og segir:

I feel very strongly that the parameters of free speech and democratic debate are being whittled away, whether by the privacy issue or whether it's wokery and political correctness. I worry about those parameters of free speech being narrowed.

Hvað á hann við með þessu? Er pólitískur rétttrúnaður og wokery að grafa undan málfrelsinu? Hvernig þá? Hvers vegna?

Ég held að svarið hljóti að vera augljóst en það eru ekki allir á því að þöggun og slaufun séu vandamál fyrir opinbera umræðu. Þvert á móti eru margir sem telja alveg nauðsynlegt að refsa öðrum fyrir að tjá skoðanir sínar og jafnvel bara grínast aðeins. 

Þetta er fólk sem mígur í brækurnar yfir tilhugsuninni að maður að nafni Donald Trump fái aftur aðgang að tvít-reikningi sínum. 

Við sem samfélag reyndum að hunsa þá sem túlkuðu veiru-gögn á annan hátt en ætlast var til.

Við reyndum að hunsa þá sem vöruðu við því að pota í björninn um leið og hann var gerður sífellt nauðsynlegri til að útvega orku.

Við reynum að hunsa þá sem telja að loftslagi Jarðar sé stjórnað af öðru en svolitlu snefilefni hvers losun vill svo til að knýr markaðshagkerfi heimsins áfram og fer í taugarnar á þeim sem vilja annars konar hagkerfi. 

Það skal helst ekki rætt um að þátttaka einstaklinga með karlmannslíkama í kvennaíþróttum sé eins ósanngjarnt og nokkur íþróttakeppni getur orðið.

Við höfum engan áhuga á að heyra um áskoranir ungra drengja í skólakerfinu.

Þeir sem bentu á gagnsleysi nýstárlegra sprautuefna var hent út og smánaðir opinberlega og þurfa nú að berjast fyrir mannorði sínu.

Fólk er svipt ærunni og orðsporinu með einfaldri ásökun á samfélagsmiðlum og jafnvel þótt sú ásökun sé dregin til baka er skaðinn ekki bættur (þótt á því séu undantekningar).

Er dómsmálaráðherra Bretlands ekki að tala um þetta? Mig grunar það og nú skal vörn snúið í sókn, fyrir málfrelsið.


Þetta drepleiðinlega veirutal um ekki neitt

Í fréttum er þetta helst:

Einhver veira sem flestir sigrast auðveldlega á gengur um í samfélaginu. Ekki er talin ástæða til að afnema borgaraleg og stjórnarskrárvarin réttindi. Ekki er talið nauðsynlegt að loka fólk inni og drepa það úr leiðindum. Ekki verður farið í skipulagðar aðgerðir til að keyra fólk og fyrirtæki í þrot. Samfélagið verður ekki gert að bótaþega sem má ekki vinna fyrir sér. Spítalinn virðist geta sinn hlutverki sínu án þess að veina eins og stunginn grís. Landamærin verða opin.

Mér líður stundum eins og í tímavél. Maður les fréttir í dönskum fjölmiðlum um þetta afbrigðið og hitt og skýrslur danskra sóttvarnaryfirvalda um hættuna af hinu og þessu. Danir bregðast við - opna eða loka - og mánuði síðar gera Íslendingar eitthvað svipað eftir að hafa sagt eitthvað svipað.

Nú þegar vísindin eru ekki lengur alþjóðleg þarf hvert ríki að finna upp sín eigin: Gera eigin spálíkön, meta á eigin spýtur hættuna af hinu og þessu og ota sínum eigin sóttvarnalækni í fjölmiðla þar til framboðið er orðið miklu meira en eftirspurnin.

Ef vísindin væru alþjóðleg væri Bill Gates ekki að missa út úr sér núna að COVID-19 er fyrst og fremst sjúkdómur hinna öldruðu. Þetta var vitað mjög snemma og ástæða þess að svokölluð Great Barrington-yfirlýsing var gefin út í október 2020 þar sem lagt var til að verja hina öldruðu með skipulögðum hætti en leyfa samfélaginu að öðru leyti að ganga sinn vanagang. 

Og síðan þá hefur veiran bara orðið meðfærilegri og meðfærilegri og læknanleg með lyfjagjöf og fyrirbyggjandi aðgerðum þótt einkaleyfi stóru lyfjafyrirtækjanna uppskeri lítið fé á slíku. 

Ef vísindin væru alþjóðleg hefðu menn tekið orð suður-afrískra lækna í nóvember 2021 aðeins alvarlegar, skoðað gögnin og opnað samfélagið fyrr. Þess í stað fengu læknar í Suður-Afríku skammir fyrir að draga úr hræðsluáróðrinum og beinlínis beðnir um að ýkja hættuna. 

Ef vísindin væru alþjóðleg væru mannréttindasamtök að þrýsta á kínversk stjórnvöld að hleypa þegnum sínum út úr stofufangelsi sem sumir eru jafnvel að svelta til dauða í

Hinn íslenski sóttvarnarlæknir fór í frí og Íslendingar fengu nýjan heilbrigðisráðherra nánast eins og hendi væri veifað tókst loksins að byggja upp hjarðónæmi á Íslandi. Ekki mátti standa tæpar enda almenningur búinn að gjörsamlega rústa ónæmiskerfinu á sér með öllum þessum sóttvörnum og veiruleikaflótta.

Nýtt afbrigði? Hvað með það!


mbl.is Undirafbrigði Ómíkron „komið víða út í samfélagið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og að skera ost

Fyrirbæri eins og Evrópusambandið, bandaríska alríkið, hið opinbera á Íslandi og auðvitað bara öll önnur einokunarbatterí kunna að skera ost. Ein sneið í einu þar til ekkert er eftir. 

Nú eiga sér stað umræður innan Evrópusambandsins um möguleika sambandsins til að senda ungt fólk í meðlimslöndunum á vígvöll til að deyja fyrir einhvern málstað stjórnmálaelítunnar.

Hingað til hafa öll ríki sambandsins þurft að verða sammála en nú er lagt til að einfaldur meirihluti dugi til að gera foreldra barnlausa og ungmenni að öryrkjum.

Þessu mótmæla fjölmörg aðildarríki en það mun ekki skipta neinu máli til lengri tíma. Ungmenni Evrópu eiga að vera til ráðstöfunar. Því hvað ef Rússarnir láta ögra sér yfir landamæri NATO-ríkis eða inn í umráðasvæði Evrópusambandsins? Þarf ekki að geta brugðist hratt við?

Svona er osturinn skorinn. Undanþágum er fækkað, inngripunum fjölgað, neitunarvald verður að meirihlutakosningu sem að lokum rennur inn í æðstu yfirstjórn sem ræður öllu í nafni fulltrúalýðræðis. 

Þar til ekkert er eftir nema kennitalan og leyfi til að vera sammála yfirvöldum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband