Bloggfærslur mánaðarins, maí 2022

Hlutabréfasafn Bill Gates

Mörg ríki eru nú búin að skilja við svokallaðan heimsfaraldur og hafa tekið upp eðlilegt árferði. Eftirspurn eftir nýstárlegum og stórhættulegum sprautum hefur minnkað og niðurstöður rannsókna á banvænum aukaverkunum þeirra að koma upp á yfirborðið sem og gagnafölsun sprautuframleiðendanna. moderna

Þetta er ekkert fagnaðarefni fyrir suma. Hluthafar sprautuframleiðendanna eru þar á meðal. Væntar tekjur af sprautum eru minni en fyrir nokkrum vikum. Kína með sínar brjálæðislegu takmarkanir er hætt að vera fyrirmyndin og í auknum mæli orðin undantekningin. 

Hvað er til ráða fyrir milljarðamæringa heimsins og strengjabrúður þeirra?

Jú, byrja smátt og smátt að tala upp ótta á ný. 

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO áætlaði nýlega að á bilinu 13,3 til 16,6 milljónir manna hafi farist af völdum kórónuveirufaraldursins á árunum 2020-2021. Er það um þrefalt hærri tala en opinberar dánartölur hafa gefið til kynna og alls ekki eitthvað sem hrá gögn um umframsdauðsföll gefa til kynna nema fyrir háaldraða í sumum ríkjum á ákveðnum tímabilum. 

Hvað þýðir þetta fyrir þig? Jú, haltu í óttann og réttu út handlegginn þegar milljarðamæringar heimsins þurfa að fita hlutabréfasafnið sitt.


mbl.is Dauðsföllin sögð þrefalt fleiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þú, kæri neytandi og borgari, ert greinilega blábjáni

Grípum niður í íslenska orðabók:

Tilboð

Það að eitthvað sé á tilboði þarf alls ekki að þýða að eitthvað sé núna á lægra verði en áður heldur bara að eitthvað sé á verði sem söluaðili telur líklegt að einhverjum finnist gott.

Prófum annað orð:

Útsala

Að eitthvað sé á útsölu þýðir að verð var áður hærra en verður nú tímabundið lægra. 

Dæmi:

Elko selur sjónvarp venjulega á 120 þús. krónur en hækkar síðan verðið í 135 þús. krónur og setur svo á útsölu daginn eftir á 115 þús. krónur. Útsala og engin bréf frá Neytendastofu að fara amast út í það.

Nú má vel vera að Íslendingar láti plata sig og telja að tilboð sé útsala eða að hið opinbera eigi að ráða því hvað kallast gott verð og hvað ekki. Það vill svo til að ég er því ósamála og lít á svona inngrip ríkisvaldsins vera lítið dæmi um álit þess á þér, hinum almenna borgara og neytenda: Að þú sért blábjáni. Og eigir að láta sprauta þig og vita sem minnst um nýnasistahreyfingar í Úkraínu.


mbl.is Bannað að auglýsa tilboð án þess að nefna fyrra verð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Refsiaðgerðir gegn evrópskum neytendum

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir ESB ætla smám saman að banna innflutning á olíu frá Rússlandi. Tillögur að nýjum refsiaðgerðum gagnvart Rússum hafa verið kynntar vegna innrásar þeirra í Úkraínu.

Eða öllu heldur: Refsiaðgerðum gagnvart evrópskum neytendum, því Rússar eru óðum að aðlaga flutningakerfi og innviði að nýjum viðskiptaleiðum.

Pútín ætlar auðvitað að svara fyrir sig. Hann er að hanna eigin refsiaðgerðir. Og hvernig hljóma þær? Jú, að hætta sölu á olíu til Vesturlanda.

Já, þú last rétt. Refsiaðgerðir Evrópusambandsins gagnvart Rússum eru í innihaldi nákvæmlega þær sömu og refsiaðgerðir Rússa gagnvart Evrópusambandinu.

Mögulega erum við í Evrópu bara peð í einhverju valdatafli bandarískra yfirvalda eða einhverra hagsmuna innan bandarísku stjórnsýslunnar. Það þýðir að öllum brögðum verður beitt til að framlengja stríðið, NATO verður stækkað til austurs og tilraunir gerðar til að blóðmjólka rússneska hagkerfið með stríðskostnaði. Allt er þetta auðvitað á kostnað almennra borgara. Og ef marka má sumt af því sem ég hef séð hefur allt þetta farið fram undanfarin ár samkvæmt hönnun: Að skapa ástand sem var óumflýjanlega að fara leiða til röð atburða sem er nú viðhaldið með peningum og vopnum.

En kannski ekki. Kannski bara einn stór misskilningur rekinn áfram af harðstjóra með stórar byssur.

Nú nálgast 9. maí óðfluga og allir sammála um að það þýði að Rússar geri eitthvað. Hvað þetta eitthvað er veit enginn nema Pútín.

Kannski að lýsa yfir sigri og hypja sig heim. Kannski að lýsa yfir stríði og senda málaliðanaflugherinn og sérsveitirnar inn í Úkraínu.

Og peðin horfa á þar til kemur að því að fórna þeim.


mbl.is Vilja banna innflutning á rússneskri olíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hver á að leggja vegina?

Hver á að leggja vegina?Fræg spurning til frjálshyggjumanna þegar þeir leggja til að afnema ríkisafskipti og -rekstur af og á hinu og þessu er:

En hver á að leggja vegina?

Því ef ríkið gerir það ekki þá gerir það enginn, er það nokkuð?

Segjum það, og höldum áfram að spyrja:

En hver á að sinna landhelgisgæslunni?

Jú, Landhelgisgæslan auðvitað! Hún rekur skip og þyrlur og passar að enginn bíræfinn Rússi eða Spánverju steli íslenskum fiskum.

Standi hún einhvern Færeying eða Norðmann að verki getur hún beint fallbyssu að skipi viðkomandi. Hótað valdi. Beitt styrk. Fælt frá. Mætt ögrun með ógn. Einskonar lögregla hafsins með sína lögreglukylfu og handjárn.

Á siglingum sínum um landhelgina getur hún fylgst með miðunum og tilkynnt brot á landhelgi. Varið ykkur, sjóræningjar!

Bara tveir gallar:

En þetta fer örugglega einhvern veginn.


mbl.is Ekki sér fyrir endann á fallbyssuleysi Freyju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vaxtalækkanir

Vaxtalækkanir eru framundan. Töluverðar.

Ástæður: Gjaldmiðillinn að styrkjast, aukinn fjármálastöðugleiki og minni óvissa.

Í Rússlandi.

sögn rússneska seðlabankans

(Vestræna útskýringin er sú að rússneski seðlabankinn sé að lækka vexti til að sporna við kreppu.)

Aðrir hafa bent á að iðnaðarframleiðsla sé líka á uppleið í Rússlandi. Vestrænir blaðamenn í Rússlandi telja að líf almennings sé að mestu eðlilegt og birta myndir af troðfullum verslunum og fólki í rólegheitunum að kaupa í matinn eða kippa nokkrum Carlsberg-bjórum með heim.

Maður spyr sig: Af hverju að kafsigla evrópskum neytendum í orkureikningum og verðbólgu þegar áhrifin eru nákvæmlega engin?

Af hverju að smjaðra fyrir prinsum og furstum og betla meiri olíu frá þeim svo þeir hafi efni á nýjum bandarískum vopnum til að beita gegn eigin þegnum og nágrönnum sínum?

Til að refsa Pútín? Honum gæti ekki verið meira sama. Hann er umkringdur kaupendum að ódýrri orku og hráefnum.

Er áætlun Evrópubúa sú að láta úkraínska hermenn stúta sér í bílförmum með vestræn vopn í hendi? Telja þeir í alvöru að allar þessar viðskiptaþvinganir skipti máli og muni stöðva átökin?

Kannski óheimilar spurningar. Ég þarf kannski að snúa mér aftur að meginstefinu:

  • Engir nýnasistar í Úkraínu sem starfa undir verndarvæng yfirvalda
  • Engin morð á saklausum borgurum í austurhluta Úkraínu seinasta áratug eða þar um bil
  • Engin vafasöm vensl milli yfirvalda og ólígarka Úkraínu og Bandaríkjamanna með áhrif innan bandarískra stjórnmála
  • Pútín er manna verstur og að auki brjálaður og taugaveiklaður
  • Ekkert að sjá hérna, nema rússneska hermenn

Afsakið óhlýðnina. 


Fíll í herberginu

Eins og kom fram hjá Hagstofu Íslands um daginn þá létust töluvert fleiri Íslendingar á fyrsta ársfjórðungi 2022 en undanfarinn áratug - alls 760 dauðsföll sem er um 150 fleiri en undanfarin tvö ár þennan ársfjórðung. Eðlilega spyrja margir sig að því hvort um sé að kenna sprautunum sem fólk er búið að fá allt að fjórum sinnum til að verja sig gegn COVID-19 enda hefur ekkert annað nýtt verið að gerast seinustu ár: Engar hamfarir, stríð eða skyndileg fjölgun háaldraðra. Það var því viðbúið að þetta yrði á einhvern hátt rætt af viðeigandi yfirvöldum þótt ekki væri hægt að treysta blaðamönnum til að spyrja neinna spurninga.

Og vissulega kom svolítill pistill frá sóttvarnalækni á heimasíðu landlæknisembættisins um þetta. 

Af hverju sóttvarnalækni? Jú, því afstaða embættisins er sú að þessi umframdauðsföll megi öll skrifa á veiru sem lagði að velli þá eldri sem nutu ekki sóttvarnatakmarkana:

Þegar öll andlát hér á landi eru skoðuð eftir mánuðum þá kemur í ljós að marktæk fjölgun andláta sást einungis hjá einstaklingum 70 ára og eldri í mars 2022 en ekki í heildarfjölda andláta. Líklega má skýra þessa fjölgun andláta af mikilli útbreiðslu COVID-19 á þessum tíma. Athyglisvert er að marktæk fækkun andláta hjá 70 ára og eldri sást hins vegar í júní til september 2020 og í janúar til mars auk september og október 2021. Þessi marktæka fækkun skýrist vafalaust af þeim sóttvarnaaðgerðum sem þá voru í gildi sem drógu verulega úr sýkingum almennt.

Einfalt, ekki satt? 

Ekki orð um möguleg áhrif umfangsmikillar lyfjagjafar á nýstárlegum lyfjum til veikburða einstaklinga.

En gott og vel, enn og aftur er reynt að selja séríslensk vísindi. Allt í einu eftir 2 ár af heimsfaraldri og þrjár til fjórar sprautur af lítið prófuðum lyfjum með nýstárlega virkni varð mikil útbreiðsla á vægasta afbrigðinu hingað til ekki bara hættuleg þeim elstu heldur beinlínis banvæn. Allt í einu voru elstu hóparnir mættir á pöbbinn og tónleika og sugu í sig veiruna og stóðust henni ekki snúning.

Harðar takmarkanir óháð árstíma eru ástæða þess að dauðsföllum fækkaði og afnám aðgerða ástæða þess að dauðsföllum fjölgaði.

Vafalaust og líklega, að mati sóttvarnalæknis.

Trúir þú þessu? 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband