Þú, kæri neytandi og borgari, ert greinilega blábjáni

Grípum niður í íslenska orðabók:

Tilboð

Það að eitthvað sé á tilboði þarf alls ekki að þýða að eitthvað sé núna á lægra verði en áður heldur bara að eitthvað sé á verði sem söluaðili telur líklegt að einhverjum finnist gott.

Prófum annað orð:

Útsala

Að eitthvað sé á útsölu þýðir að verð var áður hærra en verður nú tímabundið lægra. 

Dæmi:

Elko selur sjónvarp venjulega á 120 þús. krónur en hækkar síðan verðið í 135 þús. krónur og setur svo á útsölu daginn eftir á 115 þús. krónur. Útsala og engin bréf frá Neytendastofu að fara amast út í það.

Nú má vel vera að Íslendingar láti plata sig og telja að tilboð sé útsala eða að hið opinbera eigi að ráða því hvað kallast gott verð og hvað ekki. Það vill svo til að ég er því ósamála og lít á svona inngrip ríkisvaldsins vera lítið dæmi um álit þess á þér, hinum almenna borgara og neytenda: Að þú sért blábjáni. Og eigir að láta sprauta þig og vita sem minnst um nýnasistahreyfingar í Úkraínu.


mbl.is Bannað að auglýsa tilboð án þess að nefna fyrra verð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Greinilegt að Neytendastofa ræður ekki við muninn á þessum hugtökum. Hann er þó augljós.

Þorsteinn Siglaugsson, 5.5.2022 kl. 22:55

2 identicon

ELKO birtir verðsögu allra hluta á vefnum hjá sér og því ólíklegt að þar verði staðið verði í svona æfingum eins og þú nefnir.

Óli Kristján Ármannsson (IP-tala skráð) 6.5.2022 kl. 09:47

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Óli,

Það var kannski ósanngjarnt af mér að nota Elko sem dæmi, en hér er eitt (um Rúmfatalagerinn):

https://www.mannlif.is/frettir/innlent/rumfatalagerinn-haekkadi-verd-a-stol-fyrir-afslattardag-stollinn-odyrari-fyrir-atta-dogum/

Annars ætti að skipta mestu máli hvað viðskiptavininum finnst en ekki hvaða pappírar lenda á borði einhverrar opinberrar stofu. Eða hvernig fór fólk að því að versla áður en Neytendastofa var stofnuð?

Geir Ágústsson, 6.5.2022 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband