Bloggfærslur mánaðarins, maí 2021

Þjóðverjar leita til fyrri reynslu

Lagafrumvarp sem heimilar fólki í Þýskalandi sem hefur verið bólusett gegn Covid-19 ýmislegt sem óbólusettum er óheimilt hefur hlotið mikla gagnrýni. Með nýju lögunum myndu bólusettir ekki þurfa að virða nándarmörk, útgöngubann eða reglur um sýnatöku.

Þjóðverjar og aðrir eru hér ekki að finna upp hjólið heldur einfaldlega framkvæma það sem á nútímamáli heitir endurvinnsla. Saga Evrópu allrar er raunar full af dæmum um hópaskiptingar á samfélaginu þar sem sumir máttu sumt og aðrir ekki.

Að vísu héldu margir að við værum laus við svona lagað en sjaldan er slæm reynsla of oft endurtekin.


mbl.is Rýmri heimildir fyrir bólusetta gagnrýndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nútímaskottulækningar

Erum við að verða vitni að fæðingu nútímalegra skottulækninga?

Það þarf að bólusetja. Annars verður ekki slakað á neinum aðgerðum.

Bólusettir geta samt smitast og borið veiru á aðra. Það má því ekki slaka mikið á aðgerðum.

Veiran leggst þyngra á suma en aðra. Miðum sóttvarnaraðgerðir bara við þá sem veiran leggst þyngst á og gerum ráð fyrir að þeir vaði inn í hópa af fólki með þurra hósta. Allir bólusettir vissulega, en takmarkanir engu að síður.

Eru bóluefni skaðlegri en veiran? Nei, auðvitað ekki. Bóluefni drepa bara þá með ákveðin undirliggjandi einkenni. En hvað með veiruna? Já, sama gildir þar, en stöðvum veiruna fyrir alla en bóluefnin fyrir engan.

En hvað með þetta bóluefni eða hitt? Fyrri skammtur veitir vernd, en ekki næga. Seinni skammtur veitir vernd, en ekki algjöra. Takmarkanir áfram.

Áhættuhópar, hvað er það? Allir, alltaf. Ungir og gamlir, veikir og hraustir.

Þarf þá ekki bara að bera grímu og veiran hrekkur dauð til jarðar af öllum? Já, auðvitað. En það er ekki nóg. Enn eru smit. Þau þarf að rekja. Veiran er vissulega á reiki í samfélaginu, og engum tekst að rekja hana, en smit í Reykjavík þýðir að partý þarf að stöðva á Akureyri.

Hefur einhver smitast við að fara í klippingu, í nudd eða í ræktina? Kannski, kannski ekki. Það gæti gerst. Lokum öllu.

Hvað ef ég vil bruna beint frá flugvelli og upp á öræfi og sjá eldgos með 3000 manns eða hver með 50 manns? Gleymdu því. Þú ert að koma frá útlöndum og með eitthvað afbrigði af veiru.

Afbrigði? Þetta sem er í gangi í Indlandi? Eða Englandi? Eða í Brasilíu? Já. Þau afbrigði. En eru afbrigðin ekki mörg hundruð núna? Jú. En þetta frá Englandi breiðist hraðar út. Er þá England að loka öllu? Nei, opna. 

Jæja, kæra þríeyki. Takk fyrir og bless.


mbl.is Afstaða Dana kemur á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á meðan í Flórída

Sjaldan ratar bandaríska ríkið Flórída í fréttir evrópskra fjölmiðla. Það væri líka svolítið stílbrot. Í Flórída gengur mjög vel að eiga við veiru í næstelsta ríki Bandaríkjanna. Hvernig? Með grímum og lokunum? Með því að setja fólk á landamærum ríkisins í sóttkví?

Superbowl 2021Nei, aldeilis ekki.

Meðal annars var Superbowl haldið í ríkinu um daginn. Tugir þúsunda grímulausra, áfengisdrekkandi gólara sem sátu klukkutímum saman þétt í sætum.

Í gær tók ríkisstjórinn Ron DeSantis aðgerðir sínar skrefinu lengra:

Today, Governor Ron DeSantis was joined by local legislators and small business owners in St. Petersburg where he signed Senate Bill (SB) 2006, landmark legislation aimed at stemming the tide of local and state government overreach.

The bill takes aim at arbitrary lockdowns, vaccine passports and enhances emergency preparedness for future emergencies. ...

The legislation also allows the Governor of Florida to invalidate a local emergency order if it unnecessarily restricts individual rights or liberties. ...

Additionally, the legislation codifies the prohibition of COVID-19 vaccine passports.

Grátkórinn, sem hefur fyrst og fremst hagsmuni íbúa í Flórída að leiðarljósi (ekki nei?), er auðvitað fljótur að endurtaka heimsendaspádóma sína sem rættust ekki seinasta haust þegar ríkið létti á flestum takmörkunum og sem rættust ekki þegar Superbowl var haldið í ríkinu.

Ekkert er nýtt undir sólinni þegar kemur að heimsendaspádómum.

Enn sem komið er hefur enginn sýnt fram á að harkalegar sóttvarnaraðgerðir umfram gömlu leiðbeiningar WHO hafi komið að nokkru gagni.

Ef grímur væru áhrifaríkar þá væri faraldurinn búinn.

Ef lokanir á fyrirtækjum og skólum væru áhrifaríkar þá væri faraldurinn búinn.

En það er hann ekki. Lækningin hefur reynst verri en sjúkdómurinn. Þá er gott að sjá hugrakka leiðtoga stíga fram og segja það sem segja þarf, og fylgja eftir með aðgerðum.


mbl.is Árgangur 1966 boðaður í bólusetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hraðpróf sem hraðall á opnanir

Nánast öll sóttvarnarúrræði eru skárri en að loka fólk inni. Þar á meðal hraðpróf. Danir hafa tekið hraðpróf opnum örmum. Gegn neikvæðu hraðprófi get ég lifað nánast venjulegu lífi og farið út að borða, farið í klippingu og bráðum bíó. Hraðprófið gildir í 72 klst. Ég fór einmitt í eitt slíkt á fimmtudaginn og var kominn með svar hálftíma seinna og fór svo á barinn um kvöldið og hitti þar vini, grímulaus. Æðislegt.

Bretar eru líka að taka hraðprófinu opnum örmum sem tæki til að opna hraðar en ella, skilst mér.

En af hverju ekki Íslendingar? Jú, meðal annars vegna fullyrðinga eins og þessara:

"Um er að ræða hraðpróf sem geta gefið niður­stöðu á um það bil 30 mín­út­um. Þau eru tal­in minna ná­kvæm en PCR-próf, próf­in sem t.a.m. er stuðst við hér­lend­is. Um sól­ar­hring tek­ur að fá niður­stöður úr slík­um próf­um."

Minna nákvæm!

Þetta hefði blaðamaður mátt útskýra aðeins betur.

Jú, hraðpróf greina síður þá sem eru nýbúnir að smitast eða hafa að mestu jafnað sig á veirusmiti. Fleiri veirur þurfa að vera í líkama ef hraðprófið á að greina smit.

Sumir kalla þetta "falskt neikvætt próf".

PCR-prófin eru samt heldur ekki óskeikul, og sérstaklega ekki þegar þau eru stillt mjög næm eins og á Íslandi. Slík próf grípa fólk með dauðar veiruleifar í líkamanum, nokkuð sem smitar engan né skaðar. 

Þetta heitir "falskt jákvætt próf" á mannamáli og mætti alveg eins kallast "of mikil nákvæmni". Heilbrigt fólk sem engan smitar og er ekki í neinni hættu lokað inni. Fyrirtækjum lokað af ótta við að inn í þau streymi fársjúkir veiruberar. Landamærum lokað á fólk sem er bara að reyna rækta fjölskylduböndin eftir meira en ár af hringli í samfélaginu.

Þrátt fyrir að hraðpróf gómi ekki hverja einustu veiru á einstaklingsgrundvelli eru þau samt mjög nothæf til að kortleggja smitútbreiðslu. Danir eru að taka fleiri hundruð þúsund próf, á dag (hraðpróf og PCR-próf). Þetta kostar auðvitað svimandi fjárhæðir, en það gera lokanir líka

Og nú þegar er hægt að kaupa hraðpróf til heimanota þá ætti að vera hægt að hætta þessum svokölluðu sóttvarnaraðgerðum og hnýta aðra fálkaorðu á þríeyki og senda heim. Sóttvarnarlæknir getur þá sinnt sóttvörnum og landlæknir sinnir lýðheilsu og þau tvö takast svo á í stað þess að haltur leiði blindan.


mbl.is Gæti bundið enda á sóttkví
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvær rosalega góðar bækur um stríðið gegn hryðjuverkum

Ég ætla að mæla alveg rosalega mikið með tveimur bókum eftir mann að nafni Scott Horton og fjalla báðar á hvorn sinn hátt um stríðið gegn hryðjuverkum. 

Sú fyrri heitir Fools Errand: Time to End the War in Afghanistan. Þar er meðal annars fjallað um það hvernig Osama bin Laden hafði áttað sig á því að svolitlar hryðjuverkaárásir hér og þar væru ekki að fara hrekja Bandaríkin frá heilögum svæðum múslíma í Miðausturlöndum. Eitthvað meira þyrfti til. Það þyrfti að lokka Bandaríkin inn í endalaust stríð og blæða þeim út á mönnum og peningum eins og gert var við Sovétríkin á sínum tíma. Annað Víetnam. Og það hefur kannski tekist ágætlega.

Bandaríkin hafa skipt um bandamenn í Afganistan oft og títt og jafnvel gert blóðuga morðingja að valdamiklum ráðamönnum. Stríðandi fylkingar skiptast á því að ásaka hverjar aðrar um að hýsa hryðjuverkamenn og notið þess að sjá Bandaríkjamenn sprengja óvini sína í loft upp, þar á meðal konur og börn. Þetta hefur um leið laðað fleiri menn í raðir hryðjuverkamanna, og svona koll af kolli. Í hvert skipti sem Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra sprengja í tætlur konur og börn þá styrkjast raðir hryðjuverkamanna.

Þegar Bandaríkjamenn yfirgefa landið er óumflýjanlegt að það muni taka innfædda nokkur átök í nokkurn tíma áður en einhvers konar jafnvægi kemst á, a.m.k. jafnvægi í skilningi Afganistan. En að Bandaríkjamenn hunskist út er nauðsynlegt.

Eftir stendur svo að allt þetta stríð var sóun á auðlindum og mannslífum. Osama bin Laden var ekki með einhverjar alþjóðlegar höfuðstöðvar þaðan sem hann dældi út hryðjaverkamönnum. Hann var frá degi eitt flóttamaður í eigin landi og faldi sig þar í óþökk yfirvalda, sem á sínum tíma voru Talíbanar sem vildu alls ekki einhverja útlenda hermenn á umráðasvæði sitt.

Síðari bók Scott Horton um stríðið gegn hryðjuverkum heitir Enough Already: Time to End the War on Terrorism. Hún fjallar um allt frá Sýrlandi til Líbýu og hvernig afskipti Vesturlanda af ríkjum Miðausturlanda, Afríku og víðar hefur ekki gert neitt nema styrkja raðir hryðjuverkamanna. Vopn Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra eru sífellt að skipta um hendur, frá því að hafa verið hjá Gaddafi til að enda í höndum yfirlýstra hryðjuverkamanna í Sýrlandi sem vildi svo til að deildu óvini með Bandaríkjunum. Sömu hryðjuverkamenn snúa sér svo við einn daginn og verða að óvinum Bandaríkjamanna og keyra um á bandarískum bílum, vopnaðir bandarískum vopnum, og brytja niður óbreytta borgara annarra Miðausturlandabúa.

Þetta stríð þarf auðvitað að taka enda sem fyrst. Þegar bandarísk vopn eru hætt að sprengja í sundum skóla og spítala og limlesta konur og börn munu færri ungir menn laðast að hryðjuverkasamtökum til að ýta útlendu innrásarliði af móðurjörð sinni. Vandamál eins og Boko Haram þarf auðvitað að leysa en þau samtök eru miklu frekar afurð stríðsins gegn hryðjuverkum frekar en ástæða þess. Og hið sama má segja um fjölmörg önnur hryðjuverkasamtök: Stríðið gegn þeim bjó þau til.

Það þarf nú að vona að Biden guggni ekki í þessu og verði enn einn stríðsforsetinn (Trump hóf ekki eitt einasta stríð sem fyrsti Bandaríkjaforsetinn í þó nokkurn tíma). Byrjunin á kjörtímabili hans lofar ekki góðu en það má alltaf vona.

Báðar bækurnar að ofan lesa sig sjálfar. Ég gat ekki sleppt þeim fyrr en ég var búinn með þær. Takið því frá tíma áður en lesturinn hefst!


mbl.is Markar upphaf endalokanna í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Sjálfstæðisflokkurinn ennþá pólitískt athvarf frjálshyggjumanna?

Á mínum mennta- og háskólaárum var ég skráður meðlimur Sjálfstæðisflokksins í gegnum aðild að Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þar á bæ fóru menn ekki í felur með skoðanir sínar og buðu upp á hvassa penna sem æddu í báknið og voru opinberlega frjálshyggjumenn.

Ég skráði mig úr flokknum þegar Frjálshyggjufélagið var stofnað því svo virtist sem að Sjálfstæðisflokkurinn væri hættur að vera pólitískt athvarf fyrir frjálshyggjumenn.

Sú tilfinning hefur jafnvel bara ágerst með árunum.

Í nýlegu viðtali við Höllu Sigrúnu Mathiesen, formanns Sambands ungra Sjálfstæðismanna, kemur fram margt um hugmyndafræði ungs hægrifólks (ég ætla a.m.k. að leyfa mér að heimfæra skoðanir hennar á ungt hægrifólk almennt).

Sumt var gott og sumt ekki, rétt eins og gildir um tillögur SUS. Það er enginn skortur á stórum og breiðum lýsingum á framtíðarsýninni, yfirlýsingum um að hleypa einkaaðilum að, vinda ofan af aðgerðum og þess háttar. En til hvaða aðgerða á að grípa? Að tala um að endurskoða og ná fram einhverjum breytingum og hugsa upp á nýtt er ekki aðgerðaáætlun. 

Ekki heyrðust orð eins og skattalækkanir og frjálshyggja (nema þegar spyrill kallaði sig brjálaðan frjálshyggjumann).

Minnst var á prinsipp, en hver eru þau? 

Talað var um sjálfstæðisstefnuna, en hvað er það? Þessi samansuða? Halla Sigrún var mjög vandvirk að kalla sig ekki frjálshyggjumanneskju, bara að hún fylgdi einhverri hugmyndafræði.

Ég varð fyrir vonbrigðum. Dropinn holar steininn sagði Halla Sigrún, en geislasverð klífur hann. Reynið frekar að vera geislasverð en dropi.


Gamla góða vinstrið

Alþýðufylkingin þótt lítil sé virðist vera seinasta vígi hins gamla vinstris. Áherslan er á kjör þeirra launalægstu og andstaða við stríðsbrölt hvers konar. Svona talaði vinstrið áður en það fékk gróðurhúsalofttegundir á heilann sem virðast aðallega hafa þau áhrif að stórfyrirtæki hafa greiðari aðgang en áður að fé skattgreiðenda eins og vinstrimaðurinn Michael Moore fjallaði um í heimildamynd sinni Planet of the Humans. Um leið vilja kampavíns-kommúnistarnir á Vesturlöndum að aðgangur fátækra jarðarbúa að ódýrri og hagkvæmri orku sé skertur.

Ég fagna því að gamla „góða“ vinstrið eigi sér svolítið athvarf á Íslandi.


mbl.is Boða til fundar á Ingólfstorgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband