Á meðan í Flórída

Sjaldan ratar bandaríska ríkið Flórída í fréttir evrópskra fjölmiðla. Það væri líka svolítið stílbrot. Í Flórída gengur mjög vel að eiga við veiru í næstelsta ríki Bandaríkjanna. Hvernig? Með grímum og lokunum? Með því að setja fólk á landamærum ríkisins í sóttkví?

Superbowl 2021Nei, aldeilis ekki.

Meðal annars var Superbowl haldið í ríkinu um daginn. Tugir þúsunda grímulausra, áfengisdrekkandi gólara sem sátu klukkutímum saman þétt í sætum.

Í gær tók ríkisstjórinn Ron DeSantis aðgerðir sínar skrefinu lengra:

Today, Governor Ron DeSantis was joined by local legislators and small business owners in St. Petersburg where he signed Senate Bill (SB) 2006, landmark legislation aimed at stemming the tide of local and state government overreach.

The bill takes aim at arbitrary lockdowns, vaccine passports and enhances emergency preparedness for future emergencies. ...

The legislation also allows the Governor of Florida to invalidate a local emergency order if it unnecessarily restricts individual rights or liberties. ...

Additionally, the legislation codifies the prohibition of COVID-19 vaccine passports.

Grátkórinn, sem hefur fyrst og fremst hagsmuni íbúa í Flórída að leiðarljósi (ekki nei?), er auðvitað fljótur að endurtaka heimsendaspádóma sína sem rættust ekki seinasta haust þegar ríkið létti á flestum takmörkunum og sem rættust ekki þegar Superbowl var haldið í ríkinu.

Ekkert er nýtt undir sólinni þegar kemur að heimsendaspádómum.

Enn sem komið er hefur enginn sýnt fram á að harkalegar sóttvarnaraðgerðir umfram gömlu leiðbeiningar WHO hafi komið að nokkru gagni.

Ef grímur væru áhrifaríkar þá væri faraldurinn búinn.

Ef lokanir á fyrirtækjum og skólum væru áhrifaríkar þá væri faraldurinn búinn.

En það er hann ekki. Lækningin hefur reynst verri en sjúkdómurinn. Þá er gott að sjá hugrakka leiðtoga stíga fram og segja það sem segja þarf, og fylgja eftir með aðgerðum.


mbl.is Árgangur 1966 boðaður í bólusetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

En svo er yfirvöldum á Indlandi kennt um að þar sé allt í rugli með veiruna skæðu vegna ónógra sóttvarna og lækningatækja.
Á kosningaári þá verða víst íslendingar að senda þeim einhverja málamynda ölmusu þó svo að Indland sé með eitthvert stærsta hagkerfi heims og þar búi um 1300000000 manns.

Grímur Kjartansson, 4.5.2021 kl. 10:01

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Grímur,

Í Indlandi hafa 160 per milljón dáið "vegna veiru". Heimsmeðaltalið er 414 per milljón. Finnland er með 165 per milljón. 

Heimild: https://www.worldometers.info/coronavirus/

Vissulega eru sum svæði Indlands nú að upplifa mikið álag en heildarmyndin virðist vera sú að Indland ætlar að standa sig mjög vel og kannski búnir að toppa (í bili). 

https://www.worldometers.info/coronavirus/country/india/

Geir Ágústsson, 4.5.2021 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband