Nútímaskottulækningar

Erum við að verða vitni að fæðingu nútímalegra skottulækninga?

Það þarf að bólusetja. Annars verður ekki slakað á neinum aðgerðum.

Bólusettir geta samt smitast og borið veiru á aðra. Það má því ekki slaka mikið á aðgerðum.

Veiran leggst þyngra á suma en aðra. Miðum sóttvarnaraðgerðir bara við þá sem veiran leggst þyngst á og gerum ráð fyrir að þeir vaði inn í hópa af fólki með þurra hósta. Allir bólusettir vissulega, en takmarkanir engu að síður.

Eru bóluefni skaðlegri en veiran? Nei, auðvitað ekki. Bóluefni drepa bara þá með ákveðin undirliggjandi einkenni. En hvað með veiruna? Já, sama gildir þar, en stöðvum veiruna fyrir alla en bóluefnin fyrir engan.

En hvað með þetta bóluefni eða hitt? Fyrri skammtur veitir vernd, en ekki næga. Seinni skammtur veitir vernd, en ekki algjöra. Takmarkanir áfram.

Áhættuhópar, hvað er það? Allir, alltaf. Ungir og gamlir, veikir og hraustir.

Þarf þá ekki bara að bera grímu og veiran hrekkur dauð til jarðar af öllum? Já, auðvitað. En það er ekki nóg. Enn eru smit. Þau þarf að rekja. Veiran er vissulega á reiki í samfélaginu, og engum tekst að rekja hana, en smit í Reykjavík þýðir að partý þarf að stöðva á Akureyri.

Hefur einhver smitast við að fara í klippingu, í nudd eða í ræktina? Kannski, kannski ekki. Það gæti gerst. Lokum öllu.

Hvað ef ég vil bruna beint frá flugvelli og upp á öræfi og sjá eldgos með 3000 manns eða hver með 50 manns? Gleymdu því. Þú ert að koma frá útlöndum og með eitthvað afbrigði af veiru.

Afbrigði? Þetta sem er í gangi í Indlandi? Eða Englandi? Eða í Brasilíu? Já. Þau afbrigði. En eru afbrigðin ekki mörg hundruð núna? Jú. En þetta frá Englandi breiðist hraðar út. Er þá England að loka öllu? Nei, opna. 

Jæja, kæra þríeyki. Takk fyrir og bless.


mbl.is Afstaða Dana kemur á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Skottulækningar eiga vel við skotturökfræði dauðsfalla skráningarinnar. Ef ég man rétt þá var meðalaldur þeirra sem hafa verið skráðir dánir úr kóvít hér á landi í kringum 87 ára aldurinn.

En ef fólk deyr eftir kóvít bólusetningu þá hefur bóluefnið ekkert með það að gera, engin tengsl þar á milli, ungt fólk heldur jú áfram að veikjast og deyja, og gamlingjar deyja úr undirliggjandi og elli.

En ef skotturökunum er snúið á sama hvolf kóvít dauðsföllunum sem svo eru skráð, burt séð frá aldri og hvort fólk dó úr lungnabólgu eða hjartaáfalli, svo lengi sem það bara hafði fengið kóvít.

Þannig ættu allir sem deyja eftir bólusetningu að hafa dáið af völdum alvarlegrar aukaverkunar bólusetningar.

Það er allt eins hægt að bólusetja fólk við bílslysum eins og kvefi með sömu vísindum.

Magnús Sigurðsson, 4.5.2021 kl. 21:36

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ef það er ekki hægt að slaka á neinum aðgerðum eftir að hafa bólusett hér 25% af þýðinu, þá er verið með því að segja okkur svo ekki verður um villst að bóluefnið virkar ekki, ekki frekar en saltvatn.

Sem gerir bóluefnið ekkert sérlega spennandi.

Ásgrímur Hartmannsson, 4.5.2021 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband