Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2021
Mánudagur, 12. apríl 2021
Jahérna!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mælir fyrir tveimur frumvörpum um ávana- og fíkniefni í dag. Annað þeirra snýr að afglæpavæðingu neysluskammta og hitt að iðnaðarhampi.
Þetta eru ótrúlegar fréttir. Alveg ótrúlegar. Ég átti bara alls ekki von á því að svona lagað kæmi fram frá íslenskum vinstrimanni. Alls ekki. Nú er kastljósið á hinum svokölluðu hægrimönnum Alþingis: Munu þeir styðja þetta frábæra fyrsta skref eða finna á því einhverja tæknilega vankanta og sitja hjá eða kjósa á móti?
Vonandi verður næst á dagskrá að afglæpavæða fermingaveislur, giftingar, tónleika, íþróttamót og heimsóknir til vina og ættingja. Þá fer árið 2021 að líta betur út en 2020.
![]() |
Mælir fyrir frumvarpi um afglæpavæðingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 11. apríl 2021
Allt frekar afslappað
Ég þakka guði að vera úti í Svíþjóð þar sem allt er frekar afslappað segir Hallbera Gísladóttir, landsliðskona í knattspyrnu, sem býr í Svíþjóð þar sem hún leikur með AIK í Stokkhólmi. Tilvitnunin er úr frétt Viðskiptablaðsins. Sem betur fer birti DV ekki þessa tilvitnun. Þá hefðu virkir í athugasemdum eflaust skotið púðurskotum sínum á unga konu sem er sátt við að fá að iðka íþróttir og eiga sér eðlilegt og afslappað líf.
Sama frétt segir líka frá því að smitum í Svíþjóð hafi fjölgað mjög á árinu. Það er rétt. En hvað með dauðsföll? Hvað með álagið á heilbrigðiskerfið? Þar er ekkert að frétta. Smitum hefur fjölgað! Smit! Smit! Smit! Og allt samt svo afslappað! Tómir spítalar og ekkert að gerast, en smit! Ekkert samhengi, takk. Smit, smit, smit!
Danir hafa boðað nánast algjöra opnun samfélagsins í lok maí enda verður þá búið að bólusetja alla áhættuhópa og aldraða, auk aðstandenda. Á Íslandi er eina áætlunin einhver tilvitnun í Kára Stefánsson í hlaðvarpi og auðvitað nýleg ummæli sóttvarnarlæknis um fíkniefnalaust... afsakið, veirulaust Ísland árið 2021.
Þjóðhátíð í Eyjum 2021? Líklega ekki.
Föstudagur, 9. apríl 2021
Vísindin segja þeir
Spánn er land í Vestur-Evrópu með allar þær stofnanir og innviði sem við þekkjum á Norðurlöndum. Þar var þar til nýlega grímuskylda á gestum strandlengja.
Henni hefur nú sem betur fer verið aflétt.
Ætli vísindin hafin ráðið för eða mótmæli almennings?
Ætli vísindi séu rót sóttvarnaraðgerða eða bara handahófskenndur yfirgangur sem stoppar ekki fyrr en fólk spyrnir við fótum?
Vísindin voru yfirgefin fyrir um ári síðan. Sóttvarnir hættu að vera persónulegar fyrir um ári síðan. Fyrir um ári síðan urðu þær að stjórntæki. Þegar ný og óþekkt veira og lítt rannsökuð fór á stjá tók fólk undir hvað sem er. Núna, ári síðar, þarf að spyrna við fótum.
![]() |
Ekki lengur grímuskylda á ströndinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 9. apríl 2021
Þórólfur og félagar: Ragnar Reykás nútímans
Ég rakst á þennan skemmtilega þráð sem er vel þess virði að deila:
Fimmtudagur, 8. apríl 2021
Álag og óvissustig
Landspítalinn er á óvissustigi svokölluðu þótt þar liggi ekki einn einasti COVID-sjúklingur inni. Kannski álagið á spítalann megi því skrifa á sóttvarnaraðgerðir frekar en sjálfa sóttina. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala, segir frá:
Jafnvel þó við sem heilbrigðisstofnun séum undanþegin þegar kemur að sjúklingum og heilbrigðisþjónustu þá er náttúrulega mjög margt sem fer fram innan spítala, fundir og kennsla og ýmislegt þar sem við verðum að hlíta almennum reglum eins og um fjölda sem má koma saman og fjarlægð á milli fólks, viðveru í matsölum og svo fram vegis.
Svo já: Geta spítalans til að rækta skyldur sínar er takmörkuð vegna sóttvarnaraðgerða, ekki sóttarinnar sjálfrar.
Ætli orðið "óvissustig" sé skot á sóttvarnarlækni? Að það ríki svo mikil óvissa um aðgerðir að spítalinn þarf að vera á óvissustigi?
![]() |
Færri innlagnir en spítalinn óttaðist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 7. apríl 2021
Stjórn og stjórnarandstaða
Ungir jafnaðarmenn krefjast þess að Alþingi verði kallað saman án tafar svo renna megi skýrum lagastoðum undir nauðsynlegar sóttvarnir á landamærum.
Lesist: Að lögreglan fái lagaheimild til að sækja fólk á flugvöllinn og keyra í hús þar sem það þarf að hírast í þeirri tegund sóttkvíar sem orðabókin telur eiga við um dýr:
það þegar maður þarf að halda sig fjarri öðrum vegna hættu á útbreiðslu smitsjúkdóms
2
það þegar dýr er vistað á sérstökum stað í ákveðinn tíma vegna hættu á útbreiðslu smitsjúkdóms
![]() |
Alþingi samþykki nauðsynlegar sóttvarnir á landamærum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 7. apríl 2021
Þegar blaðamenn vinna vinnuna sína
Texas-ríki Bandaríkjanna opnaði allt fyrir um mánuði síðan. Myndin hér er tekin fyrir nokkrum dögum:
Á sama tíma heldur smitum áfram að fækka. Hvernig stendur á því? Er það vegna loftslagsins? Eða af því fólk er að borða meira úti og dreifa sér á fleiri staði nú þegar allt er opnað? Eða fer fólk varlega án boðorða frá yfirvöldum?
Sóttvarnarlæknir Bandaríkjanna, hinn óskeikuli og alvitri Dr. Anthony Fauci, mætti blaðamanni fyrir skömmu (blaðamanni sem vinnur vinnuna sína) og spurði hvernig gæti staðið á því að þótt allt sé opið er smitum að fækka.
Svörin eru kostuleg, og má lesa þau (og sjá) í umfjöllun ZeroHedge. Dæmi:
"I am not really sure, it could be because they are doing things outdoors, you know it is very difficult to just one-on-one compare that...I hope they continue to tick down, if they do that would be great. But there is always the concern that when you pull back on methods, particularly things like indoor dining, or bars that are crowded...you could see a delay, then all of a sudden cases tick back up."
Í stuttu máli: Dr. Fauci veit ekki af hverju smitum fjölgar ekki. Hann veit ekki af hverju þeim fækkar. Hann veit með öðrum orðum ekki hvernig veiran smitast og hegðar sér en um leið vill hann að fyrirtækjum sé lokað og fólk noti grímur.
Annað hvort veit hann eitthvað og er marktækur þegar kemur að sóttvarnaraðgerðum, eða ekki. Hann getur ekki bæði játað vanþekkingu og ætlast til að vera hlýtt. Það er eins og að páfinn játi að hann viti nú ekki mikið um Guð og Jesú en vill samt ráðstafa sunnudögum þínum og halda ræðu fyrir þig einu sinni í viku.
Þar með er ekki sagt að allar tilgátur hans séu vitlausar. Með því að opna allt, inni og úti, er til dæmis hægt að dreifa fólki betur: Á fleiri staði, í fleiri verslanir.
Ég samgleðst innilega íbúum Texas-ríkis, og öllum sem streyma nú með lögheimili sín til ríkisins, fyrir að hafa endurheimt líf sitt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 6. apríl 2021
Á meðan, í Bandaríkjunum
Þriðjudagur, 6. apríl 2021
Langur er armur sóttvarnarlæknis
Alltaf þegar er búið að innleiða ströngustu sóttvarnaraðgerðir hingað til er talað eins og aldrei megi taka vægari skref.
Þríeyki fengu fálkaorðu fyrir tíma sóttvarnarfangelsa, andlitsgríma og þrefaldrar skimunar á landamærum.
Hvernig í ósköpunum gátu þríeyki þegið fálkaorðu fyrir slíkt kæruleysi?
Þríeyki fengu fálkaorðu fyrir að tala um að fletja út kúrvur og verja heilbrigðiskerfið fyrir of miklu álagi. Nú er óbeint talað um að reyna útrýma veirunni með öllu.
Hvernig í ósköpunum gátu þríeyki þegið fálkaorðu þegar þau töldu að flatar kúrvur væru nóg?
Sóttvarnaryfirvöld eru að lengja arm sinn og eru núna beinlínis farin að heimta lagasetningu sem meinar fólki frá því að sinna sóttkví á eigin heimili, í eigin landi. Fyrir ári síðan hefði slíkt verið kallað fáránlegt en dropinn holar steininn og bráðum sættir almenningur sig við sóttvarnaraðgerðir að eilífu.
Nema auðvitað almenningur spyrni við fótum.
![]() |
Úrskurður geti hleypt sóttvörnum í uppnám |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 6. apríl 2021
Nýyrðasmíðin
Undanfarna 12 mánuði hefur fjöldi nýrra orða í íslensku tali vaxið svo mikið að þeir hjá íslenskri orðabók hljóta að vera vinna langa daga að halda utan um þau.
Hin nýju orð eiga margt skylt með eldri orðum. Tökum orðið gæsluvarðhald sem dæmi:
tímabundin frelsisskerðing sem beitt er í þágu rannsóknar sakamáls, varðhald
Síðan er það orðið sóttkví:
það þegar maður þarf að halda sig fjarri öðrum vegna hættu á útbreiðslu smitsjúkdóms
2
það þegar dýr er vistað á sérstökum stað í ákveðinn tíma vegna hættu á útbreiðslu smitsjúkdóms
![]() |
Skyldudvöl dæmd ólögmæt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)