Þegar blaðamenn vinna vinnuna sína

Texas-ríki Bandaríkjanna opnaði allt fyrir um mánuði síðan. Myndin hér er tekin fyrir nokkrum dögum:

unnamed

Á sama tíma heldur smitum áfram að fækka. Hvernig stendur á því? Er það vegna loftslagsins? Eða af því fólk er að borða meira úti og dreifa sér á fleiri staði nú þegar allt er opnað? Eða fer fólk varlega án boðorða frá yfirvöldum?

Sóttvarnarlæknir Bandaríkjanna, hinn óskeikuli og alvitri Dr. Anthony Fauci, mætti blaðamanni fyrir skömmu (blaðamanni sem vinnur vinnuna sína) og spurði hvernig gæti staðið á því að þótt allt sé opið er smitum að fækka.

Svörin eru kostuleg, og má lesa þau (og sjá) í umfjöllun ZeroHedge. Dæmi:

"I am not really sure, it could be because they are doing things outdoors, you know it is very difficult to just one-on-one compare that...I hope they continue to tick down, if they do that would be great. But there is always the concern that when you pull back on methods, particularly things like indoor dining, or bars that are crowded...you could see a delay, then all of a sudden cases tick back up."

Í stuttu máli: Dr. Fauci veit ekki af hverju smitum fjölgar ekki. Hann veit ekki af hverju þeim fækkar. Hann veit með öðrum orðum ekki hvernig veiran smitast og hegðar sér en um leið vill hann að fyrirtækjum sé lokað og fólk noti grímur.

Annað hvort veit hann eitthvað og er marktækur þegar kemur að sóttvarnaraðgerðum, eða ekki. Hann getur ekki bæði játað vanþekkingu og ætlast til að vera hlýtt. Það er eins og að páfinn játi að hann viti nú ekki mikið um Guð og Jesú en vill samt ráðstafa sunnudögum þínum og halda ræðu fyrir þig einu sinni í viku.

Þar með er ekki sagt að allar tilgátur hans séu vitlausar. Með því að opna allt, inni og úti, er til dæmis hægt að dreifa fólki betur: Á fleiri staði, í fleiri verslanir. 

Ég samgleðst innilega íbúum Texas-ríkis, og öllum sem streyma nú með lögheimili sín til ríkisins, fyrir að hafa endurheimt líf sitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband