Bloggfærslur mánaðarins, október 2013
Fimmtudagur, 31. október 2013
Hvað kostar aðgangur að eldhúsi Ögmundar?
Ögmundur Jónasson er yfirlýstur sósíalisti og vill að ríkisvaldið eigi sem mest, stjórni sem flestu af því sem það á ekki og hafi yfirleitt puttana í öllu sem fram fer í samfélaginu.
Hann vill ekki að neinn eigi landskika sem einhverjum finnst vera fallegur áhorfs, svokallaðar "náttúruperlur". Ríkisvaldið á að ráða því hver fær að heimsækja slíka landskika og hver ekki, og á hvaða skilmálum. Hann vill að ríkisvaldið verji slíkt land (eða eyðileggi, ef þannig liggur á því). Hann vill e.t.v. umbera eignarhald "einkaaðila" (ekki-ríkisins) en þeir eigendur eiga að hleypa öðrum inn á land sitt eftir ákvörðunum frá Stjórnarráði Íslands.
Gott og vel. En á Ögmundur ekki hús? Stendur það hús ekki á lóð? Gæti ekki verið að einhverjum finnist sú lóð falleg? Gæti ekki verið að sumum fyndist best að horfa á lóðina út um gluggann í eldhúsinu?
Spurningin sem þá er eftir: Hvað kostar aðgangur að eldhúsi Ögmundar (ef eitthvað) og hver ákveður hver fær að ganga þar inn og hver ekki? Er það Ögmundur, eða einhverjir aðrir en Ögmundur?
Enda á ég Kerið og borga ekki krónu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 24. október 2013
Skynsamleg afstaða
Stjórnendur fyrirtækja trúa því að þegar krónan veikist sé veikingin varanleg en þegar krónan styrkist sé það einungis tímabundið. ...
Samkvæmt gögnum frá Seðlabanka Íslands brugðust stjórnendur fyrirtækja við um 30% gengisveikingu á fyrri hluta ársins 2008 með því að hækka vöruverð í um 60% tilvika. Aftur á móti þegar krónan styrktist á fyrri hluta ársins 2007 um 10% hafi þeir kosið að bregðast ekki við breytingunni í um 75% tilvika, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í viðskiptablaði Morunblaðsins í dag.
Þetta er mjög skynsamleg afstaða. Ég tek eftir því að ekki er minnst á hagnaðarhlutföll fyrirtækja (kannski er það gert í prentútgáfunni?). Þau hafa örugglega haldist svipuð þótt vöruverð hafi verið hækkað umfram rýrnun á kaupmætti krónunnar.
Stjórnendur fyrirtækja eru skynsamir þegar þeir trúa ekki á framtíðarkaupmátt krónunnar. Krónan er sífellt að rýrna. Hið sama gildir um flestar aðrir myntir heimsins. Það að mismunandi gjaldmiðlar séu að rýrna mismikið miðað við hvern annan er gallaður mælikvarði. Ef danska krónan rýrnar um 5% á ári, en íslenska krónan bara um 4%, þá er stundum gefið í skyn að krónan sé að styrkjast gagnvart dönsku krónunni. Það er villandi.
Þegar mælikvarði allra viðskipta er óútreiknanlegur þá verður nánast ómögulegt að stunda viðskipti nema gera skynsamlega ráð fyrir því versta en vona það besta.
Stjórnendur trúa ekki að styrking krónu sé varanleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 16. október 2013
Væri ekki í fyrsta skipti
Þeir sem fá allar sínar fréttir frá fréttastofum fjölmiðlanna fá bara hálfa söguna.
Bandaríska alríkið og mörg ríkja Bandaríkjanna hafa oft þurft að svíkja lánadrottna sína og lýsa yfir gjaldþroti að hluta. Ekki hrundi himininn við það.
Between 1841 and 1843 eight states and one territory defaulted on their obligations, and by the end of the decade four states and one territory had repudiated all or part of their debts. These debts are properly seen as sovereign debts both because the United States Constitution precludes suits against states to enforce the payment of debts, and because most of the state debts were held by residents of other states and other countries (primarily Britain). ...
In spite of the inability of the foreign creditors to impose direct sanctions, most U.S. states repaid their debts. It appears that states repaid in order to maintain their access to international capital markets, much like in reputational models. The states that repaid were able to borrow more in the years leading up to the Civil War, while those that did not repay were, for the most part, unable to do so. States that defaulted temporarily were able to regain access to the credit market by settling their old debts. More surprisingly, two states that repudiated a part of their debt were able to regain access to capital markets after servicing the remainder of their debt for a time.
Hérna er önnur (sem ég fann tilvísun í hér):
Pundits tell us that the US government has never defaulted on its debts. However, this generalization overlooks the very significant defaults of 1933 and 1862. ...
Governments often effectively default on their debts through inflation. Under a fiat money regime, they can always print enough legal tender money to pay off their debts. The only catch is that the money will not be worth as much as it was before.
Í stuttu máli: Það er ekkert nýtt undir sólinni. Bandaríska ríkið er fyrir löngu orðið gjaldþrota, og núna þarf að taka til eða skella í eins og eina óðaverðbólgu.
Greiðslufall blasir við ríkissjóði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Þriðjudagur, 15. október 2013
Til merkis um hugleysi ríkisstjórnarinnar
Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 59,9% samkvæmt nýrri könnun MMR um fylgi stjórnmálaflokka.
Þetta eru magnaðar niðurstöður ef hugsað er til þess hvað þarf að taka margar umdeildar ákvarðanir til að rétta ríkisskútuna af og hleypa lífi í hagkerfið að nýju. Stuðningur ætti að vera miklu, miklu lægri. Þessi mikli stuðningur er til merkis um að ríkisstjórnin þorir ekki að taka umdeildar ákvarðanir og ætlar að draga lappirnar í öllu sem skiptir máli.
Megi óvinsælar en nauðsynlegar ákvarðanir á næstu misserum valda helmingun þessara vinsælda að minnsta kosti, og megi jákvæð áhrif þeirra ákvarðana vera komin í ljós við næstu kosningar, þannig að ríkisstjórnin haldi áfram að þora að vera umdeild og láti erfiðu verkefnin ekki hræða sig.
59,9% styðja ríkisstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 9. október 2013
Í stað þess að grýta höfnina ætlum við að sigla í strand
Hið íslenska heilbrigðiskerfi er smátt og smátt að geispa golunni í kæfandi faðmlagi ríkisvaldsins. Þannig er það. Engin raunveruleg umræða er um að koma á samkeppni á markaði heilsbrigðisgæslu á Íslandi (eitthvað sem virðist vera svo mikilvægt á öðrum sviðum), sveigjanleika (sem allur rekstur þarf á að halda til að aðlagast breyttum aðstæðum) eða stjórnmálamönnum úr rekstri heilbrigðisstofnana (ekki er saga ríkisfyrirtækja glæsileg).
Þess í stað er talað um að kreista almenning aðeins meira aðeins lengur til að stoppa í lekana á húsnæði Landsspítalans og moka myglusveppnum úr svefnherbergjum starfsfólksins. Plástrar á blæðandi svöðusár, í skiptum fyrir áframhald svíðandi skattheimtu.
Dettur engum í hug að ríkisvaldið geti einfaldlega hætt að stunda um 90% af ríkisrekstri dagsins í dag til að einbeita sér að því sem þó er talið þjóðþrifamál að ríkisvaldið sjái um, t.d. rekstur heilbrigðiskerfis að sovéskri fyrirmynd?
Rekstrarkostnaður ríkisins á liðnu ári nam um 3,1 milljón króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Að teknu tilliti til fólksfjölgunar var rekstur ríkisins tvöfalt dýrari að raunvirði á síðasta ári en 1980. Þegar tekið er tillit til kostnaðar sveitarfélaganna má ætla að rekstrarkostnaður hins opin bera hafi numið um 5,5 milljónum króna á hverja fjölskyldu. Með öðrum orðum: rekstur hins opinbera kost aði hvert heimili að meðaltali um 450 þús und krónur í hverjum mánuði. Árið 1980 var mánaðarlegur kostnaður innan við 180 þúsund krónur á verðlagi síðasta árs.
Var þó bæði heilbrigðiskerfi og vegakerfi á Íslandi á því herrans ári 1980, og meira að segja lögregla og löggjafarvald, lambakjöt í kælum matvöruverslana og ýmislegt fleira sem fólk þakkar hinu sífellt fjárþyrstara ríkisvaldi fyrir.
Þingmenn ræða nú um það hvort áfram eigi að grýta höfnina eða hvort hreinlegra sé ekki bara að halda áfram að sigla skipinu í strand, en á aðeins minni hraða en áður.
Megi þingmönnum bráðum vaxa hreðjar ella búa sig undir samningaviðræður við lánadrottna ríkisvaldsins um afskriftir eða gjaldþrotaskipti.
Rætt um 3 milljarða til spítalans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 9. október 2013
Fulla ferð að bjargbrúninni
Í Bandaríkjunum ætla menn greinilega að halda áfram að keyra fulla ferð áfram að bjargbrúninni, og fljúga svo fram af henni.
Hvernig kemur þú auga á lélegan hagfræðing sem sér ekkert fyrir og skilur ekki neitt í gangverki hagkerfisins?
Þú hlustar eftir setningum á borð við þessa: "... stutt þá stefnu að bankinn einbeiti sér fyrst og fremst að aðgerðum til að minnka atvinnuleysi frekar en mögulegri hættu á verðbólgu."
Það er nefnilega ekki þannig að valið standi á milli verðbólgu eða atvinnuleysis. Síðan menn gleyptu þá vitleysu hafa komið tímabil verðbólgu og atvinnuleysis (ýmis tímabil á 20. öld í Bandaríkjunum), verðhjöðnunar og atvinnu (19. öld Bandaríkjanna) og verðbólgu og atvinnu (bólurnar). Verðbólga og atvinna eru einfaldlega ekki "takkar" sem eldklárir seðlabankastjórar geta skrúfað fram og til baka til að finna "jafnvægi".
En sem sagt, í Bandaríkjunum ætla menn að drepa dollarann til að kaupa atkvæði. Þeir um það. Þeir sem eiga bundinn lífeyri í fjárfestingum sem treysta á heilsu hins bandaríska hagkerfis geta kvatt þann hluta lífeyris síns (ég er í þeim hópi og get voðalega lítið gert til að breyta því nema skipta um vinnu).
Hagfræði á matseðli fjölskyldunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 7. október 2013
Til hagræðingarnefndar ríkisstjórnarinnar: Fækkum boðum og bönnum
Hvað ætli mikið af tíma lögreglu og yfirvalda fari í að skipta sér af friðsömum viðskiptum og samskiptum fullorðins, sjálfráða og fjárráða fólks? Ég giska á að vinnustundirnar skipti mörg þúsundum á ári.
Hvað ef eitthvað af boðum-og-bönnum-reglugerðafrumskóginum væri einfaldlega komið í lóg? Þá myndu sömu þúsundir vinnustunda losna og nýtast í eitthvað annað, t.d. koma í veg fyrir þjófnaði og ofbeldisglæpi. Lögreglan gæti e.t.v fengið örlítið meira svigrúm til að aðlaga sig að aðstæðum og setja inn aukinn styrk þar sem þess er þörf. Hún þyrfti ekki að banka á dyr hins opinbera og krefjast á hverju ári meiri fjárframlaga, og gæti jafnvel þolað einhvern niðurskurð, enda eru vasar skattgreiðenda tómir.
Boðin og bönnin hjálpa e.t.v. einhverjum stjórnlyndissjúklingum og siðapostulum og þeim sem vita einfaldlega ekki betur að sofa rólegir á kvöldin. Kostnaðurinn er hins vegar gríðarlegur.
Eða eins og segir á einum stað:
All research and successful drug policy shows
That treatment should be increased,
And law enforcement decreased,
While abolishing mandatory minimum sentences
Seldi 19 ára unglingum áfengi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 4. október 2013
Heilbrigðiskerfið kafnar í faðmi ríkisvaldsins
Hið íslenska heilbrigðis"kerfi" er að kafna í alltof þéttu faðmlagi ríkisvaldsins. Það verður ekki "varið" nema með því að sjúga seinustu blóðdropana úr uppþornuðum æðum skattgreiðenda. Það ber að frelsa úr hinu kæfandi faðmlagi. Með orðinu "frelsa" meina ég:
Ríkisvaldið á að hætta öllum rekstri heilbrigðisþjónustu. Sé pólitískur vilji fyrir því að fjármagna heilbrigðisþjónustu með skattfé má gera það með öðrum leiðum en opinberum rekstri á heilbrigðisstofnunum, t.d. fjármögnun aðgerða, lyfja og meðhöndlunar í gegnum útboð til einkaaðila.
Ríkisvaldið á að afnema hamlandi lög og reglur sem koma í veg fyrir nýsköpun, samkeppni og tilraunastarfsemi einkaaðila á markaði heilbrigðisþjónustu. Ekki þurfa allir sem vilja keyra í bíl að keyra um á dýrustu tegund Mercedes Benz með allri nýjustu tækni. Stundum þarf bara manneskju sem kann að sprauta í æð og skipta um sárabindi og er jafnvel án dýrrar þjálfunar eða menntunar. Ríkisvaldið á ekki að ákveða hver gerir hvað, eða hvaða kröfur eigi að gilda um alla sem sinna ákveðinni tegund heilbrigðisþjónustu.
Ríkisvaldið á að draga stórkostlega úr skattheimtu sinni í nafni heilbrigðisþjónustu og gefa hverjum og einum þannig kost á að velja hentuga blöndu af sjúkratryggingum og staðgreiðslu fyrir heilbrigðisþjónustu, hver fyrir sig, rétt eins og gildir um bíla og fasteignir og annað sem er sumpartinn varið með tryggingum, og sumpartinn haldið við með beinum fjárútlátum.
Heilbrigðisþjónusta er of mikilvæg til að láta hana ríkisvaldinu eftir.
Frumvarp stuttbuxnastráka í matador | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 2. október 2013
Óhollt hugarfar
Það segir sig sjálft að uppbygging á atvinnugrein sem þarf sífellt að búa við slík skilyrði hafa mikil áhrif á hana og ljóst að enn á ný munum við sjá að baki margs af okkar færasta fólki sem mun leita í vellaunuð störf erlendis
...segir í yfirlýsingu frá Sambandi íslenskra kvikmyndaframleiðenda vegna yfirvofandi niðurskurðar á ríkisstyrkjum til kvikmyndagerðar á Íslandi.
Að svekkja sig yfir niðurskurði á ríkisstyrkjum úr tómum (eða fullum) ríkissjóði er óhollt hugarfar. Ríkisstyrkir eru alltaf háðir pólitískum stuðningi við þá. Pólitískur stuðningur er vægast sagt óáreiðanlegur. Hann getur verið háður svo mörgu: Stöðu ríkisfjármála (léleg), almenningsáliti (almenningi er í raun sama hvaðan gott kemur, en virðist ekki vera tilbúinn að fjármagna kvikmyndagerð á fullu íslensku verði óþvingaður), öðrum vinsælli gæluverkefnum stjórnmálamanna (af þeim er nóg), og sitthvað fleira má eflaust telja til.
Íslenskur kvikmyndaiðnaður hefur ekki lagt mikla áherslu á að standa undir sér sjálfur án aðstoðar ríkisvaldsins, eða a.m.k. ekki svo ég viti til. Þess í stað hefur hann eytt púðrinu í að herja á stjórnmálamenn og boða endalok kvikmyndagerðar á Íslandi ef skattgreiðendur hlaupa ekki undir bagga á hverju ári. Þetta er óhollt hugarfar og kannski kominn tími til að breyta því.
Segja niðurskurðinn fordæmalausan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 1. október 2013
Lýðskrum
Ímyndum okkur eftirfarandi samtal á venjulegu heimili:
Maður (fulltrúi ríkisvaldsins): Elskan, nýi sportbíllinn minn, og sá þriðji á þessu heimili, verður tekinn af okkur ef við höldum ekki áfram að borga af honum. Þar sem ég mun aldrei láta það gerast þá banna ég hér með innkaup á mat og öðrum nauðsynjum þar til greitt hefur verið af sportbílnum.
Kona (fulltrúi skattgreiðenda): En elskan, þú þarft bara að selja hann og einn eða tvo af hinum bílunum og greiða upp eitthvað af skuldunum. Við getum ekki borgað af öllum þessum bílum ef við ætlum að eiga fyrir mat, leigu og klæðnaði.
Maður: Nei, því miður. Ég verð að borga af þessum bílum og það ert þú sem ert að stofna matarinnkaupum okkar í hættu með því að neita að fá meira lánað hjá bankanum, foreldrum þínum, barnasparnaðarreikningnum okkar, lífeyrissjóðnum, kínverskum fjárfestum og seðlabankanum.
Kona: Hvernig getur það verið mér að kenna að þú ert búinn að stofna til allra þessara útgjalda og skuldbindinga? Ég hef farið vel með það litla fé sem ég hef yfir að ráða, á meðan þú hefur sökkt okkur í skuldir. Af hverju eiga þín útgjöld að hafa forgang fram yfir matarinnkaup heimilisins?
Maður: Heimilishaldið okkar er byrjað að lamast, og við þurfum að hætta að borða, og það er þér að kenna.
Svona samræður eiga sér núna stað í Bandaríkjunum, og eru teknar alvarlega.
Bandaríkin byrjuð að lamast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |