Fulla ferð að bjargbrúninni

Í Bandaríkjunum ætla menn greinilega að halda áfram að keyra fulla ferð áfram að bjargbrúninni, og fljúga svo fram af henni. 

Hvernig kemur þú auga á lélegan hagfræðing sem sér ekkert fyrir og skilur ekki neitt í gangverki hagkerfisins?

Þú hlustar eftir setningum á borð við þessa:  "... stutt þá stefnu að bankinn einbeiti sér fyrst og fremst að aðgerðum til að minnka atvinnuleysi frekar en mögulegri hættu á verðbólgu."

Það er nefnilega ekki þannig að valið standi á milli verðbólgu eða atvinnuleysis. Síðan menn gleyptu þá vitleysu hafa komið tímabil verðbólgu og atvinnuleysis (ýmis tímabil á 20. öld í Bandaríkjunum), verðhjöðnunar og atvinnu (19. öld Bandaríkjanna) og verðbólgu og atvinnu (bólurnar). Verðbólga og atvinna eru einfaldlega ekki "takkar" sem eldklárir seðlabankastjórar geta skrúfað fram og til baka til að finna "jafnvægi".

En sem sagt, í Bandaríkjunum ætla menn að drepa dollarann til að kaupa atkvæði. Þeir um það. Þeir sem eiga bundinn lífeyri í fjárfestingum sem treysta á heilsu hins bandaríska hagkerfis geta kvatt þann hluta lífeyris síns (ég er í þeim hópi og get voðalega lítið gert til að breyta því nema skipta um vinnu). 


mbl.is Hagfræði á matseðli fjölskyldunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Helgason

Þarna er, sýnist mér, verið að velja í bankastjórastöðu manneskju sem aldrei hefur stjórnað nokkru fyrirtæki og hefur ekkert vit á fjármálum, ... að mínu mati.

Tryggvi Helgason, 9.10.2013 kl. 11:16

2 identicon

Hún hefur sennilega aldrei veitt fisk heldur. Þýðir það þá að hún viti ekkert um náttúruauðlindir? Þessi kona hefur kennt við bæði Harvard og Berkeley og kann að öllum líkindum meira í fjármálum heldur en allir Íslendingar til samans.

Atli Bjarnason (IP-tala skráð) 10.10.2013 kl. 02:50

3 identicon

Sæll.

Þá vitum við sirka hver verður seðlabankastjóri í USA þegar hvellurinn verður :-)

Helgi (IP-tala skráð) 10.10.2013 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband