Í stað þess að grýta höfnina ætlum við að sigla í strand

Hið íslenska heilbrigðiskerfi er smátt og smátt að geispa golunni í kæfandi faðmlagi ríkisvaldsins. Þannig er það. Engin raunveruleg umræða er um að koma á samkeppni á markaði heilsbrigðisgæslu á Íslandi (eitthvað sem virðist vera svo mikilvægt á öðrum sviðum), sveigjanleika (sem allur rekstur þarf á að halda til að aðlagast breyttum aðstæðum) eða stjórnmálamönnum úr rekstri heilbrigðisstofnana (ekki er saga ríkisfyrirtækja glæsileg).

Þess í stað er talað um að kreista almenning aðeins meira aðeins lengur til að stoppa í lekana á húsnæði Landsspítalans og moka myglusveppnum úr svefnherbergjum starfsfólksins. Plástrar á blæðandi svöðusár, í skiptum fyrir áframhald svíðandi skattheimtu.

Dettur engum í hug að ríkisvaldið geti einfaldlega hætt að stunda um 90% af ríkisrekstri dagsins í dag til að einbeita sér að því sem þó er talið þjóðþrifamál að ríkisvaldið sjái um, t.d. rekstur heilbrigðiskerfis að sovéskri fyrirmynd?

Á einum stað segir:

 Rekstrarkostnaður ríkisins á liðnu ári nam um 3,1 milljón króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Að teknu tilliti til fólksfjölgunar var rekstur ríkisins tvöfalt dýrari að raunvirði á síðasta ári en 1980. Þegar tekið er tillit til kostnaðar sveitarfélaganna má ætla að rekstrarkostnaður hins opin bera hafi numið um 5,5 milljónum króna á hverja fjölskyldu. Með öðrum orðum: rekstur hins opinbera kost aði hvert heimili að meðaltali um 450 þús und krónur í hverjum mánuði. Árið 1980 var mánaðarlegur kostnaður innan við 180 þúsund krónur á verðlagi síðasta árs.

Var þó bæði heilbrigðiskerfi og vegakerfi á Íslandi á því herrans ári 1980, og meira að segja lögregla og löggjafarvald, lambakjöt í kælum matvöruverslana og ýmislegt fleira sem fólk þakkar hinu sífellt fjárþyrstara ríkisvaldi fyrir.  

Þingmenn ræða nú um það hvort áfram eigi að grýta höfnina eða hvort hreinlegra sé ekki bara að halda áfram að sigla skipinu í strand, en á aðeins minni hraða en áður.

Megi þingmönnum bráðum vaxa hreðjar ella búa sig undir samningaviðræður við lánadrottna ríkisvaldsins um afskriftir eða gjaldþrotaskipti. 


mbl.is Rætt um 3 milljarða til spítalans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband