Skynsamleg afstaða

Stjórnendur fyrirtækja trúa því að þegar krónan veikist sé veikingin varanleg en þegar krónan styrkist sé það einungis tímabundið. ...

Samkvæmt gögnum frá Seðlabanka Íslands brugðust stjórnendur fyrirtækja við um 30% gengisveikingu á fyrri hluta ársins 2008 með því að hækka vöruverð í um 60% tilvika. Aftur á móti þegar krónan styrktist á fyrri hluta ársins 2007 um 10% hafi þeir kosið að bregðast ekki við breytingunni í um 75% tilvika, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í viðskiptablaði Morunblaðsins í dag.

Þetta er mjög skynsamleg afstaða. Ég tek eftir því að ekki er minnst á hagnaðarhlutföll fyrirtækja (kannski er það gert í prentútgáfunni?). Þau hafa örugglega haldist svipuð þótt vöruverð hafi verið hækkað umfram rýrnun á kaupmætti krónunnar. 

Stjórnendur fyrirtækja eru skynsamir þegar þeir trúa ekki á framtíðarkaupmátt krónunnar. Krónan er sífellt að rýrna. Hið sama gildir um flestar aðrir myntir heimsins. Það að mismunandi gjaldmiðlar séu að rýrna mismikið miðað við hvern annan er gallaður mælikvarði. Ef danska krónan rýrnar um 5% á ári, en íslenska krónan bara um 4%, þá er stundum gefið í skyn að krónan sé að styrkjast gagnvart dönsku krónunni. Það er villandi.

Þegar mælikvarði allra viðskipta er óútreiknanlegur þá verður nánast ómögulegt að stunda viðskipti nema gera skynsamlega ráð fyrir því versta en vona það besta. 


mbl.is Stjórnendur trúa ekki að styrking krónu sé varanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband