Óhollt hugarfar

Það segir sig sjálft að uppbygging á atvinnugrein sem þarf sífellt að búa við slík skilyrði hafa mikil áhrif á hana og ljóst að enn á ný munum við sjá að baki margs af okkar færasta fólki sem mun leita í vellaunuð störf erlendis

...segir í yfirlýsingu frá Sambandi íslenskra kvikmyndaframleiðenda vegna yfirvofandi niðurskurðar á ríkisstyrkjum til kvikmyndagerðar á Íslandi.

Að svekkja sig yfir niðurskurði á ríkisstyrkjum úr tómum (eða fullum) ríkissjóði er óhollt hugarfar. Ríkisstyrkir eru alltaf háðir pólitískum stuðningi við þá. Pólitískur stuðningur er vægast sagt óáreiðanlegur. Hann getur verið háður svo mörgu: Stöðu ríkisfjármála (léleg), almenningsáliti (almenningi er í raun sama hvaðan gott kemur, en virðist ekki vera tilbúinn að fjármagna kvikmyndagerð á fullu íslensku verði óþvingaður), öðrum vinsælli gæluverkefnum stjórnmálamanna (af þeim er nóg), og sitthvað fleira má eflaust telja til.

Íslenskur kvikmyndaiðnaður hefur ekki lagt mikla áherslu á að standa undir sér sjálfur án aðstoðar ríkisvaldsins, eða a.m.k. ekki svo ég viti til. Þess í stað hefur hann eytt púðrinu í að herja á stjórnmálamenn og boða endalok kvikmyndagerðar á Íslandi ef skattgreiðendur hlaupa ekki undir bagga á hverju ári. Þetta er óhollt hugarfar og kannski kominn tími til að breyta því. 


mbl.is Segja niðurskurðinn fordæmalausan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú heyrði ég undir þennan geira og finnst vællinn yfir þessum meinta niðurskurði tragíkómískur. Í það tæpa ár sem framlagið náði þessum hæðum hefur engin breyting orðið. Í vinsældarfyllerii kortéri fyrir kosningar lofaði menntamálaráðherra þessu auk milljarða fræðasetri m.a. Í örvæntri viðleitni til að að bjarga VG frá gereyðingu.

Þessi hækkun var um 100% frá því sem var, geri aðrir betur. Það eina sem gert var er að lækka þessa hækkun 50%. frá framlagi 2012.

Aldri reymdi á hækkun Katrínar, en nú stendur 50% hækkun fyrir komandi ár eftir sem er jú talsvert mikið meira en þessi fámenna grein hafði úr að spila fram að því.

Að tala im endalok greinarinnar í þessu samhengi er þvi pínlega augljós móðursýki og frekja.

Sjáum svo hvort Þessi mikla raunhækkun lyftir greinini yfir meðalmennskuna á næstu misserum. Ef ekki, þá má með góðri samvisku leggja sjóðinn af.

Sú veltuaukning sem orðið jefur í greininni er ekki fyrir hugkvæmni og listfengi íslenslra kvikmyndagerðarmanna heldur fyrir endurgreiðslur skatta til erlendra stórfyrirtækja eða iðnfyrirtækja.

Íslenskar kvikmyndir per se eru enn emdurtekning á hinu trámatíska þema um að skjóta humd sinn og hest og flytja á mölina. Það væri nýbrot að prófa að snúa því við og kveða um einhvern sem selur bíl sinn og flatskjá og flytur í sveitina. Það er þó varla nægilegt lattebragð af því.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.10.2013 kl. 12:30

2 identicon

Vel mælt Jón, þarna virðast menn hafa lært af ýmsum pólitíkusum þar sem minni hækkun heitir niðurskurður.

Erlendur (IP-tala skráð) 4.10.2013 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband