Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011
Laugardagur, 30. apríl 2011
Of dýrt og flókið að vera löghlýðinn?
Á Íslandi eru einfaldlega "of" mörg lög. Það er of dýrt og flókið að vera löghlýðinn. Fangelsi Íslands er full af fólki sem hefur ekki beitt nokkurn mann ofbeldi. Bráðum sitja eiturlyfjasalar við hlið venjulegs fólks sem var einfaldlega að reyna koma sparnaði sínum í skjól.
Samherji er stórt og ríkt fyrirtæki með fullt af lögfræðingum á sínum snærum. Engu að síður flækist það fyrir yfirmönnum þess að afla lítillar milljónar í erlendum gjaldeyri til að senda lítinn hóp manna erlendis til að kynna afurðir þess fyrir útlendingum. Hvað gera yfirmenn Samherja næst? Kaupa gjaldeyri á svarta markaðinum? Þeir láta varla sóa tíma sínum og fé fyrirtækisins með þessum hætti aftur.
Gjaldeyrishöftin eru hræðileg fyrir íslenskt hagkerfi, og mismuna jafnvel venjulega fólki á meðan "stórir" fjárfestar fá allar þær undanþágur sem þeir vilja (á meðan þeir eru rétt tengdir). Það er varla langt í innflutningshöft ef mönnum er alvara með að viðhalda þessum höftum. Og þá verður vont enn verra.
Gengu milli banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 28. apríl 2011
Handahófskennd tala
"Verðbólgumælingar" hafa enga raunverulega þýðingu fyrir nokkurn mann. Þær miðast við "vísitölu"manninn sem er ekki til. Sá sem keyrir meira en vísitölumaðurinn upplifir rýrnandi kaupmátt krónunnar mun skýrar en sá sem hjólar lítið og borðar mikið af íslenskum osti, því peningaprentun Bandaríkjamanna hefur mun meiri áhrif á olíuverð en verðlag íslenskrar landbúnaðarframleiðslu. Sá sem kaupir nýtt sjónvarp upplifir rýrnandi kaupmátt krónunnar mun meira en sá sem lætur gamla sjónvarpið duga og kaupir þess í stað íslenska lopapeysu.
En til að bæta gráu ofan á svart, þá er hin gagnslausa "verðbólgu"mæling líka fölsuð. Hún er byggð á því að íslenska ríkið niðurgreiði innflutning með lánsfé. Segjum sem svo að ríkið tæki 1000 milljarða lán og niðurgreiddi allan innlendan fatnað um 50%. Þetta myndi mælast sem stórkostleg "lækkun verðbólgunnar", því búðarferð á innfluttum fatnaði myndi lækka, og það mundi leiða til lækkun "vísitölu neysluverðs".
Íslenska ríkið er ekki að niðurgreiða innfluttan fatnað beint, heldur óbeint með niðurgreiddri krónu. Í skjóli þessarar niðurgreiðslu leyfa ráðherrar, þingmenn og seðlabankaskriffinar sér að tala um "stöðugleika" í hagkerfi og "lækkun verðbólgu". Verði þeim að góðu.
Verðbólgan nú 2,8% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 26. apríl 2011
Leiðinlegustu fréttir í heimi
Vefþjóðvilji dagsins fjallar um meintar "kjaraviðræður" og er alveg gríðarlega hressandi og beittur og ég mæli mjög með honum! Svo mikið mæli ég með honum að ég birti hann hér í heilu lagi. Njótið vel!
*************
Leiðinlegustu fréttir í heimi eru af þjarki hinna svonefndu aðila vinnumarkaðarins sem af einhverjum undarlegum ástæðum eru á góðum launum við að semja um kaup og kjör fyrir fólk sem aldrei hefur óskað eftir því. Svo fráhrindandi eru þessi tíðindi að jafnvel starfsmenn Samkeppniseftirlitsins taka fyrir skilningarvitin þegar sagt er frá því ár og síð að þessir aðilar rembist við að eiga víðtækt samráð um stærsta útgjaldalið íslenskra fyrirtækja, launakostnaðinn.
Nú hafa ASÍ og SA að sögn forseta ASÍ gefist upp á samningaleiðinni. Kannski þeir hafi þá lært eitthvað 9. apríl síðastliðinn þegar þeir vildu senda hinn almenna borgara niður samningaleiðina án þess að hann kærði sig um það.
En þótt þessir aðilar hafi ákveðið að láta af samningaleiðindunum tekur ekki betra við. Þrasinu hefur verið vísað til ríkissáttasemjara sem eins og nafnið bendir til er embætti á vegum ríkisins. Stór hluti vinnuveitenda og launþega semur um kaup og kjör alla ævina án þess að leita nokkur sinni til þessa embættis. Hvers vegna á þessi hluti að greiða skatta sem fara í ríkissáttasemjara handa liðinu sem neitar að semja um kaup og kjör?
Hvernig fóru menn eiginlega að á vinnumarkaði áður en ríkissáttasemjari tók til starfa? Og líkt og hér hefur áður verið spurt: Þegar ríkið hefur á annað borð tekið að sér að semja um verð milli kaupanda og seljanda hvers vegna standa ekki fulltrúar ríkisins á bílasöluplönum og hafa milligöngu um samninga um verð á notuðum bílum?
Undirbúa verkfallsaðgerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 25. apríl 2011
Sósíalismi er böl Norður-Kóreu (og Íslands)
[Jimmy] Carter [fyrrverandi forseti Bandaríkjanna] hefur áður heimsótt N-Kóreu, en hann ætlar í ferðinni að ræða matarskort í landinu og um kjarnorkumál.
Jimmy Carter getur leyft sér að hlakka til margra ferða til Norður-Kóreu til að ræða "matarskort í landinu" og "kjarnorkumál" ef honum tekst ekki að sannfæra yfirherra landsins um að sópa sósíalisma til hliðar og opna landið fyrir verslun og viðskiptum.
Böl Norður-Kóreu er sósíalismi. Böl Afríku er sósíalismi. Vaxandi böl Íslands er hægt að rekja til vaxandi sósíalisma á Íslandi. Þar sem frjálsum markaði er haldið niðri er ástandið verra en það gæti verið.
Og ef einhver er í vafa: Já, ég er að bera (versnandi) ástandið á Íslandi saman við (hrikalegt) ástandið í Norður-Kóreu. Í báðum löndum framfylgja stjórnvöld sósíalískri stefnu. Munurinn er ekki eins mikill og margir halda. Sú tegund sósíalisma sem íslensk stjórnvöld framfylgja er sósíalismi með undantekningum, nánar tiltekið "socialism social-democratic style" og er m.a. fjallað nánar um í 4. kafla í þessari bók þar sem m.a. segir:
[C]ontrary to the impression which socialism social-democratic style is intended to generate among the public, the difference between [socialism social-democratic style and traditional Marxist-style socialism] is not of a categorical nature. Rather, it is only a matter of degree. (Theory of Socialism and Capitalism, bls. 62)
Jimmy Carter, líttu í eigin barm, og þegar þú kemst að því að sósíalismi er böl Norður-Kóreu, þá skaltu gefa yfirherrum Norður-Kóreu það ráð að yfirgefa sósíalisma.
Carter til N-Kóreu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 24. apríl 2011
Hugmynd: Norður-Kórea hætti kommúnisma
Hópur fyrrverandi þjóðhöfðingja er á leið til Norður-Kóreu til að reyna að fá þarlend stjórnvöld til að taka upp viðræður um kjarnorkumál að nýju. ...
Ætla þjóðarleiðtogarnir fyrrverandi einnig að ræða við norður-kórensk stjórnvöld um viðvarandi matarskort í landinu. ...
Þetta er þunn dagskrá finnst mér. Kannski er ekki við öðru að búast þegar nokkrir útbrenndir sósíaldemókratar frá ýmsum löndum eru sendir til kommúnistaríkis til að ræða "vandamál" þess.
Af hverju nota menn ekki tækifærið og setja pólitíska pressu á yfirherra Norður-Kóreu til að fá þá til að vinda ofan af alræði kommúnismans þar í landi? Af hverju er alltaf verið að umgangast Norður-Kóreu eins og fórnarlamb sem hefur ekkert um eigin örlög að segja? Valdhafar Norður-Kóreu hafa val: Þeir geta haldið áfram að hjakka í sama farinu, eða þeir geta byrjað að vinda ofan af alræði sameignarstefnu sinnar. Þeir geta hermt eftir Kúbu, Víetman og Kína ef þeim vantar fyrirmyndir.
Afsakanir Norður-Kóreu fyrir ástandinu þar í landi eru fáar og lélegar. Þeir sem velja kommúnisma og sameignarstefnu sem stjórnarfar eru ekki fórnarlömb frekar en sá sem setur hlaðna skammbyssu upp í sig, tekur öryggið af og þrýstir á gikkinn í von um betra líf.
Sömu sögu má segja um mörg ríki Afríku. Þar er víða rekin umfangsmikil sameignarstefna með miklu og öflugu og verðmætasjúgandi ríkisvaldi. Eftirfarandi texti um Afríku (héðan) á allt eins við um Norður-Kóreu:
As Asian countries have shown, African countries must liberalize their economies to grow. Africa must embrace globalization and trade with the rest of the world. African countries must also make their business environment much friendlier to domestic and foreign investors. The political elite, which benefits from the status quo, is the main obstacle to reform. The spread of democracy on the continent haphazard though it is will make African governments more responsive to the needs of the populace, but Western governments must also help by ending or reducing foreign aid to African regimes. That move could help establish a better link between governments and citizens and reduce disincentives to necessary reforms.
Vandamál Norður-Kóreu eru Norður-Kóreu að kenna. Það á að vera boðskapur umheimsins til yfirherra Norður-Kóreu.
Öldungarnir" á leið til Norður-Kóreu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 22. apríl 2011
Í dag minnkaði frelsi fjölmiðla mikið
Það er auðvelt að halda því fram, eins og margir gera, að "enginn fjölmiðill á Íslandi er frjáls" og fleira í þeim dúr. En það er þrátt fyrir allt frelsi til að stofna og reka fjölmiðla á Íslandi, þótt það sé smátt og smátt að breytast. Það eru t.d. allt önnur efnistök t.d. hjá ÍNN og Stöð 2, hjá Fréttablaðinu og Morgunblaðinu, hjá Spegli RÚV og Harmageddon X-ins.
Nú treður ríkisvaldið sér inn í rekstur fjölmiðla á Íslandi, t.d. með því að mæla svo fyrir um að "[v]ið myndmiðlun skal hlutfall auglýsinga og fjarkaupainnskota innan hverrar klukkustundar ekki fara yfir 20%" (41. gr.) og að "[ó]heimilt er að rjúfa útsendingu á guðsþjónustu eða sambærilegum trúarathöfnum og fréttum með auglýsingum eða fjarkaupainnskotum" (einnig í 41. gr.).
Frelsi fjölmiðla á Íslandi minnkaði mjög mikið í dag. Fjölmiðlamenn hafa tekið því ótrúlega vel.
Rekstur fjölmiðla verður nú töluvert vandasamari en áður. Fjölmiðlar sem eru nú þegar á markaði láta sér það í léttu rúmi liggja eða svo mætti halda. Þeir hafa þrátt fyrir allt tekjur. Nýliðun á fjölmiðlamarkaði minnkar. Kannski er það ein ástæða þess að fjölmiðlar hömuðust ekki mjög mikið gegn fjölmiðlalögunum?
Fjölmiðlalögin staðfest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 21. apríl 2011
Harðort ávarp formanns
Pistillinn sem hér er sýndur er ávarp formanns Heimdallar í nýjasta tölublaði Gjallarhorns. Ég set hann hérna inn til að halda honum til haga. Njótið vel, þið sem rennið í gegnum hann!
Fimmtudagur, 21. apríl 2011
Innlend eftirspurn verði helsti drifkraftur hagvaxtar?
Eins og í fyrri spám er gert ráð fyrir að innlend eftirspurn verði helsti drifkraftur hagvaxtar á næstu árum ...
Sérfræðingar bankans gera ráð fyrir áframhaldandi vexti einkaneyslu í krafti minni sparnaðar heimilanna ...
Einnig gerir Seðlabankinn ráð fyrir að hækkun eignaverðs og lækkun vaxta muni styðja við einkaneysluna.
Allar þrjár tilvitnanir hér að ofan segja eina sögu: Þjóðhagsspá Seðlabanka Íslands er byggð á gallaðri hagfræði sem tengist raunveruleikanum lítið sem ekkert.
"Innlend eftirspurn" (neysla) getur ekki drifið áfram vöxt hagkerfis. Svo einfalt er það. Sparnaður og fjárfesting eru grundvöllur hagvaxtar, sama hvað Excel-skjöl Seðlabanka Íslands segja.
Þetta er útskýrt víða, en í sérstöku uppáhaldi hjá mér er þessi texti (og raunar öll bókin sem hann er úr), og úr honum er eftirfarandi tilvitnun (feitletrun mín):
A common fallacy, fostered directly by the net-income approach, holds that the important category of expenditures in the production system is consumers spending. Many writers have gone so far as to relate business prosperity directly to consumers spending, and depressions of business to declines in consumers spending. [I]t is clear that there is little or no relationship between prosperity and consumers spending; indeed almost the reverse is true. For business prosperity, the important consideration is the price spreads between the various stagesi.e., the rate of interest return earned. It is this rate of interest that induces capitalists to save and invest present goods in productive factors. The rate of interest, as we have been demonstrating, is set by the configurations of the time preferences of individuals in the society. It is not the total quantity of money spent on consumption that is relevant to capitalists returns, but the margins, the spreads, between the product prices and the sum of factor prices at the various stagesspreads which tend to be proportionately equal throughout the economy.
Rétt er að taka fram að hugtakið "rate of interest" í þessum texta kemur handahófskenndu tölunni úr "nefnd" Seðlabanka Íslands ekkert við.
Seðlabanki Íslands spáir rangt og spáir á röngum forsendum. Það er á hreinu.
Hagvaxtarhorfur versnuðu til muna á örfáum mánuðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 20. apríl 2011
2,3% - handahófskennd tala?
"Hagvaxtarspár" eru alltaf athyglisverðar því þeim fylgja yfirleitt langar ritgerðir um "forsendur" í atvinnulífinu og "horfur" í efnahagsmálum. Menn reyna í raun að setja athafnir allra Jarðarbúa í eitthvað tölulegt samhengi og mæla síðan "áhrif" þeirra á okkar litla sker, ýmist til upp- eða niðursveiflu í hagkerfinu. Niðurstaðan er einhver tala, sem er dæmd til að segja ranga sögu.
Ef ríkið tæki 100 milljarða lán og réði 1000 menn í 3 ár til að reista stóran pýramída á miðju hálendinu, þá kæmi sú framkvæmd fram sem aukin "fjárfesting" í hagkerfinu og ryki beint inn í plús-reikning hagvaxtar-Excel-skjalsins í Seðlabanka Íslands.
Ef ríkið dræpi alla fjárfestingu einkaaðila í hagkerfinu með skattlagningu og reglugerðum og tæki síðan himinhátt lán og eyddi í allskyns byggingarframkvæmdir og viðhald á opinberum byggingum, þá er það eitthvað sem í sjálfu sér þyrfti ekki endilega að koma fram sem "neikvæð" atburðarrás í hagvaxtar-Excel-skjali Seðlabanka Íslands.
Það sér samt hver maður að hér væri eitthvað mjög slæmt í gangi sem gæti varla verið til góðs til lengri tíma litið.
Ríkisstjórnin í dag flækist fyrir öllum framkvæmdum einkaaðila, flæmir þá burtu sem geta flúið af landi brott, fælir fé frá fjárfestingum og inn í bankahólf og aðra felustaði, og reynir nú af öllum mætti að skapa sem allra mesta óvissu um þær atvinnugreinar sem ennþá skila tekjum til landsmanna.
"Hagvaxtarspá" Seðlabanka Íslands er handahófskennd tala, byggð á forsendum sem koma raunveruleikanum lítið sem ekkert við.
Spáir minni hagvexti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 18. apríl 2011
Kominn tími til
Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur breytt horfum fyrir lánshæfismat bandaríska ríkisins úr stöðugum í neikvæðar.
Það var kominn tími til! Raunar væri hreinskilnast fyrir fyrirtæki eins og Standard & Poor's að segja það hreint út að enginn sem lánar Bandaríkjunum getur átt von á því að fá fé sitt til baka.
Fyrirtækið segir, að ekki sé ljóst hvernig bandarísk stjórnvöld ætli að takast á við þau vandamál, sem fylgi gríðarlegum viðvarandi fjárlagahalla og því hafi horfunum fyrir einkunn langtímaskuldbindinga verið breytt.
Jú, það er ljóst. Bandaríkin ætla og eru að prenta peninga til að fjármagna hallarekstur sinn. Samhliða því á að beita pólitískum þrýstingi á Kínverja, Japani og aðra sem kunna ennþá að framleiða verðmæti og spara pening svo að þeir haldi áfram að taka við nýprentuðu dollaraseðlunum í skiptum fyrir varning og verðmæti.
Það er engin raunveruleg áætlun hjá bandarískum stjórnvöldum til að tækla brjálæðislegan hallarekstur sinn (sem Obama er að taka í nýjar hæðir). Loksins er það byrjað að renna upp fyrir heiminum.
Neikvæðar horfur fyrir bandaríska lánshæfiseinkunn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |