2,3% - handahófskennd tala?

"Hagvaxtarspár" eru alltaf athyglisverðar því þeim fylgja yfirleitt langar ritgerðir um "forsendur" í atvinnulífinu og "horfur" í efnahagsmálum. Menn reyna í raun að setja athafnir allra Jarðarbúa í eitthvað tölulegt samhengi og mæla síðan "áhrif" þeirra á okkar litla sker, ýmist til upp- eða niðursveiflu í hagkerfinu. Niðurstaðan er einhver tala, sem er dæmd til að segja ranga sögu.

Ef ríkið tæki 100 milljarða lán og réði 1000 menn í 3 ár til að reista stóran pýramída á miðju hálendinu, þá kæmi sú framkvæmd fram sem aukin "fjárfesting" í hagkerfinu og ryki beint inn í plús-reikning hagvaxtar-Excel-skjalsins í Seðlabanka Íslands. 

Ef ríkið dræpi alla fjárfestingu einkaaðila í hagkerfinu með skattlagningu og reglugerðum og tæki síðan himinhátt lán og eyddi í allskyns byggingarframkvæmdir og viðhald á opinberum byggingum, þá er það eitthvað sem í sjálfu sér þyrfti ekki endilega að koma fram sem "neikvæð" atburðarrás í hagvaxtar-Excel-skjali Seðlabanka Íslands.

Það sér samt hver maður að hér væri eitthvað mjög slæmt í gangi sem gæti varla verið til góðs til lengri tíma litið.

Ríkisstjórnin í dag flækist fyrir öllum framkvæmdum einkaaðila, flæmir þá burtu sem geta flúið af landi brott, fælir fé frá fjárfestingum og inn í bankahólf og aðra felustaði, og reynir nú af öllum mætti að skapa sem allra mesta óvissu um þær atvinnugreinar sem ennþá skila tekjum til landsmanna. 

"Hagvaxtarspá" Seðlabanka Íslands er handahófskennd tala, byggð á forsendum sem koma raunveruleikanum lítið sem ekkert við.


mbl.is Spáir minni hagvexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Ég held að þetta sé alveg rétt hjá þér, þetta virðist meira vera byggt á óskhyggju. Annars er ég nánast alveg hættur að taka mark á hagfræðingum. Hefur þú séð Inside job? Mynd sem kemur við kauninn á manni í það minnsta.

Hvað ætlar svo Steingrímur að gera þegar hann uppgötvar að allar þessar skattahækkanir skila ekki þeim tekjum sem áætlað var? Hækka skatta enn meira? Fá meira lánað? Finnst honum ekki nóg að borga 74 milljarða í vexti og afborganir í ár? Við eigum að skila hið snarasta öllum þessum AGS lánum. Af hverju eru þau ekki rædd núna? Eru þau allt í einu ókeypis?

Ríkisstjórnin skilur ekki að stækka þarf kökuna með því að skera báknið niður, sérstaklega stjórnsýsluna og lækka skatta verulega.

Samfylkingin gerir ekkert annað en tala en það er ekki nóg:

http://www.amx.is/fuglahvisl/17070/

Vg fylgir dauðri stefnu sem prófuð var með hörmulegum afleiðingum í A-Evrópu áratugum saman. Er nema von að við séum í vondum málum?

Helgi (IP-tala skráð) 20.4.2011 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband