Kominn tími til

Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur breytt horfum fyrir lánshæfismat bandaríska ríkisins úr stöðugum í neikvæðar.

Það var kominn tími til! Raunar væri hreinskilnast fyrir fyrirtæki eins og Standard & Poor's að segja það hreint út að enginn sem lánar Bandaríkjunum getur átt von á því að fá fé sitt til baka. 

 Fyrirtækið segir, að ekki sé ljóst hvernig bandarísk stjórnvöld ætli að takast á við þau vandamál, sem fylgi gríðarlegum viðvarandi fjárlagahalla og því hafi horfunum fyrir einkunn langtímaskuldbindinga verið breytt. 

Jú, það er ljóst. Bandaríkin ætla og eru að prenta peninga til að fjármagna hallarekstur sinn. Samhliða því á að beita pólitískum þrýstingi á Kínverja, Japani og aðra sem kunna ennþá að framleiða verðmæti og spara pening svo að þeir haldi áfram að taka við nýprentuðu dollaraseðlunum í skiptum fyrir varning og verðmæti.

Það er engin raunveruleg áætlun hjá bandarískum stjórnvöldum til að tækla brjálæðislegan hallarekstur sinn (sem Obama er að taka í nýjar hæðir). Loksins er það byrjað að renna upp fyrir heiminum.


mbl.is Neikvæðar horfur fyrir bandaríska lánshæfiseinkunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kínverska matsfyrirtækið Dagong lækkaði lánshæfismat bandaríska ríkisins úr AA niður í A+ í nóvember síðastliðnum. Glöggt er gests augað.

Nú hefur S&P sett bandarískar ríkisskuldir á athugunarlista með neikvæðum horfum. Í skýrslu fyrirtækis er útskýrt að þetta þýði að þriðjungslíkur eru taldar vera á lækkun lánshæfis Bandaríkjanna á þessu ári eða því næsta.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.4.2011 kl. 16:05

2 identicon

Það eru virkilega áhugaverðir tímar framundan. 

Pólitíkin vill frekar taka lán en að skera niður.  Það er miklu betra að taka lán en að skýra út fyrir kjósendum að það þurfi að skera niður.

Þetta þekkjum við frá Íslandi og ég frá Þýskalandi.

Frá því að uppsveiflan byrjaði í Þýskalandi hófst "útgjaldakapphlaup" ríkisstjórnarflokanna.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 20:13

3 identicon

Flokkanna

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 20:13

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Dagpóstur Noriel Roubini segir:

By Arnab Das and Nouriel Roubini: The landmark S&P downgrade of its U.S. government debt outlook reinforces what we have been saying since 2010: The United States is on an unsustainable fiscal path from which it cannot exit without political consensus.

Einungis stríð leysa úr svona stórum upphæðum í sögunni. En við vonum að svo fari ekki að lokum, þá er hin lausnin að Kínverjar og Japanir, helstu eigendur bandarískra skuldabréfa, eignist alríkiseignir í Bandaríkjunum! Athugið að eitt prósentustig uppí vöxtum á þessari upphæð (14,3 $Trillion) gerir ríkið óhæft í að greiða vextina, hvað þá af höfuðstólnum.

Ívar Pálsson, 19.4.2011 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband