Leiðinlegustu fréttir í heimi

Vefþjóðvilji dagsins fjallar um meintar "kjaraviðræður" og er alveg gríðarlega hressandi og beittur og ég mæli mjög með honum! Svo mikið mæli ég með honum að ég birti hann hér í heilu lagi. Njótið vel!

*************

Leiðinlegustu fréttir í heimi eru af þjarki hinna svonefndu aðila vinnumarkaðarins sem af einhverjum undarlegum ástæðum eru á góðum launum við að semja um kaup og kjör fyrir fólk sem aldrei hefur óskað eftir því. Svo fráhrindandi eru þessi tíðindi að jafnvel starfsmenn Samkeppniseftirlitsins taka fyrir skilningarvitin þegar sagt er frá því ár og síð að þessir aðilar rembist við að eiga víðtækt samráð um stærsta útgjaldalið íslenskra fyrirtækja, launakostnaðinn.

Nú hafa ASÍ og SA að sögn forseta ASÍ gefist upp á samningaleiðinni. Kannski þeir hafi þá lært eitthvað 9. apríl síðastliðinn þegar þeir vildu senda hinn almenna borgara niður samningaleiðina án þess að hann kærði sig um það.

En þótt þessir aðilar hafi ákveðið að láta af samningaleiðindunum tekur ekki betra við. Þrasinu hefur verið vísað til ríkissáttasemjara sem eins og nafnið bendir til er embætti á vegum ríkisins. Stór hluti vinnuveitenda og launþega semur um kaup og kjör alla ævina án þess að leita nokkur sinni til þessa embættis. Hvers vegna á þessi hluti að greiða skatta sem fara í ríkissáttasemjara handa liðinu sem neitar að semja um kaup og kjör?

Hvernig fóru menn eiginlega að á vinnumarkaði áður en ríkissáttasemjari tók til starfa? Og líkt og hér hefur áður verið spurt: Þegar ríkið hefur á annað borð tekið að sér að semja um verð milli kaupanda og seljanda hvers vegna standa ekki fulltrúar ríkisins á bílasöluplönum og hafa milligöngu um samninga um verð á notuðum bílum?


mbl.is Undirbúa verkfallsaðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það hlítur einhver ástæða að vera fyrir því embætti Ríkissáttarsemjara varð til...

Það sem er óþolandi í þessu er að ráðamönnum þjóðarinnar á hvaða sviði sem er finnst allt í lagi að vera á það góðum launum að endum nær það saman í hverjum mánuði á meðan þeim finnst allt í lagi að vinnuveitendur sínir sem þeir eiga að vera að hugsa um hafi það ekki betra en svo fátækt horfir það framá  í hverjum mánuði og niðurbrot fyrir að geta ekki staðið sig betur...

Ég hef aldrei getað skilið almennilega hvernig þjóðin hefur sætt sig við þetta svona eins og það er...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 26.4.2011 kl. 23:36

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

hafi það ekki betra en svo að fátækt... sorrý

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 26.4.2011 kl. 23:37

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Ingibjörg,

Ég þakka innlegg þitt.

Ég fann þessa klausu í gamalli þingræðu: "Til upprifjunar má geta þess, að árið 1925 voru sett lög um sáttatilraunir í vinnudeilum. Árið 1938 voru þau lög felld inn í lög nr. 80 frá 1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, þá með nokkrum breytingum. Árið 1926 var sáttasemjari ríkisins fyrst skipaður."

Embættið er sennilega leif frá tímum þegar herskáir sósíalistar tóku þjóðfélagið í gíslingu til að knýja á um kjarabætur fyrir meðlimi sinna félaga á kostnað allra annarra.

Annars er sýndarheimurinn sem umleikur verkalýðsfélög mikill. Verkalýðsfélög eru talin bæði gagnleg og nauðsynleg, en hvort tveggja á ekki við rök að styðjast. Sjá t.d. lítinn pistil um það: Vandinn við verkalýðsfélög.

Geir Ágústsson, 27.4.2011 kl. 10:10

4 identicon

Hvað finnst þér um Samtök Atvinnulífsins, mega þau stinga saman nefjum en ekki verkamenn?

Af hverju mega Samtök atvinnulífs leiðbeina fyrirtækjum hvað þau eiga að greiða í laun og á hvaða kjörum?

Hverjir eiga að leiðbeina verkafólki ef þeir eru ekki í samtökum?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 27.4.2011 kl. 12:53

5 identicon

Svona dæmi frá Þýskalandi.  Ég var þar ekki í verkalýðsfélagi.  Hótelin sem ég vann hjá, sem voru nokkuð stór, voru með alveg nákvæmlega sama samninginn sem þau buðu mér uppá.  Sami tímafjöldi, sömu heildarlaun o.s.frv.  Ég gat ekki samið um þetta, en þetta var einfaldlega það sem var í boði.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 27.4.2011 kl. 12:55

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Stefán,

Hvort sem fyrirtæki stinga saman nefjum í dagsljósi eða myrkjum bakherbergjum er fyrir mér aukaatriði. Þeir sem hafa áhuga og áhyggjur af "verðsamráði" á íslenskum markaði ættu hins vegar að sýna þessu meiri áhuga. Eða eins og Vefþjóðviljinn segir svo skemmtilega frá: "Svo fráhrindandi eru þessi tíðindi að jafnvel starfsmenn Samkeppniseftirlitsins taka fyrir skilningarvitin þegar sagt er frá því ár og síð að þessir aðilar rembist við að eiga víðtækt samráð um stærsta útgjaldalið íslenskra fyrirtækja, launakostnaðinn."

Hið sama gildir raunar um launafólk. Því er vitaskuld velkomið að hafa samráð sín á milli um hvað það ætlar að "krefjast" í laun.

Á endanum verður þetta alltaf spurning um framboð og eftirspurn. Sennilega hefur verið næg eftirspurn eftir fólki í þýska hótelbransann. Á Austurlandi vantar vélaverkfræðinga og því sennilega nokkuð svigrúm til samninga þar, umfram það sem launakönnun Verkfræðingafélagsins gefur til kynna að séu raunhæf viðmið.

Geir Ágústsson, 27.4.2011 kl. 14:10

7 identicon

Er þá í lagi að samtök í atvinnulífi hafi samráð þegar það er eftirpurn eftir fólki?

Má þá ekki verkafólk einnig hafa samráð?

Það sem er verst við verkalýðsbaráttuna hér er að hún snýst um eitthvað allt annað.  Hún snýst um fjárfestingar, skatta, kvótakerfi o.s.frv.

Það er rangt.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 27.4.2011 kl. 14:25

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég er verkfræðingur. Ég les í launakannanir sem eru gerðast af samtökum verkfræðinga til að vita hvar ég stend (launalega) miðað við aðra með mína menntun og reynslu. Þetta er "samráð", miðað að því að bæta stöðu verkfræðinga gagnvart þeim sem ráða þá. En ef einhver ræður sig á lægri launum þá á enginn að geta sett út á það, þótt það "grafi undan" samningsstöðu allra annarra (eins og oft er komist að orði).

Ég veit hreinlega ekki hvað SA geta sagt við fyrirtæki. Hvaða "samráð" er í gangi? Að ráða ekki? Að lækka launaviðmiðun? 

Geir Ágústsson, 27.4.2011 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband