Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Jón Gnarr hagaði sér eins og fífl í Kastljósinu - aftur!

Fullorðin kona spurði aðra yngri, svo ég heyrði: "Hverjir kusu þennan hálfvita?"

Hún spurði að þessu eftir að hafa heyrt og séð viðtal við Jón Gnarr í Kastljósinu í kvöld.

Ég get varla varist að taka undir þessi orð.

Jón Gnarr vill ekki sitja "leiðinlega fundi", en furðar sig svo á því að einhverjir telji hann vanhæfan til að stjórna Reykjavíkurborg (sem hann gerir raunar ekki og hefur aldrei gert).

Jón Gnarr talar um "gamla" og "nýja" Sjálfstæðisflokkinn og mismunandi samstarf sitt við þá. En eru báðir flokkar ekki í minnihluta í borginni? Hvað kemur samstarf við Sjálfstæðisflokkinn því við hvað Jón Gnarr hefur látið "gott af sér leiða"? Getur Jón Gnarr ekki alveg eins kennt Múmínpabba um vanhæfni sína?

Jón Gnarr hefur svikið loforð sitt um lækkun útsvars, og raunar á að botna útsvarið við næsta tækifæri.

Jón Gnarr hefur breytt bílastæðum í hjólastíga, og svo aftur til baka, og má éta alla ábyrgð á því fjáraustri og óþægindum sjálfur.

Borgarbúar eru smátt og smátt að sjá í gegnum glysgrímu dæmigerðrar vinstristjórnar í Reykjavík. Það er hið eina góða við endurtekinn skrípaleik borgar"stjóra". 


mbl.is Geimvera í íslenskum stjórnmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framboð af vinnuafli of mikið, eða verð á því of hátt?

Á Íslandi er "slaki" á vinnumarkaði. Með öðrum orðum, það er atvinnuleysi. Óvelkomið atvinnuleysi í þeim skilningi að margir sem vilja vinna finna ekki vinnu.

"Slaki" á vinnumarkaði er samt í eðli sínu ekkert annað en vörugeymsla full af vörum sem seljast ekki. Hvað gera verslanir til að koma út óseldri vöru? Þær lækka verð á henni.

Raunin á Íslandi er sú að verð á vinnuafli er of hátt til að koma því út. Fyrir því geta verið margar ástæður:

  • Laun eru of há: Verkalýðsfélög og lögbundnir launataxtar geta haldið launum of háum miðað við eftirspurnina eftir því. Með því að lækka laun er hægt að koma vinnuaflinu "út" og í vinnu
  • Lögbundin útgjöld vegna launafólks eru of há: Hið opinbera skyldar atvinnurekendur til að greiða allskyns gjöld og skatta vegna starfsfólks síns. Þetta getur hæglega hækkað verð á vinnuafli of mikið til að það sé "keypt" af einhverjum, t.d. fyrirtækjum sem þurfa að spara hverja krónu og jafnvel að neita sér um vinnuafl þótt það sé nóg að gera
  • Samkeppnin um vinnuafl við hið opinbera er of dýr: Ef atvinnuleysisbætur eru of háar miðað við verðmætasköpun þeirra minnst verðmætaskapandi, þá sitja þeir minnst verðmætaskapandi heima, og störf mannast ekki

Sennilega má týna til fleiri ástæður fyrir "slaka" á vinnumarkaði, en þessar ættu að skýra að mestu leyti hvað er í gangi á íslenskum atvinnumarkaði. Á honum eru kostnaðarsöm höft og þar flækist opinber niðurgreiðsla á atvinnuleysi fyrir fyrirtækjum í leit að starfsfólki.


mbl.is Mikill slaki á íslenskum vinnumarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Túlkun á tölvuskjá

Þegar ég er í Danmörku vegna vinnu minnar er ég umkringdur Dönum og útlendingum af ýmsu þjóðerni. Enginn þeirra sér Ísland í eitthvað sérstaklega neikvæðu ljósi. Margir vorkenna Íslendingum en enginn lítur neikvæðum augum á íslenskan almenning. Þeim fækkar ekkert sem segja mér að þeir vilji mjög gjarnan ferðast til Íslands. Þeim fer jafnvel fjölgandi sem tala um það því hrun krónunnar freistar þeirra.

Mér sýnist umræddur Daniel Chartier ekki vera í tengslum við raunveruleikann. Ég held að hann hafi lesið of mikið af greinum eftir hina ýmsu "sérfræðinga" á netinu og skrifað bók út frá upplifun sinni af þeim. 

Útlendingar hafa mestar áhyggjur af eldgosi á Íslandi.

Íslendingar geta rólegir hunsað þessa bók um tapað sakleysi Íslands. 


mbl.is Ímynd Íslands í molum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Núsitjandi ríkisstjórn er ábyrg

Lífskjör Íslendinga eru núna á rjúkandi niðurleið. Það blasti við á meðan hagkerfið var að hrynja að lífskjör mundu versna og jafnvel töluvert hjá mörgum, en það blasti sömuleiðis við að Íslendingar voru að eyða um efni fram, en höfðu góða möguleika á að vinna sig úr því (menntun landsmanna, viðskiptatækifæri, auðlindir, arðbær sjávarútvegur og fleira slíkt hvarf ekki í hruninu).

Best hefði verið að lækka útgjöld hins opinbera niður að tekjum, vinda ofan af allskyns óþarfa sem viðgengst á Íslandi, jafnvel nota tækifærið og hætta ríkisstuðningi á landbúnaði, listum og ýmsu öðru og byggja upp frá örlítið traustari grunni. Tekjur Íslands hrundu ekki mikið meira aftur en til ca. 2004, og þá var svo sannarlega góðæri á Íslandi (sem byggðist ekki á mikilli skuldsetningu).

En þá tók við ríkisstjórn sem hefur alla sína starfsdaga gert slæmt ástand verra. Ríkisstjórnin ber fulla  ábyrgð á því að lífskjör Íslendinga eru á niðurleið en ekki uppleið. "Þetta var þarseinustu ríkisstjórn að kenna" er þula sem var hugsanlega hægt að þylja í fyrra, en ekki lengur. 


mbl.is Ísland lækkar á lífskjaralista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband