Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
Föstudagur, 29. janúar 2010
Bos: Ísland á ekki að borga
Vonandi minnir hin íslenska sendinefnd fjármálaráðherra Hollands á hans eigin orð (takk):
Allereerst door - in Europees verband - fundamenteel naar de inrichting van het depositogarantiestelsel te kijken. Dit stelsel is namelijk niet ontworpen voor een crisis van het hele systeem maar voor het falen van één enkele bank.
Þýðing: First, by - in a European context - fundamental to the establishment of the deposit guarantee scheme to look. This system is not designed for a crisis of the whole system but the failure of a single bank.
Samkvæmt lögum Evrópusambandsins og þeirra íslensku sem voru samin út frá þeim þá skuldar íslenska ríkið ekki krónu vegna innistæða neins banka. Þetta er lagalegur veruleiki og ekki hægt að deila um hann.
Hinn pólitíski veruleiki er önnur saga. Viljum við blíðka stórþjóðir í ESB til að mýkja fyrir inngöngu Íslands inn í þann klúbb? Hversu mikið á að leggja á íslenska skattgreiðendur í þeim tilgangi? Hversu langt á að teygja sig til að virða vilyrði fráfarandi ríkisstjórnar frá 11. október 2008 þegar sjálf Ingibjörg Sólrún, ESB-sinni og Samfylkingar-maður með meiru, hefur sagt að þau vilyrði séu úr sögunni?
Hún er ekki fjölmenn, sú sveit sem vill ýta íslenskum almenningi að ósekju í gegnum eld og brennistein til að skora pólitísk stig hjá fyrrum andstæðingi Íslands í þorskastríðunum. En hún er hávær.
Rætt við Bos og Myners | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 28. janúar 2010
Engin kreppa hjá elítunni?
62 milljónum króna veitt í afþreyingu úr vösum útsvarsgreiðendum í Reykjavík, það er ekkert annað! Miðað við að 13% af tekjum Reykvíkinga séu gerðar upptækar í hverjum mánuði, og miðað við 400 þús. krónur í mánaðarlaun, þá er verið að eyða blóði og svita tæplega 1200 vinnandi Reykjavíkinga í afþreyingu fyrir einhverja allt aðra Reykjavíkinga sem tíma ekki að borga fyrir tómstundir sínar sjálfir.
Og það í mestu kreppu Íslandssögunnar!
Já, svona hefur menningarelítan það gott á meðan almenningur missir húsnæði sitt og vonar á hverjum degi að það sé til salt í grautinn.
Ósmekklegt, svo ekki sé meira sagt.
Borgin veitir menningarstyrki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 27. janúar 2010
Hverju var afstýrt?
Athyglisvert sjálfshrós á ferðinni hér:
"... þrátt fyrir að stjórnvaldsaðgerðir hafi afstýrt heimskreppu ..."
Nú spyr ég einfaldlega: Hvernig geta stjórnvaldsaðgerðir afstýrt kreppu?
Svarið er: Þær geta það ekki.
Ríkisvaldið er sérstakt fyrirbæri. Það þarf ekki að leita samþykkis áður en það eyðir fé annarra. Stofni það til stórkostlegra skulda, þá lenda þær einfaldlega á ófæddum einstaklingum. Ausi það fé í framkvæmdir, þá eys það jafnframt fé frá öðrum, og sennilega arðbærari framkvæmdum einkaaðila. Brúin sem ríkisvaldið reisir eru fyrirtækin sem aldrei urðu til á markaðinum.
Það er rétt að stjórnvöld um allan heim hafa verið dugleg að þjóðnýta, taka eignanámi, "bjarga" einum á kostnað annars, herða reglur, hækka skatta, flæma fjármagn úr landi, grafa undan gjaldmiðlum með stjórnlausri seðlaprentun, blása í götótta blöðru, koma í veg fyrir úthreinsun á gjaldþrota rekstri, refsa viðskiptalífinu, efla fóstruríkið, þenja út peningaverð á hinu og þessu og rýra kaupmátt peninganna um leið, og svona má lengi telja. Þau hafa hins vegar ekki bjargað neinu.
Sá efnahagsbati sem hugsanlega hefur átt sér stað hefur átt sér stað þar sem ríkisvaldið hefur ekki beitt sér. Svokallaðir vogunarsjóðir hafa farið á hausinn í stórum stíl og arðbærar eignir þeirra fundið nýja eigendur, án þess að blaðamenn hafi mikið nefnt það. Fyrirtæki hafa hagrætt og reynt að aðlagast á markaði þar sem ríkisvaldið er orðið sífellt erfiðara viðureignar. Sumir hafa náð að flýja með verðmæti sín undan blóðsjúgandi skattheimtunni. Hinn svarti markaður, sem hélt Sovétríkjunum á floti í áratugi, er að taka kipp.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ætti að spara sjálfshrósið og hætta að tala um endalok fjármálakreppunnar. Sú kreppa er bara rétt að byrja.
Fjárfestar grípa til varna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 26. janúar 2010
Sundlaugaskatturinn
Hún er ekki óalgeng hjá íslenskum sveitafélögum, saga Álftaness. Á meðan skattheimtur hrúguðust inn og ríkið veitti sífellt meira og meira til sveitarfélaganna, þá var byggt eins og enginn væri morgundagurinn. Ef ekki var til fé þá var skrifað undir lána- og leigusamninga marga áratugi fram í tímann. Hver sundlaug varð að fá rennibraut af nýjustu og flottustu tegund, hvert tónlistarhús varð að hafa fullkomnustu græjur, og hvert íþróttahús þurfti að vera hærra en það í nágrannasveitarfélaginu. Bruðlið var stjórnlaust.
Nú er komið að skuldadögum. Þegar eytt er um efni fram þá er svigrúmið ekkert þegar harðnar í dalnum og veski útsvarsgreiðenda þurrkast upp. Núna þarf að höggva í grunnþjónustu, sem á einhverjum tíma var talin eina hlutverk sveitarfélaga áður en þau sameinuðust og stækkuðu lánstraust sitt til að bruðla. Hallirnar og rennibrautirnar hafa komið í stað grunnskóla og vegaviðgerða. Bruðl 2007.
Mikill niðurskurður á Álftanesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 23. janúar 2010
Ekkert að semja um
Er ekki að renna upp fyrir ríkisstjórn Íslands að Bretar og Hollendingar vilja ekki "semja" við Íslendinga? Af hverju eru Íslendingar þá að hamast við að draga þá að "samningaborðinu"? Hvers vegna ekki bara að þegjandi og hljóðalaust stinga Icesave-málinu niður í skúffu og spara íslenskum skattgreiðendum 1000 milljarða í skuldir?
Algengt svar er: Þá fá Íslendingar ekki lán til að fjármagna hallarekstur íslenska ríkisins.
Mótsvar við því er: Ef heimili nær ekki endum saman, þá er skorið niður í heimilisútgjöldunum. Sama meðal á að taka í Stjórnarráðinu. Að hella sig fullan er skammtímalausn á timburmönnum. Þótt Jóhanna sé ölvuð á reikning skattgreiðenda, þá eru það skattgreiðendur sem fá timburmennina þegar hún tapar völdum í næstu kosningum.
Erlent ríki kannar sáttagrundvöll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 20. janúar 2010
Flúið undan Skattmann
Í stríði við hermenn og vopn þá flýja þeir sem geta undan átökunum og koma lífi sínum og limum í skjól. Þeir sem eiga bíl keyra, og þeir sem hafa lappir hlaupa.
Svipaða sögu má segja af stríði yfirvalda við almenning og eignir hans. Þeir flýja sem geta. Sumir eru jafnvel svo heppnir að geta flúið með verðmæti sín af landi brott.
Hvorki flótti undan stríðsátökum né Skattmann er skrýtinn né óskiljanlegur. Það vill enginn borga meira í skatt en hann er krafinn um. Þeir sem vilja hækka skatta eru yfirleitt þannig staðsettir í sérhagsmunapólitíkinni að geta séð fram á að fá meira úr vösum annarra en Skattmann tekur úr vasa þeirra sjálfra. Rétt eins og sá sem tekur fagnandi við hermönnum því hann býst við að þeir séu á höttunum eftir lífum annarra en hans sjálfs.
Undanfarin ár hefur verið reynt að einfalda skattkerfið að einhverju leyti. Sköttum var fækkað og gerðir þannig úr garði að það var hægt að skilja skattheimtuna. Þessu á nú að snúa á haus. Nú verða sum rekstrarform fyrirtækja mun hagkvæmari en önnur, tekju- og virðisaukaskattar innheimtir í torskiljanlegum þrepum og skattar á fyrirtæki hækkaðir. Afleiðingin: Þeir sem geta, flýja. Þeir sem geta ekki, þeim blæðir. Rétt eins og í öllum öðrum stríðum yfirvalda gegn almenningi.
Komast undan persónulegri ábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 18. janúar 2010
Sósíalisti boðar ríkisafskipti - hvað er nýtt?
Haft eftir hinum franska sósíalista Dominique Strauss-Kahn:
Sagði hann að á meðan eftirspurn á almennum markaði væri jafn veik og raun beri vitni þá eigi ekki að hætta opinberum aðgerðum. Varaði Strauss-Kahn við því að hætta væri á annarri niðursveiflu ef opinberum aðgerðum væri hætt of snemma.
Hinn franski sósíalisti varar við því að ríkið sleppi greipum sínum af hagkerfinu "of snemma", því þá er hætta á að heimskreppan framlengist. Jahérna, stórfrétt á ferðinni!
Auðvitað vill hinn franski sósíalisti ekki að ríkisvaldið dragi úr afskiptum sínum og björgunaraðgerðum. Hann vill væntanlega heldur ekki að sú stofnun sem hann stýrir, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, minnki við umsvif sín og hætti að blása í sprungin dekk gjaldþrota um allan heim. Það er einfaldlega hugmyndafræði hins franska sósíalista að boða aukin afskipti hins opinbera, og segja í sömu andrá að ef ekki værir fyrir þau þá væri allt farið í kalda kol, og muni fara í kalda kol ef hin opinberu afskipti eru minnkuð.
Hinum franska sósíalista væri kannski nær að kynna sér hina "gleymdu" kreppu í Bandaríkjunum árin 1920-1921. Um hana er t.d. hægt að segja:
The conventional wisdom holds that in the absence of government countercyclical policy, whether fiscal or monetary (or both), we cannot expect economic recovery at least, not without an intolerably long delay. Yet the very opposite policies were followed during the depression of 19201921, and recovery was in fact not long in coming.
Hvað segja franskir sósíalistar þá, í skínandi ljósi hinna sögulegu staðreynda? Væntanlega ekkert nýtt.
Varar við annarri niðursveiflu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 17. janúar 2010
Viðsnúnings-Grænir
Eftir áralanga umræðu um að fjölga þjóðaratkvæðagreiðslum á Íslandi þá virðist vera komið alveg nýtt hljóð í skrokkinn, a.m.k. á þeim sem vilja þjóðnýta andvirði tapaðra innistæða vegna Icesave án nokkurra lagastoða eða rökstuddra krafna annarra en "ég er stærri en þú, borgaðu!".
Of flókið fyrir atkvæðagreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 15. janúar 2010
Skynsamlegast að gera ekkert
Skynsamlegast væri auðvitað að stinga þessu Icesave-máli í skúffuna, og ef Bretar og Hollendingar þykjast eiga eitthvað inni hjá íslenskum skattgreiðendum þá geta þeir snúið sér til viðeigandi dómstóla.
Það er góð tímasóun fólgin í því að Íslendingar eyði tíma sínum í að ræða hvernig á að auka við skuldir sínar um 1000 milljarða, án lagalegra ástæða eða réttmætra krafna.
Jóhanna: Skynsamlegra að leysa án þjóðaratkvæðagreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 13. janúar 2010
Nýtt hljóð í skrokknum
Eftir áralanga umræðu um að fjölga þjóðaratkvæðagreiðslum á Íslandi þá virðist vera komið alveg nýtt hljóð í skrokkinn, a.m.k. á þeim sem vilja þjóðnýta andvirði tapaðra innistæða vegna Icesave án nokkurra lagastoða eða rökstuddra krafna annarra en "ég er stærri en þú, borgaðu!".
Svona var hljóðið áður en ríkisstjórnin fór í fýluferð til Bessastaða (tekið héðan):
Kosningaáherslur VG samþykktar á landsfundi í mars 2009
Aukið lýðræði vegur til framtíðar.
Lýðræðisumbætur
Tryggjum að tiltekinn hluti þjóðarinnar (t.d. 20%) geti með undirskrift sinni átt frumkvæði að þjóðaratkvæðagreiðslum um öll stórmál eða krafist þingrofs og nýrra kosninga.Kosningastefna Borgarahreyfingarinnar 2009
Þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um mál sem varða þjóðarhag óski 7% þjóðarinnar þess. Sama skal gilda um þingrof.Stjórnmálaályktun Samfylkingarinnar 2009
Nauðsynlegt er að breyta stjórnarskrá til að tryggja þjóðareign á sameiginlegum auðlindum, rétt almennings til þjóðaratkvæðagreiðslna og gera kleift að breyta stjórnarskrá með samþykki þings og þjóðar, án þingkosninga.Lýðræði og jafnrétti - stjórnkerfisumbætur
Umbætur á stjórnkerfi og ný stjórnarskrá
Þjóðaratkvæðagreiðslur.
Milliliðalaust lýðræði verði aukið verulega á kostnað fulltrúalýðræðisins.
Tiltekinn hlutfallsfjöldi þjóðarinnar getur kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu.
Minnihluti þingmanna, t.d. 30 % þingmanna, getur kallað eftir þjóðaratkvæði um samþykkt lög áður en forseti hefur staðfest þau.
Reglur um þjóðaratkvæðagreiðslur.Kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins 2009
Lýðræði og réttlæti fyrir okkur öll
Við viljum að heimildir til þjóðaratkvæðagreiðslu verði auknar og oftar leitað beint til þjóðarinnar.Ályktun um réttarfars- og stjórnskipunarmál (landsfundur Sjálfstæðisflokks, 2009)
Landsfundur telur að setja skuli almenn lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna og þær lágmarkskröfur sem gera á um stuðning við mál á Alþingi og við þjóðaratkvæðagreiðslu.
Nú virðist ekki mega kjósa um eitt né neitt - ekki einu sinni umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Hvernig ætli standi á því? Og hvað er til dæmis undanskilið í orðum Vinstri-grænna þegar þeir tala um "öll stórmál"? Ef til vill að Icesave-málið sé ekki stórmál?
Best væri auðvitað að stinga þessu Icesave-máli í skúffuna, og ef Bretar og Hollendingar þykjast eiga eitthvað inni hjá íslenskum skattgreiðendum þá geta þeir snúið sér til viðeigandi dómstóla. En að Íslendingar fari nú að eyða tíma sínum í eitthvað annað en hvernig á að auka við skuldir sínar um 1000 milljarða, án lagalegra ástæða eða réttmætra krafna.
Icesave hentar ekki vel til þjóðaratkvæðis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |