Flúið undan Skattmann

Í stríði við hermenn og vopn þá flýja þeir sem geta undan átökunum og koma lífi sínum og limum í skjól. Þeir sem eiga bíl keyra, og þeir sem hafa lappir hlaupa.

Svipaða sögu má segja af stríði yfirvalda við almenning og eignir hans. Þeir flýja sem geta. Sumir eru jafnvel svo heppnir að geta flúið með verðmæti sín af landi brott. 

Hvorki flótti undan stríðsátökum né Skattmann er skrýtinn né óskiljanlegur. Það vill enginn borga meira í skatt en hann er krafinn um. Þeir sem vilja hækka skatta eru yfirleitt þannig staðsettir í sérhagsmunapólitíkinni að geta séð fram á að fá meira úr vösum annarra en Skattmann tekur úr vasa þeirra sjálfra. Rétt eins og sá sem tekur fagnandi við hermönnum því hann býst við að þeir séu á höttunum eftir lífum annarra en hans sjálfs.

Undanfarin ár hefur verið reynt að einfalda skattkerfið að einhverju leyti. Sköttum var fækkað og gerðir þannig úr garði að það var hægt að skilja skattheimtuna. Þessu á nú að snúa á haus. Nú verða sum rekstrarform fyrirtækja mun hagkvæmari en önnur, tekju- og virðisaukaskattar innheimtir í torskiljanlegum þrepum og skattar á fyrirtæki hækkaðir. Afleiðingin: Þeir sem geta, flýja. Þeir sem geta ekki, þeim blæðir. Rétt eins og í öllum öðrum stríðum yfirvalda gegn almenningi.


mbl.is Komast undan persónulegri ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband