Hverju var afstýrt?

Athyglisvert sjálfshrós á ferðinni hér:

"... þrátt fyrir að stjórnvaldsaðgerðir hafi afstýrt heimskreppu ..."

Nú spyr ég einfaldlega: Hvernig geta stjórnvaldsaðgerðir afstýrt kreppu?

Svarið er: Þær geta það ekki.

Ríkisvaldið er sérstakt fyrirbæri. Það þarf ekki að leita samþykkis áður en það eyðir fé annarra. Stofni það til stórkostlegra skulda, þá lenda þær einfaldlega á ófæddum einstaklingum. Ausi það fé í framkvæmdir, þá eys það jafnframt fé frá öðrum, og sennilega arðbærari framkvæmdum einkaaðila. Brúin sem ríkisvaldið reisir eru fyrirtækin sem aldrei urðu til á markaðinum.

Það er rétt að stjórnvöld um allan heim hafa verið dugleg að þjóðnýta, taka eignanámi, "bjarga" einum á kostnað annars, herða reglur, hækka skatta, flæma fjármagn úr landi, grafa undan gjaldmiðlum með stjórnlausri seðlaprentun, blása í götótta blöðru, koma í veg fyrir úthreinsun á gjaldþrota rekstri, refsa viðskiptalífinu, efla fóstruríkið, þenja út peningaverð á hinu og þessu og rýra kaupmátt peninganna um leið, og svona má lengi telja. Þau hafa hins vegar ekki bjargað neinu.

Sá efnahagsbati sem hugsanlega hefur átt sér stað hefur átt sér stað þar sem ríkisvaldið hefur ekki beitt sér. Svokallaðir vogunarsjóðir hafa farið á hausinn í stórum stíl og arðbærar eignir þeirra fundið nýja eigendur, án þess að blaðamenn hafi mikið nefnt það. Fyrirtæki hafa hagrætt og reynt að aðlagast á markaði þar sem ríkisvaldið er orðið sífellt erfiðara viðureignar. Sumir hafa náð að flýja með verðmæti sín undan blóðsjúgandi skattheimtunni. Hinn svarti markaður, sem hélt Sovétríkjunum á floti í áratugi, er að taka kipp.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ætti að spara sjálfshrósið og hætta að tala um endalok fjármálakreppunnar. Sú kreppa er bara rétt að byrja.


mbl.is Fjárfestar grípa til varna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nákvæmlega!

Guðmundur Ásgeirsson, 28.1.2010 kl. 02:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband