Ekkert að semja um

Er ekki að renna upp fyrir ríkisstjórn Íslands að Bretar og Hollendingar vilja ekki "semja" við Íslendinga? Af hverju eru Íslendingar þá að hamast við að draga þá að "samningaborðinu"? Hvers vegna ekki bara að þegjandi og hljóðalaust stinga Icesave-málinu niður í skúffu og spara íslenskum skattgreiðendum 1000 milljarða í skuldir?

Algengt svar er: Þá fá Íslendingar ekki lán til að fjármagna hallarekstur íslenska ríkisins.

Mótsvar við því er: Ef heimili nær ekki endum saman, þá er skorið niður í heimilisútgjöldunum. Sama meðal á að taka í Stjórnarráðinu. Að hella sig fullan er skammtímalausn á timburmönnum. Þótt Jóhanna sé ölvuð á reikning skattgreiðenda, þá eru það skattgreiðendur sem fá timburmennina þegar hún tapar völdum í næstu kosningum.

 


mbl.is Erlent ríki kannar sáttagrundvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Jæja segðu Geir, er málið ekki bara að Bretar og Hollendingar treysta ekki Jóhönnu og stjórn hennar, Jóhanna veit að ef hún gengur ekki að kröfum Breta eins og þeir vilja fær hún ekki inn í ESB. það er eina skýringin sem ég get fengið úr þessu.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.1.2010 kl. 16:37

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Vonandi að hún sé rúin trausti, gefist upp á þessu Icesave-ESB-áhugamáli sínu og boði til kosninga svo hún geti farið frá með sæmd, í stað þess að horfa upp á stjórn sína springa.

Geir Ágústsson, 23.1.2010 kl. 19:27

3 Smámynd: Einar Jón

Þeir telja sig þurfa að semja vegna þess að gamla sjálfstæðis/samfylkingarstjórnin skifaði undir alls konar yfirlýsingar um að við myndum borga, sem gerði samningsstöðuna ömurlega (samantekt). Heldurðu að það virki í alþjóðasamskiptum að segjast hafa verið með lygaramerki á tánum?

Hallareksturinn stafar einmitt af gengdarlausum vexti ríkisbáknsins síðustu 10 ár. Það tekur tíma að hleypa úr blöðrunni, og á meðan verður hallarekstur. Þú færð þó prik fyrir að hafa mótmælt því á sínum tíma.

En þú vissir þetta allt saman fyrir og ert bara að drulla yfir ömurlega vinstrið, ekki satt?

Einar Jón, 24.1.2010 kl. 06:52

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Einar,

Til hvers Icesave-lög er málið var svo gott sem klappað og klárt á tímum þarseinustu ríkisstjórnar?

Og ef frekari upplýsingar, yfirlýsingar hollenska fjármálaráðherrans, nánari rýning í lögin og fleira slíkt grefur hressilega undan fyrri "yfirlýsingum", af hvers vegna þá að leggja allt kapp á að virða þær? Hvers vegna að eyða öllum kröftum núverandi ríkisstjórnar í að virða yfirlýsingar þarseinustu ríkisstjórnar? Hví ekki að segja, "þessir Sjálfstæðismenn á sínum tíma vissu hreinlega ekkert hvað þeir voru að tala um, og við ætlum okkur ekki að leggja allt kapp á að berjast fyrir þeirra yfirlýsingum í þessu máli frekar en öðrum"?

Ísland skuldar ekki krónu vegna Icesave nema Icesave-lögin verði samþykkt. Geri Tryggingasjóður innistæða það (sem er vafasöm túlkun á lögum ESB þegar um kerfishrun er að ræða) þá er honum heimilt, samkvæmt núverandi lögum, að taka lán. Í sínu nafni, sem sjálfseignarstofnun.

Geir Ágústsson, 24.1.2010 kl. 11:41

5 Smámynd: Einar Jón

Yfirlýsingar og vilyrði eru ekki nægjanleg til að skuldbinda þjóðina upp á billjón skrilljónir, eins og þú veist. Til þess þarf lögin (g)óðu.

Mér líst ágætlega á að gefa út yfirlýsingu um að Svavar Gests og gamla ríkisstjórnin hafi ekkert vitað í sinn haus og verið þvinguð til slæmra samninga, og heimta dómstólaleiðina á þetta.

En að kenna núverandi stjórn um allt heila klabbið er bull og lélegur spuni.

Einar Jón, 24.1.2010 kl. 15:35

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er eitt að fyrrverandi ríkisstjórn hafi brotið nokkur egg þegar hún var að baka lélega köku. En að núverandi ríkisstjórn hendi heilu eggjabökkunum í jörðina er á hennar ábyrgð.

Geir Ágústsson, 24.1.2010 kl. 15:49

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Eða eins og Steingrímur J. sagði sjálfur, 8 dögum áður en hann tók við embætti fjármálaráðherra: "Enn er hægt að afstýra stórslysi fyrir íslenska þjóð. Taki Tryggingarsjóðurinn hins vegar við skuldunum er ljóst að þá verður ekki aftur snúið."

Hjartanlega sammála því.

Geir Ágústsson, 24.1.2010 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband