Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
Mánudagur, 20. apríl 2009
Þegar gremjan verður rökhugsun yfirsterkari
Magnað. Nú eru skemmdarvargar byrjaðir að hrella starfsfólk og eyðileggja eigur stjórnmálaflokks til að fá útrás fyrir persónulega gremju sína. Er til lægra form tjáskipta ef líkamlegt ofbeldi er undanskilið?
Ég auglýsi hér með eftir einhverjum sem lítur jákvæðum augum á umrædd skemmdarverk, og rökum fyrir slíku sjónarmiði. Nafnleysi þarf væntanlega að fylgja slíku og ég sætti mig alveg við það. Kurteisi krefst ég samt af þeim sem vilja tjá sig á þessari síðu.
Ég vil í leiðinni dást að þeim sem hafa ímyndunarafl til að kenna einum stjórnmálaflokki um allt sem kom fyrir á fjármálamörkuðum seinasta haust. Því miður er þetta ímyndunarafl ekki nýtt til neins uppbyggilegs, t.d. til að ímynda sér hvað hefði komið fyrir ef íslenska ríkið hefði hætt einokun peningaútgáfu fyrir löngu síðan og aðskilið ríkisvald og hagkerfi.
Þetta var bara innrás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 16. apríl 2009
Er reynsla Svía slæm?
Ögmundur Jónasson segir frá:
Ef peningarnir fylgja sjúklingi er sú hætta fyrir hendi að fjárvana stofnun reyni að finna eitthvað að fólki sem í reynd er heilt heilsu. En ég tek fram að ég hef mikla trú á heilbrigðisstarfsfólki og þar með læknum og vil ræða við þá sem heilbrigðisstarfsmenn, ekki sem bisnessfyrirtæki.
Nú má vera að Ögmundur hafi rétt fyrir sér. Að reynsla margra, t.d. sænskra sveitarfélaga og sérstaklega Stokkhólms, af ávísanakerfi sé svo slæm að þar "oflæknist" fólk í stórum stíl. Að aukið valfrelsi, þó vitaskuld ennþá á fullan reikning skattgreiðenda, sé mun síðri kostur en núverandi miðstýring. Að sala matvæla, trygginga, baknudds, lyfja og bakaðra bauna sé í grundvallaratriðum annars konar rekstur en sala læknisþjónustu.
Ögmundur mætti samt geta heimilda. Eitthvað í stíl við svona lesefni (56 bls PDF-skjal) jafnvel, þar sem segir á bls. 17 um snögg umskipti í höfuðborg Svíþjóðar:
A NEW PRICE MECHANISM
In 1990, literally overnight, a DRG system, inspired by the US, was ntroduced by a Social Democrat Council majority! (DRG = Diagnosis Related Groups, a system measuring the resources necessary for a great number of treatments. In the Stockholm purchaser+provider system the DRGs set the price-tag for many of the contracted services and are a tool for the distribution of funding.)Out went central or global budgets and in came a compensation system, where the hospitals were paid according to what they really delivered, not according to what the budget said they were supposed to produce. Close on 500 products were defined by the DRG price list, and prices were gradually reduced to reflect the appropriate level of compensation.
Trúðu mér, kæri lesandi: Sænskir sósíaldemókratar losa ekki um haftir og miðstýringu af hugsjónaástæðum eða af gamni sínu. Þeir gera það þegar þeir eru knúnir til þess. Ætli það sé ekki óhætt að segja að Ögmundur sé knúinn til að breyta einhverju, eins og staðan er í dag?
Segir ávísanakerfi ýta undir oflækningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 14. apríl 2009
Hver hafði rétt fyrir sér áður? Hver er að spá rétt fyrir í dag?
Hvað segir þessi maður sem hafði svo rétt fyrir sér um hrun bandaríska hagkerfisins (af réttum ástæðum) svo um framtíð bandaríska dollarans og væntan "árangur" af efnahagsaðgerðum Obama?
Hann segir: Dollarinn er hinn næsti klósettpappír. Meira hér:
Sjáum hvað setur.
Vísbendingar um að áhrif kreppunnar fari dvínandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 10. apríl 2009
Er Obama veruleikafirrtur? Kannski
Obama er duglegur ræðumaður. Sem hagfræðingur stendur hann samt á þynnri ís. Efnahagsstefna hans er ekki að gera eitt né neitt til að koma bandaríska hagkerfinu á réttan kjöl. Þvert á móti er hann að PRENTA PENINGA EINS OG GALINN og heldur að það sé leiðin út úr núverandi erfiðleikum. Honum skjátlast. Ráðgjöfum hans, sumir hverjir með Nóbelsverðlaun í rassvasanum, skjátlast.
En hvers vegna eru þá allir að kaupa þetta snákameðal sem hefur allar réttu merkingarnar en allt hið ranga í innihaldi? Það er önnur spurning, og vandasamari að svara. Kannski hluti svarsins felist í því að spyrja á móti:
Why You've Never Heard of the Great Depression of 1920 (MP3-skrá)
Kannski.
Vonarglæta í efnahagslífinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 10. apríl 2009
Ónei, hvað með mitt heimili?
Það eru til margar leiðir til að "nýta" sér aðstæður í kreppunni, og um leið stytta sér stundir með smá slagsmálum við lögreglu og aðra. Ein er sú að ráfa um götur bæjarins í leit að "tómu" og "vanræktu" húsnæði, brjótast inn í það, hengja stríðsyfirlýsingar utan á það og hóa í fjölmiðla.
Í sumar verð ég sennilega að heiman í nokkurn tíma til að brenna frídögum. Með einhverri sanngirni má segja að ég "vanræki" heimili mitt. Er þá heimili mitt orðið kandídat í hina svokölluðu "hústöku"? Ég vona ekki. Sem betur fer bý ég á 2. hæð í rólegu hverfi þar sem eirðarlausir prakkarar eru sjaldséðari en víðast hvar annars staðar hér í borg (Kaupmannahöfn). Ég ætti því að geta verið rólegur. En heimili mitt uppfyllir samt "skilyrði" hústökufólks fyrir hústöku, og það dapurleg hugsun (mun standa tómt, og einhver gæti talað um vanrækslu).
"Stundum á stjórnarskráin og ákvæði hennar um eignarrétt bara að gilda fyrir suma, en ekki alla, eftir því hvað hentar sumum hverju sinni." Þetta er hugsun sem ég hélt ekki að fjölmiðlamenn og moggabloggarar Íslands væru svona skilningsríkir yfir. Mér skjátlaðist. Því miður.
Hústökufólk á Vatnsstíg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 6. apríl 2009
Heimilt að verðtryggja, heimilt að sleppa því
Athyglisvert útspil hjá Landsbanka íslenska ríkisins (LÍS) að bjóða upp á óverðtryggð íbúðalán (hvað með einbýlishúsalán?). Með því að skoða kjörin er hægt að skyggnast inn í framtíðina þegar og ef lögbann verður sett á verðtryggingu á Íslandi.
Lögbann segi ég, því það er engin skylda að verðtryggja lán. Það er heimilt á ákveðnum forsendum (sjá þessi lög, 14. gr.). Nú ákveður LÍS að sleppa því að nota þessa heimild, en sér því miður ekki ástæðu til að sjá útlán sín brenna upp í verðbólgubáli og hefur vextina því breytilega. Nema lögbann verði einnig sett á breytilega vexti, þá er hið nýja útspil það sem koma skal í umhverfi lögbanns á verðtryggingu.
Það er vonandi að háværar raddir um svokallað "afnám" verðtryggingar þagni núna, eða aðlagi sig að breyttum aðstæðum (en beiti sama skorti á skynsemi) og byrji að heima lögbann á sveigjanlega vexti líka, og jafnvel heimta lögbundið vaxtaþak, sem vitaskuld mun bara leiða til þess að allir sjóðir á Íslandi sem eiga útistandandi lán þurrkast upp, nema yfirvöldum takist að koma böndum á aukningu peningamagns í umferð (verðbólgu, sem gjarnan er ranglega skilgreind sem hækkandi verðlag).
Landsbankinn býður óverðtryggð íbúðalán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 6. apríl 2009
Hvað með að byggja pýramída?
Það sést úr mikilli fjarlægð hverjir hafa lesið Hagfræði í hnotskurn [textinn | bókin] (eða álíka skrif) eftir Henry Hazlitt, og hverjir ekki. Dæmi um einhvern sem hefur ekki lesið bókina (eða aðrar álíka) er blaðamaður viðhengdrar fréttar. Blaðamaður talar um að einhver tiltekin ríkisframkvæmd, sem kannski og kannski ekki er lífsnauðsynleg fyrir öryggi og heilsu íbúa tiltekins sveitarfélags, "skapi störf". Meira að segja mjög mörg störf! Er það alveg augljóst og óumdeilanlegt mál?
Nei. Fjarri því.
Hazlitt bendir á hið falda með svo skýrum hætti að ég get ekki hugsað mér að reyna gera betur, og vona að enskan fæli ekki lesandann frá (línubil eru mín):
But then we come to the second argument. The bridge exists. It is, let us suppose, a beautiful and not an ugly bridge. It has come into being through the magic of government spending. Where would it have been if the obstructionists and the reactionaries had had their way? There would have been no bridge. The country would have been just that much poorer.
Here again the government spenders have the better of the argument with all those who cannot see beyond the immediate range of their physical eyes. They can see the bridge. But if they have taught themselves to look for indirect as well as direct consequences they can once more see in the eye of imagination the possibilities that have never been allowed to come into existence. They can see the unbuilt homes, the unmade cars and washing machines, the unmade dresses and coats, perhaps the ungrown and unsold foodstuffs.
To see these uncreated things requires a kind of imagination that not many people have. We can think of these nonexistent objects once, perhaps, but we cannot keep them before our minds as we can the bridge that we pass every working day. What has happened is merely that one thing has been created instead of others.
Nú má vera að snjóflóðavarnargarðar séu alveg gríðarlega mikilvægar framkvæmdir. Þær "skapa" hins vegar engin störf. Þær flytja störf frá einkaframtakinu og yfir til hins opinbera. Rétt eins og bygging pýramída og tónlistarhúsa.
Gerð varnargarða skapar 200 ársverk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 4. apríl 2009
Hin komandi óðaverðbólga
Í þessari grein ("There Will Be (Hyper)Inflation") er í stuttu máli útskýrt af hverju dollarinn er í þann mund að verða verðlaus pappír. Greinin útskýrir nánar af hverju svo er, meðal annars með litríkum gröfum.
Fordæmi er fyrir því að önnur ríki reyni að elta verðleysi bandaríska dollarans til að verja markaði sína í Bandaríkjunum. Ef t.d. íslenska krónan heldur verðgildi sínu, en bandaríski dollarinn ekki, þá munu íslenskar vörur einfaldlega verða of dýrar fyrir bandaríska markaðinn, og markaðurinn lokast. Með því að elta óðaverðbólgu í Bandaríkjunum með einni slíkri innanlands þá virðist mega koma í veg fyrir það, tímabundið. Hið sama gildir vitaskuld um evruna, sem einnig er byrjuð að prentast sem aldrei fyrr, þó ekki eins hratt og bandaríski dollarinn (ennþá?).
Í Bandaríkjunum er staðan eftirfarandi:
Commercial banks can be expected to put their excess reserves to use, because base-money balances do not yield any interest: banks need to generate income to be in a position to pay interest on their liabilities (demand, time and savings deposits, and debentures).
Extending loans is one option. However, in an economic environment of financially overstretched borrowers, banks might be hesitant to increase their loan exposure vis-à-vis households and firms. In fact, it might be increasingly difficult for banks to do so given that equity capital has become increasingly scarce and costly.
So commercial banks may wish to monetize government debt, as the latter does not require putting equity capital to use. The government then spends the additionally created money stock on politically expedient projects (unemployment benefits, infrastructure, defense, etc.), and the money stock in the hands of households and firms rises.
If, however, commercial banks decide to refrain from additional lending, and even call in loans falling due, the government may decide as another drastic, but logically consequential step of interventionism to nationalize the banking industry (or at least a great part of it). By doing so, it can make the banks increase the credit and money supply.
Alternatively, the central bank could print additional money, distributing it to households and firms as a transfer payment.
Þetta síðastnefnda, að bandarísk yfirvöld láni nýja peninga beint til einstaklinga og fyrirtækja í stað þess að nota bankana sem óþæga milliliði, er einmitt ein af nýjustu "ráðstöfunum" bandarískra yfirvalda.
Veislunni á að halda áfram, á fullum krafti, í blindri trú á kerfið sem er búið að hrynja tvisvar á innan við áratug.
Orðin(n) hrædd(ur) ennþá? Ég er orðinn það.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)