Rétti tíminn er NÚNA

Nú hélt ég að a.m.k. flestir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu skilning á því að skattar eru ekkert annað en sá hluti launa okkar sem við fáum ekki að ráðstafa sjálf, og að sá hluti eigi að vera eins lítill og hægt er. Nú virðist sem Samfylkingarsóttin sé komin í þessa sömu þingmenn - sú sótt að telja skattalækkanir ætíð vera ótímabærar (skattalækkun í góðæri = þensluhvetjandi, skattalækkun í hallæri = ótæk tekjuskerðing ríkisvalds í björgunaraðgerðum).

Í hvað er ríkið að eyða launum okkar nú til dags? Það er að eyða því í eigin útþenslu. Eftirlitsstofnunum fjölgar og þær fara stækkandi. Heilbrigðiskerfinu er leyft að þenjast út í kostnaði og dragast saman í getu. Fleiri og fleiri ríkisstarfsmenn fylgjast með kynjaskiptingu, fyrirtækjauppkaupum, verðlagi og reykingum í einkahúsnæði en nokkru sinni fyrr. Sendiráðin skjóta upp kollinum í stórum stíl. Forseti Íslands tvöfaldar kostnað embættis síns. Listinn er endalaus. Ár kartöflunnar er kartafla í skó skattgreiðenda.

Rétti tíminn fyrir skattalækkanir er núna. Ef "kreppa" er handan við hornið þá hjálpa skattalækkanir skattgreiðendum að greiða sínar skuldir og búa í haginn fyrir mögru árin. Ef "þenslan" er viðvarandi þá hjálpa skattalækkanir ríkinu að hægja á vexti sínum (og þó, því skattalækkanir hingað til hafa þýtt auknar skatttekjur ríkisvaldsins þökk sé auknum umsvifum í hagkerfinu).  

Árni M. Mathiesen, vinsamlegast hættu að eyða laununum okkar. 


mbl.is Ekki tímabært að tímasetja skattalækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Hárrétt Geir, en skrímslið vex og hættir aldrei að vaxa nema það sé afhöfðað.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 9.1.2008 kl. 20:03

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Vel orðað og tímabært, Geir. En Samfylkingin segði þá alltaf eftir skattalækkanir, að áform þeirra um aukna aðstoð hefði ekki náð fram að ganga vegna þessara skattalækkana sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi krafist.

Ívar Pálsson, 9.1.2008 kl. 20:45

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Á móti er þá í hvelli hægt að benda á að skatttekjur ríkissjóðs jukust enn meira í kjölfar aukinnar veltu í hagkerfinu sem afleiðing minnkandi hlutfallslegs fjárþorsta ríkiskassans!

Samfylkingarsóttin hundsar að vísu slík rök og á það til að einblína á laun eins miðað við laun annars, en rökin standa þrátt fyrir það. 

Off with their heads! 

Geir Ágústsson, 9.1.2008 kl. 21:20

4 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að stjórna í yfir 16 ár samfellt en Samfylkingin í nokkra mánuði, þannig að það er út í hött að kenna Samfylkingunni um þetta. Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að vera alveg úti á þekju í þessum málum og engum öðrum verður um kennt. Ég sé ekki betur en það sé svigrúm fyrir alvöru hægri flokk, ekki ætlar Frjálslyndiflokkurinn að skipa sér þar sess, komnir í einhverskonar trúarpólitík.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 21:26

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að vera drifkraftur margra (allra?) skattalækkana seinustu 16 árin og standast mörg áhlaup skattahækkunarsinna í gegnum tíðina. Nú virðist samt, því miður, vera að hefjast nýtt tímabil hjá Sjöllunum; að finna því öllu til foráttu að minnka útgjöld launþega gegn vilja þeirra.

Geir Ágústsson, 10.1.2008 kl. 22:47

6 identicon

Eitthvað er Sjálfstæðisflokkurinn tregur til skattalækkana núna í samvinnu við verkalýðshreyfinguna, og auðvitað er nánast óbreyttur persónuafsláttur undanfarin ár ekkert annað en stórfelld skattahækkun.

Það hafa streymt inn peningar í ríkissjóð, en stór hluti af því er vegna "velgengni" á braskmörkuðum, það eru tímabundnar tekjur, gætu stórlækkað næstu árin. Hver er þá niðurstaðan: opinber útgjöld á Íslandi eru með því hæsta í heimi og hafa aukist hraðar en annarstaðar.

Sjálfstæðisflokkurinn er bara vinstri- miðjuflokkur. Það er full þörf fyrir aðhald á flokkinn frá hægri, en við þetta ástand þá eiga þeir allt hægrifyglið og með því að færa sig á miðjuna ná þeir í vinstrafylgið líka.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 15:15

7 identicon

Greinin er í raun frábær hjá þér, nema að þetta er ekkert nýtt hjá Sjálfstæðisflokknum. Þeir hafa einfaldlega ekki verið að standa sig,
sama hverjum þeir vinna með. Þessi þensla hins opinbera stóð allan tíman sem þeir unnu með Framsókn. Engu líkara er en að VG hafi kippt í spottana og stjórnað gerðum Sjálfstæðismanna.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 17:02

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Hef engan áhuga á að verja Sjálfstæðisflokkinn neitt og sammála því sem þú segir. Sjálfstæðisflokkurinn er því miður það illskásta í hópi íslenskra stjórnmálaflokka, hafi maður yfirleitt áhuga á að kjósa. Nú virðist það illskásta ætla verða að því illa, hreinlega! Aðhalds frá hægri í kosningum er saknað. Enginn vafi.

Geir Ágústsson, 11.1.2008 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband