Gat Sarkozy ekki fundið sósíalista innan Frakklands?

Forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, greindi frá því í dag að hann hafi fengið tvo erlenda sósíalista til að starfa með frönskum stjórnvöldum. Ástæðan fyrir því að útlenskir vinstrimenn en ekki innlendir voru valdir er óljós, en líklega hefur titla- og heiðurmerkjatog eitthvað með málið að gera, enda Sarkozy annálaður aðdáandi fínnar merkjavöru.

Sá fyrri, Joseph Stiglitz, hefur þá skoðun frægasta að vilja beina alþjóðavæðingunni í auknum mæli í hendur ríkisstjórna heimsins. Þannig telur hann að hagur hinna fátækustu muni vænkast. Að vísu eiga skoðanir hans ekki við um lönd eins og Singapore, Hong Kong hluta Kína, Suður-Kóreu, Skandinavíu fyrir 1950 og Ísland í dag, sem byggja/byggðu efnahag sinn á traustum einkaeignarrétti og verslun og viðskiptum, en það er önnur saga.

Skoðanir Stiglitz eiga fyrst og fremst við um lönd þar sem sósíalistar eru við völd - gjarnan afrískir - og þar sem eignarréttur og viðskiptafrelsi eru framandi hugtök og því haldið þannig af þarlendum stjórnvöldum. Skuldinni skellir Stiglitz samt á eitthvað hann kallar "Information asymmetry" sem snýst í stuttu máli um að ekki viti allir allt og það sé vandamál sem ríkisvaldið þarf að leysa af sinni alvisku. Þessi maður ætlar nú að gefa ráð í Frakklandi. Verði Frökkum að góðu!

Ekki virkar hinn útlendi vinstrimaðurinn betur á mig. Sá berst, að sögn, fyrir þróun " í þágu félagslegra umbóta", sem þýðir væntanlega að fyrirtæki mega græða á meðan stjórnvöld geta eytt hagnaðinum í ýmis ríkisrekin verkefni. Hver nennir að græða í þannig Hróa-hattar-samfélagi?

Nú erum við fá sem náðum að standa í löngum biðröðum í tómar matvælaverslanir hins sovéska ríkisvalds, en sennilega fleiri sem höfum staðið í biðröð í "fjársvelt" heilbrigðiskerfi hins íslenska ríkis. Núna ætlar forseti Frakklands að skreyta franskan sósíalisma með fjöðrum Nóbelsverðlaunahafa, og búa til biðraðir þar sem fólki er yfirvegað sagt að standa því frægir útlenskir vinstrimenn töldu það nauðsynlegt.

Frábært! 


mbl.is Nóbelsverðlaunahafar til starfa fyrir frönsk stjórnvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Það er nú meira að segja nóg af Sósíalistum í hans eigin flokki. Þrátt fyrir allt er Sarko einn al frambærilegasti stjórnmálamaður Frakklands, og á franskan mælikvarða er hann talsverður frelsisunnandi.

Sindri Guðjónsson, 9.1.2008 kl. 13:59

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ekki ósammála í því að Sarko er skárri en allt annað sem flokkast sem raunverulegur kostur í frönskum stjórnmálum. Kannski hann haldi að hinir nýju (og eflaust rándýru) ráðgjafar hans séu fulltrúar hins frjálsa markaðar?

Geir Ágústsson, 9.1.2008 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband