Hvernig er hitastig Jarðar að þróast?

Ein kenningin segir: Niður á við!

c_documents_and_settings_user_my_documents_ve_urfar_image51

Mynd tekin héðan (sést í fullri stærð hér).  

Ég ætla ekki að leggja persónulegt mat á réttmæti þessarar kenningar en hún er óneitanlega áhugaverð. Mér finnst til dæmis fátt benda til að í Danmörku sé einhver sérstök hlýnun í gangi nema síður sé.  Hins vegar geta þeir sem hafa blandað veðurfræði í hugmyndafræði sína ekki annað en haldið því til streitu að Jörðin sé að fara í fjandans og það sé manninum (þá aðallega Kínverjum og Indverjum) að kenna í óþolandi sókn sinni í bætt lífskjör með hjálp vaxandi orkunotkunar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Freydís Bjarnadóttir

Já jarðfræðingar vilja meina að meðalhiti jarðar hafi ekki verið jafnhár og nú í ein 8000 ár. En talandi um bætt lífskjör Kínverja og Indverja, ætti það ekki frekar að stuðla að hreinni nátturu, lofti o.s.fr. Því vegna bættra lífskjara eykst viðhorf manna til auðlinda landsins og fólk hugar frekar að því að kaupa sparneytari bíla sem menga minna svo að dæmi séu tekin.

kv.steina

Freydís Bjarnadóttir, 6.1.2008 kl. 11:03

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Freydís, það tók Evrópubúa 100-200 ár að verða nógu ríkir til að geta beint athyglinni frá brýnasta brauðstritinu. Margt bendir til að Kínverjar verði mun sneggri að því (ýmis "sparneytin" tækni nú þegar til og því ódýrari og aðgengilegri en þegar þurfti að finna hana upp frá grunni; auðveldara að verða ríkur þegar stór og ríkur kúnnahópur er þegar til staðar í Evrópu og Norður-Ameríku).

Hins vegar þarf þetta að gerast í réttri röð - fyrst að verða ríkur, svo að hætta einbeita sér að brýnasta brauðstritinu. Tilraunir ríkra Vesturlandabúa til að snúa ferlinu við í öðrum heimshlutum verða engum til góðs (né auðs).

Nú fyrir utan að enginn hefur sýnt fram á samhengi hækkandi hitastigs og magns CO2 í andrúmsloftinu.

Var ekki blómaskeið margra samfélaga þegar hitastigið var enn hærra enn í dag?

"Between 6500 and 3500 B.C., the temperature increased from 58° F to 62° F. This is the warmest the Earth has been during the Holocene, which is why scientists refer to the period as the Holocene Maximum. Since the temperature of the Holocene Maximum is close to what global warming models project for the Earth by 2100, how Mankind faired during the era is instructive. The most striking fact is that it was during this period that the Agricultural Revolution began in the Middle East, laying the foundation for civilization. Yet, Greenhouse theory proponents claim the planet will experience severe environmental distress if the climate is that warm again."

- "Global Warming: Enjoy it While You Can"  

Geir Ágústsson, 6.1.2008 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband