Gamalt mjöl í nýjum sekkjum

Enn og aftur rjúka fjölmiðlar til og segja frá því þegar hin pólitíska vísindanefnd, IPCC, kynnir gamlar niðurstöður og vangaveltur með nýjum glærum. Enn og aftur er því haldið fram að CO2 (þú veist, þetta sem líkami þinn er byggður úr og rotnandi laufblöð á köldum haustdegi dæla út í andrúmsloftið) hafi áhrif á veðrið. Enn og aftur er svo þessi dansleikur stjórnmála- og vísindamanna (vísindamenn rannsaka og skrifa skýrslur, stjórnmálamenn skrifa útdrátt úr niðurstöðum þeirra) notaður til að rökstyðja stofnun alþjóðlegs opinbers eftirlits. Alheimssósíalisminn varð þá að veruleika eftir allt saman!

Ef við höfum í raun og veru áhyggjur af veðrinu, af hverju berjumst við þá ekki frekar fyrir því að fátæklingar geti orðið nógu ríkir til að kaupa sér úlpu (ef það kólnar) eða stuttbuxur (ef það hlýnar), nú eða stígvél (ef það rignir) eða sandala (ef 'ann hangir þurr)? Eru efnahagsleg úrræði til að bregðast við óumflýjanlegum og eilífum breytingum á umhverfi okkar lúxus sem við svo vísvitandi viljum halda frá íbúum fátækustu svæða jarðar (að undanþegnum þeim sem má gefa þeim með þróunaraðstoð og ölmusa)? 

Dómsdagur er í nánd segja margir (þó ekki villitrúarmennirnir) en ég vil a.m.k. gjarnan hafa næg úrræði til að verjast brennisteinsrigningum og himnasendum plágum og óska þess að sem flestir hafi efni á því sama. 

Þess má geta að vísindin og grundvöllurinn bak við stofnun alþjóðaríkisvalds í nafni banns við rotnun og orkuframleiðslu í þróunarríkjum (takmörkun á losun CO2) eru ósköp fátækleg, en meira um það má lesa hér. Ég ítreka svo þá skoðun mína að mér finnst ekki á neinn hátt réttlætanlegt að nota veðurspánna til að takmarka frelsi einstaklingsins sama hvað ískjarnaboranir og völvuspár og hermilíkön segja mér um framtíðina.


mbl.is Hlýnun jarðar er staðreynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Slembinn,

Katrína skall nú þrátt fyrir allt á þróuðu ríku iðnvæddu ríki sem hvorki þurfti þróunaraðstoð eða íslenska friðargæsluliða til að "hjálpa" til við uppbyggingu. Hvort hinu bandaríska ríkisvaldi tókst vel eða illa upp við björgunaraðgerðir er svo önnur saga

Fiskveiðiheimildir á Íslandi eru a.m.k. semí-einkaeign sem eigendur sjálfir hafa áhuga á og hagsmuni í að nýta þannig að verðmætin af eigninni haldi áfram að aukast. Já svona rétt eins og þú ferð með húseign þína (gefið að þú eigir slíka)! Einkennilegt hjá þér að halda að andstaða við frelsisskerðingu þýðir afnám einkaeignarréttar? 

Geir Ágústsson, 17.11.2007 kl. 14:01

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ef ríkum snobbuðum Vesturlandabúum langar að takmarka eigin notkun á jarðefnaeldsneyti (fara þá út í sólarorku, vindorku eða kjarnorku í staðinn - allt þetta dýra og tæknilega flókna og erfiða í viðhaldi og rekstri) þá þeir um það. Ég fer sennilega ekki á hausinn ef ég þarf að eyða stærri hluta launa minn í kyndingu og ferðalög í bílum og lestum (kaupi bara ódýrari bjór eða minna af fötum í staðinn). Ég mundi líta á þetta eins og hvern annan skatt og berjast fyrir lækkun eða afnámi hans eins og öðrum sköttum.

Sem snobbaður Vesturlandabúi þá leyfi ég til dæmis ekki að spila nema takmarkað mikið af leiðinlegri tónlist heima hjá mér og hef kvóta á slíkri spilun sem ég framfylgi stíft.

En að einhverjir bjúrókratar skilgreini eitthvað þak eða hámark á afurð jarðefnaeldsneytisbrennslu og þvingi þessar takmarkanir upp á þau ríki heims sem hvað háðust eru nákvæmlega þeirri brennslu til að komast úr fátækt - það er beinlínis viðbjóðslegt. 

Kvóta á losun á CO2 á að afskrifa sem ónauðsynlega með öllu og líta á sem óhagkvæma, illstjórnanlega og beinlínis eitraða og banvæna fyrir fátækt fólks heimsins. Já, og fyrir utan að CO2 stjórnar ekki hegðun lofthjúpsins og því áhrifalaust með öllu að takmarka losun á því ef ætlunin er sú að spara sér hálfa gráðu eftir 50 ár.

Geir Ágústsson, 17.11.2007 kl. 14:48

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ef það blæs, þá er það global warming. ef það rignir, þá er það global warming. global warming er orðið að blóraböggli fyrir allt sem gerist á jörðinni. æsifréttamennska, trúgirni og day after tomorrow syndrome eiga stóran þátt í þeir múghræðslu yfir því sem global warming á að vera. allt ljót og slæmt. Slembinn þú hefur kannski ekki frétt af því en það veðraði líka ílla áður en við fórum að brenna kol.

Fannar frá Rifi, 17.11.2007 kl. 17:51

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er staðreynd að það var þreifandi bylur hér á Sauðárkróki þegar þessar "staðreyndir" vísindanefndarinnar voru kynntar.

Geir, ég tel að sú tilraun sem gerð hefur verið með uppbyggingu þorskstofnsins vera algerlega misheppnuð enda er afraksturinn mikill mínus en ekki plús.  Upphaflegt markmið var að það fengist jafnstöðuafli 400 - 500 þúsund tonn en nú verður aflinn 130 þúsund tonn eftir áratuga uppbyggingu

Sigurjón Þórðarson, 17.11.2007 kl. 21:40

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Athyglisverður punktur.

Vísindamönnum hefur mistekist trekk í trekk að "reikna út" leyfilegan afla og "uppbyggingu" á einhverju sem er a.m.k. að einhverju leyti mælanlegt í grófum dráttum, og ekki alltof óvisst miðað við margt annað. Vísindamönnum er engu að síður treyst til að taka ákvarðanir (eða vera grundvöllur ákvarðana) sem varða orkuöflun og lífskjör alls mannkyns.

Kannski vísindamönnum í óvissum vísindum séu takmörk sett eftir allt saman, sama hvað þeir pakka niðurstöður sínar í fallegar skýrslur? 

Geir Ágústsson, 17.11.2007 kl. 22:51

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Hafþór,

Ég tel mig geta sannað frekar auðveldlega fyrir dómstólum að kjarnorkulosun þín skemmir standlengjuna mína. Þú, á hinn bóginn, átt erfitt með að færa sannfærandi rök fyrir því að bílnotkun þín sé form af árás á mig eða mínar eigur (gætir samt hugsanlega fært rök fyrir því að pottaplöntur mínar séu að dafna í faðmi hins aukna CO2 hlutfalls (t.d. 0,04% styrkleiki í stað 0,039% styrkleika áður). 

Geir Ágústsson, 20.11.2007 kl. 20:30

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Vatn, birta, næringarefni og aðgangur að CO2 eru afgerandi fyrir vöxt planta.

Magn CO2 er ekki afgerandi fyrir veðurfarið, að því er virðist. Ekkert "sannað" þar nema síður sé og hitt sannað að CO2 eltir hitastigshækkanir en ekki öfugt.

Gefið, hins vegar ("what if?"), að CO2 hafi afgerandi áhrif á veðurfarið þá liggur sönnunarbyrðin samt á þeim sem vilja binda hendur annarra með valdi og í nafni sjálfsvarnar.

Geir Ágústsson, 21.11.2007 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband