Norðurlöndin vs. Bandaríkin

Eftirfarandi er ekki á allra vitorði: 

"...Scandinavians are the poorest people in Western Europe once income is adjusted for taxes and the cost of living."

"If nations are being judged on the prosperity of their poorest citizens, then Nordic nations certainly are equal to the United States."

"...strong economic growth is better than income redistribution if the goal is to help the least fortunate in society."

Setningar teknar úr mjög svo athyglisverðri skýrslu sem ég ætla troða ofan í kokið á öllum sem halda því fram að Norðurlöndin séu eitthvað sérstök, t.d. miðað við Bandaríkin, t.d. þegar kemur að lífskjörum fátækra. Að vísu bara talnaleikfimi (versus rökleiðsla) í gangi, en talnaleikfimi sem sést ekki oft í fjölmiðlum!

Á öðrum stað má svo finna eftirfarandi orð (upprunaleg heimild stundum og stundum ekki aðgengileg netleiðis gjaldfrjáls en samt alltaf aðgengileg í færslu-viðhengdri skrá):

"[I]f the E.U. was treated as a single American state, it would rank fifth from the bottom [in economic output per person], topping only Arkansas, Montana, West Virginia and Mississippi. In short, while Scandinavians are constantly told how much better they have it than Americans, [...] statistics suggest otherwise."

Ekki að furða eftir að Evrópa hefur viljandi grafið hratt undan hagvexti sínum í 40 ár samfleytt á meðan  Bandaríkin hafa gert það aðeins hægar.

Lögmál Wagner's virðist svo sannarlega ekki vera mjög rangt! 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru gamalkunnug rök hjá þér og mér kemur ekkert á óvart að þú skulir líta enn og aftur framhjá ýmsum staðreyndum.

Þú skoðar ekki heildarmyndina, heldur aðeins villandi mynd þar sem heimskulegar forsendur fyrir skilgreiningu á lífskjörum eru teknar sem gefnar án þess að taka það fram. Það sem þú gerir til að skekkja myndina:

1) Þú tekur ekki tekjuójöfnuð inn í dæmið

2) Þú tekur ekki vinnuframlag inn í dæmið

3) Þú gerir ráð fyrir að skatttekjur séu peningar sem hverfa og gerir ekki ráð fyrir þjónustu hins opinbera þegar lífskjör eru metin.

Árni Richard (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 15:48

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég sé það betur nú en áður að lestur á umræddri skýrslu er nauðsynlegur sem forsenda athugasemda við þessa færslu sem krefjast einfaldrar vísunar á blaðsíðutal.

1) Maður sem á örbylgjuofn og sjónvarp er ekkert verr staddur þótt annar maður eigi örbylgjuofn, sjónvarp og hrærivél (þótt hann yrði vissulega enn betur staddur með hrærivél líka). Punkturinn er samt nefndur í skýrslunni en ég merkti ekki við staðsetningu hans vegna áhugaleysis.

2) Sjá blaðsíður 8-9.

3) Sjá blaðsíðu 6 og Figure 4 á blaðsíðu 5. 

Geir Ágústsson, 11.11.2007 kl. 16:01

3 identicon

Þetta segir okkur fyrst og fremst það að hagvöxtur er ekkert sérlega góður mælikvarði á velferð þjóða.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 20:54

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Raunar eru rök að því leidd á einum stað að miðað við ýmsa mælikvarða á velferð og lífskjör megi ætla að hagvöxtur sé mun betri leið til að bæta lífskjör (sérstaklega þeirra fátækustu) en ríkisknúin jöfnun lífskjara (bls. 11).

Hvort þessi túlkun skýrsluhöfundar er rétt eða röng er svo önnur saga, en ég hef ekki séð neinn hrekja hana enn (og bíð spenntur eftir því). 

Geir Ágústsson, 12.11.2007 kl. 22:47

5 identicon

Ekki ætla ég að hrekja heila skýrslu, en þarna er t.d. verið að tala um að húsnæði fólks sé stærra en í Evrópu, en ekkert tillit er tekið til gæða. Glæsilegustu villur í US eru smíðaðar úr krossviðarplötum, og svo fýkur draslið í næsta fellibil. Ég skil aldrei hvað gæðastandardinn er lágur hjá þeim þegar fréttir koma af vindhviðum og fellibyljum. Hér á Íslandi er verið að byggja sollit steinsteypt hús, sem standast mun meiri áraun.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 23:36

6 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Athyglisverð skýrsla, en maður vissi þetta svosum fyrir :)

Tékkaðu á þessum fyrirlestri, hann er líka gríðarlega athyglisverður.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 12.11.2007 kl. 23:59

7 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

ætlaði reyndar að senda þér þennan fyrirlestur, sami fyrirlesari samt.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 13.11.2007 kl. 00:19

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Sveinn,

Þessi "heila skýrsla" er nú ekki nema 20 bls með haug af stórum myndum og löngum heimildalista. Held þú ættir að skella þér í lestur! Það má líka segja ýmislegt miður um evrópskar nýbyggingar svo ekki sé talað um grautfúnu tréhjallana sem fólk hírist í í evrópskum miðbæjum.

Sigurður,

Ég þakka ábendingar sem ég mun kíkja á við fyrsta tækifæri!

Geir Ágústsson, 13.11.2007 kl. 11:30

9 identicon

1. Til að fyrirbyggja misskilning, þá tek ég fram að ég á daglega viðskipti við Bandaríkjamenn, hef dvalið þar nokkrum sinnum og á vini þar sem hafa komið í heimsókn hérna. Þannig að ég ber hlýjan hug til þeirra. Þetta er reyndar fólk í Norður Kaliforníu, og fólk þar er oft meira til vinstri en annar staðar t.d. í miðríkjunum.

2. Ég held að við séum í grundvallaratriðum sammála. Markaðsbúskapur er betri en ríkisbúskapur að öllu jöfnu. Þó er furðulegt hve heilbrigðiskerfi þeirra virðist vera miklu óhagkvæmara.  Bendi á mynd Michael Moore, Sicko, um þetta.

3. Varðandi þessa skýrslu þá fæ ég ekki séð að það sé mikið að marka hana. Sk. heimasíðu CIA þá er GDP real growth rate 3,5% hjá Dönum, 4,5% hjá Svíum, en aðeins 2,9% hjá Bandaríkjamönnum. Bandaríkjamenn eru að koma miklu ver út. Þetta stemmir ekki við skýrsluna.

Þjóðarskuldir Bandaríkjamanna eru tvöfalt meiri en Dana.

Vinnutími er 20% lengri.

Svo er þarna verið að bera saman ráðstöfunartekjur manna milli landa sem er alveg fráleitt, þar sem í Bandaríkjunum þarf að borga fyrir menntun og heilbrigðisþjónustu með ráðstöfunartekjunum, en á norðurlöndunum getur þú notað ráðstöfunartekjurnar í annað. (Er ekki kominn mikið lengra í skýrslunni.)

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 15:15

10 Smámynd: Geir Ágústsson

1. Mjög gott.

2. Heilbrigðiskerfi Bandaríkjamanna er fjarri því fullkomið og í raun mun miðstýraðra en t.d. hið svissneska. Þó er ljóst að Evrópubúar eru að sigla í strand með sitt kerfi allajafna sem sést e.t.v. best á því að Svíar (af öllum) auka nú í sífellu vægi einkaframtaksins í rekstri sjúkrahúsa og annað - láta fé fylgja sjúklingum en ekki stofnunum. Í Danmörku eru einkasjúkrahús og einkasjúkratryggingar einnig að vaxa í vinsældum því þeir sem hafa efni á bæði sköttum og iðgjöldum vilja ekki deyja á biðlistum.

3. Skýrslan talar yfirleitt um langtímahagvöxt í stað þess að taka "stikkprufu" á seinustu mælingum. Það er einnig rétt nálgun.

Í Svíþjóð hefur það verið rannsakað að sé tillit tekið til vinnu sem fólk stundar á eigin heimili (ístandsetja eldhús, elda mat, viðhald á húsi og öðru) þá hverfur 90% af meintum mun á vinnutíma Svía og Bandaríkjamanna. Í Þýskalandi leiddi svipuð rannsókn í ljós að munurinn er ekki marktækur, sé vinna á vinnustað annars vegar og á heimilinu hins vegar reiknað saman. Þetta er nefnt í skýrslunni.

Allt í allt á nú samt að vera hverjum manni augljóst að stöðugt niðurrif á hagvexti og sveigjanleika og frjálsræði í skiptum fyrir "öryggi" og "stöðugleika" hefur neikvæð áhrif þegar til lengri tíma er litið.

Evrópumenn borga líka fyrir menntun og heilbrigðisgæslu. Hvorki kennarar né læknar vinna ókeypis í Evrópu. "Cost of living" er ekki mælikvarði sem er Evrópubúum í hag. Ekki einu sinni Skandnövum samanborið við önnur ríki Vestur-Evrópu. Þetta er rækilega rætt í skýrslunni.

Bandaríkjamenn hafa aukið hraðann töluvert í sínu niðurrifi svo það er aldrei að vita nema bráðum verði einnig orðið svo dýrt að ráða handverksmenn og kaupa í matinn að Bandaríkjamenn byrji að skipta á launaðri vinnu á vinnustað og ólaunaðri við heimilisstörf.

Geir Ágústsson, 14.11.2007 kl. 15:53

11 identicon

Ég hefði alveg trúað því að heilbrigðiskerfi þeirra væri ca. 20% hagkvæmara en okkar, þeir njóta jú hagræðis af einkarekstri, en að það sé í raun 100% dýrara, eins og oft er talað um hér, það er alveg ótrúlegt.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 19:27

12 Smámynd: Geir Ágústsson

Enda það tæknilega fullkomnasta í heimi, og uppspretta allra markverðra nýjunga í nútíma læknavísindum. Það er samt önnur saga. Hið svissneska kerfi (einnig eitt það nýjungagjarnasta í heimi) er líka meðal þeirra dýrustu í heimi, en ein tekjulind þess er t.d. auka-tryggingar sem fólk kaupir ofan á "standard" pakkann sem er lögbundinn (rétt eins og framrúðutrygging í bíl sem sumir og sumir ekki bæta kaskótryggingu ofan á).

Segir sem sagt ekki alla söguna. 

Það er hægt að segja margt um hið bandaríska kerfi annað en það sem sósíalistanum Michael Moore finnst um það, en alslæmt er það ekki!

Geir Ágústsson, 14.11.2007 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband