Er okkur alvara með þessum "aðgerðum" gegn loftslagsbreytingunum eilífu?

Nú er mjög "inn" að tala um "aðgerðir gegn loftslagsbreytingum", en er okkur alvara í eitt aukatekið orð þegar við segjum þetta? Gerir sér einhver grein fyrir afleiðingunum ef róttækum (og meira að segja "hófsömum") ráðum á að fylgja eftir með aðgerðum? Þá gefið að með "aðgerðum" sé verið að meina "takmörkun á losun manna á CO2 í andrúmsloftið", sem kannski og kannski ekki hefur einhver áhrif svo nemur kommum úr gráðu á 100 árum.

Í fyrsta lagi þyrftum við að hætta lífrænni ræktun hið fyrsta. Þessi landfreka gerð landbúnaðar er einfaldlega meira CO2 losandi en hefðbundinn landbúnaður. Mörgum þætti mikið miður að sjá lífræna ræktun hverfa úr verðflokki hins venjulega ríka Vesturlandabúa þótt ekki væri af öðrum ástæðum en vegna bragðsins sem hægvaxta landbúnaðarvörur ku víst hafa umfram hinar hraðvaxta.

Í öðru lagi þyrfti að raða kjarnorkuverum niður hvar sem hægt væri til að sinna orkueftirspurninni sem í dag er svarað af orkuverum sem eru knúin með jarðefnaeldsneyti. Ekki veit ég hvernig gengið er frá kjarnorkuúrgangi í dag en ég er viss um að það yrði ærinn vandi ef fleiri en Frakkar, Bretar, Kanar og fleiri ætluðu sér út í stórkostlega kjarnorkuvæðingu. Til dæmis myndi bráðvanta hæfa sérfræðinga til að sjá um rekstur kjarnorkuveranna og slíkt opnar á dyr óvandaðra vinnubragða.

Þróun Kína, Indlands, Afríku og fleiri svæða yrði að stöðva. Þróun krefst orku - ódýrrar orku í tilviki þróunarlandanna - og hún er einfaldlega ekki fáanleg í dag nema með brennslu aðgengilegs jarðaefnaeldsneytis, og á örfáum svæðum með virkjun jarðhita og fallvatna. Hundruðum milljóna manna væri því beinlínis meinað að bæta lífskjör sín og Vesturlönd munu áfram féfletta sjálfa sig í nafni þróunaraðstoðar um ókomna tíð (eða þar til hagkvæmur orkugjafi finnst sem veldur ekki losun á CO2).

Lífskjör Vesturlandabúa yrði að skerða eða a.m.k. yrði að breyta neyslumunstrinu frá (tiltölulega) ódýrri orku og t.d. dýrum (oft lífrænt ræktuðum) matvælum og yfir í dýra orku og ódýra (verksmiðju)framleiðslu matvæla, svo dæmi sé tekið. Erum við tilbúin að annaðhvort skerða lífskjör okkar stórkostlega eða breyta útgjaldaskiptingu okkar frá ódýrri orku til dýrrar, með þeim afleiðingum að t.d. dýr læknismeðferð eða menntun er ekki lengur innan fjárhagslegs ráðrúms?

En hvað með blessaðan lofthjúpinn, spyr nú einhver. Já, hvað með hann? Ég segi: Ef valið stendur á milli kalds lofthjúps yfir milljörðum fátæklinga (algjörlega á valdi breytinga í lofthjúpi og veðurfari) og heits lofthjúps yfir milljörðum sem búa við góð og batnandi lífskjör (sem eiga auðveldar með aðlögun að t.d. breyttu veðurfari og sjávarmáli), þá vel ég hið síðarnefnda!


mbl.is Forseti Íslands ræddi áhrif loftlagsbreytinga á orkubúskap heimsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Góðar spurningar, Geir. Hver sá sem horfir raunhæft á aðgerðirnar og hverju þær eiga að skila fyrir Íslendinga sér að þetta eru haglabyssuskot í báða fætur. Lífsstíll okkar færi niður til þess að afkomendur fólks kannski annars staðar eftir 150 ár fengju meiri rigningu (sem gerist ekki).

En hraungrýtinu hefur verið pakkað inn í svo magnaðan glyspappír að flestir sjá demanta. Gore hefði átt að vera kosinn (hvað hét það?) „Viðskiptamaður ársins“ í Frjálsri verslun, fyrir markaðssetninguna. Þá færi þessar áætlanir flatt, eins og hjá öllum sem hlutu þá vegsemd og fóru á forsíðuna.

Ívar Pálsson, 5.11.2007 kl. 22:38

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þessi óhróður umhverfis-flónanna er fluttur undir merkjum Vinstri hreyfingarinnar - svart og sviðið. Það er ekki bara lífræn ræktun sem mun liggja í valnum, ef svo fer sem horfir, heldur allur landbúnaður. Hvað ætla menn svo að éta, þegar búið er að grafa lífsandann (CO2) í jörðu, lækka hitastigið, minnka úrkomu og framleiða etanól úr þeim lífmassa sem ekki er -svartur og sviðinn- ?

Hvað er á seyði má vel marka af því, að ekki eitt einarsta umhverfis-flón er tilbúið að ræða hvort hlýnun hefur verið í gangi síðustu 10 árin, né heldur hvaða rök hníga til þess að lífsandinn sé orsök meintrar hlýnunar.

Loftur Altice Þorsteinsson, 5.11.2007 kl. 23:41

3 identicon

Það hefur aldrei flækst neitt fyrir Sósílistum að fórna mannslífum fyrir málstað sinn.
Beint og óbeint mannfall sökum sósíalisma hverskonar telst sennilega í hundruðum frekar en tugum milljóna.

Þetta er einmitt það sem er svo hættulegt við Elítistina sem oftast aðhyllast sósíalista, þeir halda að þeirra skoðanir, smekkur og speki sé betri og æðri en annara og víla sér ekki að troða þeim uppá aðra með góðu eða illu.

Valþór (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 15:27

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Já hvílík gjöf sem umhverfisverndarhreyfing hippakynslóðarinnar var fyrir stuðningsmenn alræðisríkjanna þegar járntjaldið hrundi.

Sögubækurnar eiga eftir að meðhöndla heimsendaspádóma veðurfræðinga (og dyggra aðdáenda þeirra) á sama hátt og stuðningsmenn Stalín, Maó og Hitlers á þeirra uppgangsárum. Vitjið bara til.

Geir Ágústsson, 6.11.2007 kl. 17:20

5 identicon

Þetta er allavega gott fyrir okkur hér á Íslandi.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 18:08

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það væri áhugavert Sveinn, að vita hvað þú meinar með athugasemd þinni. Viltu vera svo vænn að útskýra málið, svo hægt sé að mótmæla eða samþykkja.

Kveðja.

Loftur Altice Þorsteinsson, 6.11.2007 kl. 18:24

7 identicon

Það er það kalt hér að það væri ágætt fyrir okkur ef það hlýnaði eitthvað. Grænlendingar eru víst komnir í bjartsýniskast, farnir að rækta grænmeti og hvaðeina.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 18:41

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Sveinn er bjartsýnn með því að dreyma um loftslag þjóðveldisaldar á Íslandi. Ég er ekki jafnbjartsýnn en vona að draumur hans rætist. Megi Sahara einnig verða að gróðurvin aftur.

Geir Ágústsson, 6.11.2007 kl. 19:02

9 identicon

Vona allavega að það fari ekki að kólna, hafís í Reykjavíkurhöfn, eða Thames River frosin upp að London, nei þá vill ég frekar að það hlýni aðeins.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 19:28

10 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Hljóta það ekki að vera veruleika-firrtir Íslendingar sem ekki taka undir óskir þínar Sveinn, um hlýnandi veðurfar ?

Fólki er svo sem heimilt að hafa fáránlegar og jafnvel skaðlegar skoðanir, eins og staðreynd er um umhverfis-flónin. Hins vegar skapast vandamál, þegar þetta fólk kemst í valda-aðstöðu og getur framkvæmt hugdettur sínar.

Eins og Geir gerir góða grein fyrir, er verið að stefna þjóðum Vesturlanda út í mýrarfen heimskunnar, með óhemjulegum kostnaði. Hvernig eiga þeir að bregðast við sem sjá í hvert stefnir ? Getur verið að Vesturlandamönnum einum detti sú vitleysa í hug, sem nefnt hefur verið hnattræn hlýnun af völdum manna ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 7.11.2007 kl. 13:58

11 identicon

Þetta er svo djúpt að ég þarf nokkra daga til að átta mig á því hvað þú ert að fara. (Ég er oft heldur seinn að hugsa). Fæ að koma hér síðar og bæta inn svari. En þarf ekki bara að nota meira af hreinum orkugjöfum. Ekki vildi ég t.d. búa hérna.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 16:27

12 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég er nú dálítið hissa Sveinn, að þú skulir ekki átta þig á mismunandi útblæstri. Í fréttinni er til dæmis talað um sót, ryk og Nitrógen Dioxíð (NO2). Enginn eða fáir mæla því bót að þessi efni berist út í andrúmið og málið verður alvarlegt ef það er í miklu magni. Lífsandinn CO2 er allt annað mál, nema auðvitað í lokuðu rými. Raunar geta öll efni mengað, ef þau eru í of miklu magni, á röngum stöðum.

Umræðan um breytingar á veðurfari er ekki um staðbundna mengun eða víðfeðma, en ég skil að þetta getur vafist fyrir mönnum. Breytingar á veðurfari hljóta að eiga upphaf í breyttu hitastigi, því að hiti er mælikvarði orku og veðurfar er birtingarmynd orkunnar í veðrahvolfinu.

Fyrir nokkrum áratugum var súrt regn orðið vandamál í Evrópu. Orsökin var einkum Brennisteins-tvíoxíð (SO2) sem myndaði Brennisteins-sýru (H2SO4) og Köfnunarefnis-tvíoxíð (NO2) sem myndaði Saltpéturs-sýru (HNO3). Brugðist var við með minnkun útslepps þessara efna og ástandið hefur lagast mikið.

Lífsandinn CO2 myndar einnig sýru í andrúminu, en hún er mjög veik og raunar mikilvæg og nytsöm. Ekki má því blanda saman umræðu um mengun og breytingar á veðurfari.

Loftur Altice Þorsteinsson, 8.11.2007 kl. 10:52

13 identicon

Líklega er það rétt hjá greinarhöfundi að ekki sé fjárhaglega raunhæft að ætla að draga úr losun CO2. Þó geta verið aðstæður þar sem mikið fellur til af CO2 (t.d. Járnblendiverksmiðjan eða sambærilegir staðir) þar sem hægt er að fanga efnið og breyta því í óskaðlegt efni.

En Loftur, ég er ánægður með að þú sést á móti mengun, en þú segir að hnattræn hlýnun af völdum manna sé vitleysa. Það er engan veginn hæft að staðhæfa þetta. Í mesta lagi er hægt að draga fullyrðinguna í efa og segja að þetta sé ósannað. En allt bendir til að nú fari hlýnandi og CO2 eykur hlýnun, á því er ekki vafi. Hversu mikið er í mesta lagi hægt að deila um.

Samkvæmt útreikningum Milankovitsj eru afstöðubreytingar jarðar til sólu með þeim hætti núna að það ætti að vera kólnandi veður á jörðinni. En hvers vegna hlýnar þá? Milli hans útreikninga og raunverulegs hita er góð fylgni langt aftur í tímann.

Hér er verið að blogga um aðgerð gegn loftslagsbreytingum,  og það án þess að daga úr CO2. Þá ættu allir að vera kátir, nóg af lífsanda. Meira að segja Össi Skarpi er kátur með þetta.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 16:54

14 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég þykist greina Sveinn, að þú hafir ekki lesið pistla mína á bloggsíðunni minni og víðar, um meinta hnattræna hlýnun af völdum manna. Þar hef ég birt sannanir fyrir því, að stórkostlegar blekkingar eru í gangi, varðandi það mál.

Mælingar sýna að síðastliðin 10 ár hefur meðal-hitastig í andrúmi Jarðar, mælt á jörðu niðri, ekki hækkað neitt. Þetta er samkvæmt mælingum frá CRU (Climatic Research Unit) í Englandi og IPCC notar einnig þessar hita-mælingar. Hins vegar eru í gangi staðbundnar breytingar sem stafa af eftirfarandi ástæðum.

  1. Hitasveiflur á milli svæði. Lengi hefur verið vitað, að ýmsar reglubundnar breytingar á veðurfari eru í gangi á Jörðinni. Frægasta dæmið er líklega El Ninjo sem er veðurfars sveifla á Kyrrahafinu. Tilsvarandi sveifla í veðurfari er þekkt á Atlandshafi undir Enska nafninu Atlantic Multidecadal Oscillation.
  2. Aðlögun að hlýnun frá Litlu ísöld. Litla ísöld var um 1600 og síðan hefur hitastig í andrúmi Jarðar farið almennt hlýnandi. Þessi hlýnun hefur þó ekki verið samfelld, heldur skrykkjótt. Til dæmis kólnaði tímabilið 1940 - 1970 og þá hrópuðu margir "sérfræðingar" að ísöld væri í nánd. Það tekur Jörðina langan tíma að aðlagast þessum breytingum og á þetta sérstaklega við um snjó og ís, á jöklum og pól-svæðum.

Hitamælingar frá síðustu 70 árum sanna að engin tengsl eru á milli meðal-hitastigs og magns lífsanda í andrúminu. Eins og áður sagði kólnaði árin 1940-1970. Tímabilið 1970-1997 fór síðan meðal-hiti hækkandi, en síðustu tíu ár (1997-2007) hefur hann staðið í stað. Á sama tíma (1940-2007) hefur magn lífsanda í andrúminu farið vaksandi í jöfnum mæli, það er að segja nær línulega.

Ég veit að þú skilur Sveinn, að hitaferill sem sveiflast svona skrykkjótt getur ekki verið afleiðing línulega vaksandi lífsanda. Að auki má nefna nokkurra milljóna hita-sögu, sem lesin hefur verið úr ís-kjörnum. Í forsögunni hafa breytingar á lífsandanum ávallt komið á eftir hitabreytingum. Að lífsandinn valdi auknum hita, verður því að dæmast "bull".

Loftur Altice Þorsteinsson, 9.11.2007 kl. 13:53

15 Smámynd: Geir Ágústsson

Loftslagsvísindi, eins og fleiri gagnasafnafræði, eru þeim þægilega eiginleika gædd að það er hægt að sýna fram á hvað sem er með réttri nálgun.

Til dæmis gæti ég opnað skýrslu IPCC, fundið þar kaflann "Hvað nú ef allt það svartsýnasta rætist og allt annað ekki og við gerum ráð fyrir að við getum reiknað okkur fram til afleiðinganna?", lesið niðurstöðu hans, og séð að hún og engin önnur komst í útdráttinn sem fjölmiðlamenn lesa.

Svo eru þeir sumir sem halda að ísöld sé handan við hornið og að það megi rökstyðja með mælingum og rannsóknum: IceAgeNow.com

Svo eru það þeir (vísindamenn) sem vilja bara að loftslagsvísindi séu tekin með eðlilegum fyrirvara og ekki notuð sem ástæða til að stofna til rándýrs alþjóðlegs lögregluríkis í nafni kommutölubreytinga á hitastigi yfir nokkra áratugi: Cooler Heads Coalition

Svo eru það þeir (sem ég er hvað hrifnastur af) sem segja að allt þetta veðurfarstal skipti engu máli - aldrei er réttlætanlegt að skerða frelsi einstaklinga til að nota sér náttúru, eignir sínar og hæfileika til að stunda frjáls viðskipti á frjálsum markaði og þannig bæta lífskjör sín og aðstæður sínar til að bregðast við breytingum í veðri, sjávarhæð eða hvað það nú sem er mun gerast með eða án hjálpar mannkyns;

"Whether global warming comes or not, it is certain that nature itself will sooner or later produce major changes in the climate. To deal with those changes and virtually all other changes arising from whatever cause, man absolutely requires individual freedom, science, and technology. In a word, he requires the industrial civilization constituted by capitalism." - The Toxicity of Environmentalism

Geir Ágústsson, 9.11.2007 kl. 16:33

16 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Geir, ég var að enda við að lesa tilvísum þína: The Toxicity of Environmentalism. Hér er mikinn sannleika að finna og er þörf lesning. Eftirfarandi er áhugaverð lýsing á Vinstri hreyfingunni - svart og sviðið, sem við þekkjum svo vel hér á landi:

In my judgment, the "green" movement of the environmentalists is merely the old "red" movement of the communists and socialists shorn of its veneer of science. The only difference I see between the greens and the reds is the superficial one of the specific reasons for which they want to violate individual liberty and the pursuit of happiness.

The reds claimed that the individual could not be left free because the result would be such things as "exploitation" and "monopoly." The greens claim that the individual cannot be left free because the result will be such things as destruction of the ozone layer and global warming.

Both claim that centralized government control over economic activity is essential. The reds wanted it for the alleged sake of achieving human prosperity. The greens want it for the alleged sake of avoiding environmental damage. In my view, environmentalism and ecology are nothing but the intellectual death rattle of socialism in the West, the final convulsion of a movement that only a few decades ago eagerly looked forward to the results of paralyzing the actions of individuals by means of "social engineering" and now seeks to paralyze the actions of individuals by means of prohibiting engineering of any kind. The greens, I think, may be a cut below the reds, if that is possible.

Loftur Altice Þorsteinsson, 10.11.2007 kl. 00:12

17 Smámynd: Geir Ágústsson

Loftur, ég held að þú ættir að kynna þér skrif George Reismans nánar!

Geir Ágústsson, 11.11.2007 kl. 15:06

18 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er engin spurning Geir, að ef ritgerðin The Toxicity of Environmentalism er einkennandi fyrir skrif Reismans, þá er margt áhugavert til hans að sækja.

Kveðja.

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.11.2007 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband