Af hverju varð ÁTVR við ósk borgarstjóra?

Hitastig bjórs hefur engin áhrif á reykvíska róna frekar en annarra. Rónar drekka kardimommudropa og volgan elefant-bjór vegna áhrifanna en ekki vegna hinnar einstöku upplifunar. Hækkandi hitastig bjórsins mun hins vegar minnka ánægju hófdrykkjufólks af sötrinu. Þetta veit Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, og þetta vita allir. Tepruskapur Villa er gríðarlegur, og fyrir þessa aðgerð gegn kælingu bjórs fær hann stóran og rauðan mínus í minni bók (hinir stóru mínusarnir eru vegna ákveðinnar ráðstefnu sem Íslendingar tepruðu úr landi ásamt tekjunum af henni, og spilakassavitleysan í Mjódd).

Mér er hins vegar spurn: Af hverju í ósköpunum varð ÁTVR við óskum borgarstjóra? Hvaða heimild hefur borgin til að skipta sér af hitastigi löglegs varnings sem er seldur á löglegan hátt af löglegu fyrirtæki? Af hverju gafst ÁTVR upp svona auðveldlega? Af hverju eiga viðskiptavinir ÁTVR að líða fyrir það að einn heldri og eldri maður getur ekki sofið vegna pirrings á neysluvenjum annarra?

ÁTVR gafst upp án baráttu. Hvarf kæliskápsins er á ábyrgð ÁTVR.


mbl.is Kælirinn fjarlægður úr vínbúðinni í Austurstræti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Skil ekkert í ÁTVR að verða við óskum borgarstjórans með því að skerða sína þjónustu, karlinn virðist ekki geta unað öðrum að fá sér öl þó hann megi ekki smakka það sjálfur, þetta er kallað FANATÍK á mínum bæ. Annars set ég stórt spurningamerki við siðustu gjörninga borgarstjóra, hann virðist ekki alveg vera í lagi, alltof mörg mistök á stuttum valdatíma.

Skarfurinn, 22.8.2007 kl. 18:03

2 identicon

Geir, heyr heyr...mikið svakalega er ég sammála þér.  Nú er vitleysan að ná hæstu hæðum.

Sigríður (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 18:21

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Kannski Villi bæti þetta upp með því að taka upp stefnu samflokkssystkyna sinna í ríkisstjórn og lækka bæði skatta og skuldir, einkavæða borgarfyrirtæki og breyta félagslegu kerfi borgarinnar úr því að veita fé í allt sem biður um í að veita fé í allt sem þarfnast þess. Samtímis haldi hann sig frá stefnu samflokkssystkyna sinna í ríkisstjórn í að fjölga sífitnandi eftirlitsstofnunum.

En í bili er þetta bara óskhyggja. Í bili er hann bara búinn að opna rólóvellina aftur og panta skýrslur um hörmungar R-lista-valdatímans. 

Geir Ágústsson, 22.8.2007 kl. 20:37

4 Smámynd: Þórbergur Torfason

þessi gerningur er mjög skiljanlegur og ætti nú að blasa við ykkur þarnaí Miðbænum. Skoðið hverjir eru þarna í samkeppni um ölþyrsta vegfarendur. Vildarvinir hafa lítinn hag af því að vegfarendur geti arkað inn í heila vínbúð í miðju búllufarganinu og verslað rétt sísvona einn eða tvo ískalda, arkað út á Austurvöll og slengt þesu í andlitið á sér, glottandi framan í vertshúseigendur sem sjá á bak ómældum tekjum. Allt ofur skiljanlegt. Verndum buddur vildarvinanna og verjumst helvítis samkeppninni hún er ekki fyrir nema hina.

Þórbergur Torfason, 22.8.2007 kl. 21:14

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Samsæriskenningar um hið illa auðvald sem rekur kaffihúsin við Austurvöll detta dauðar niður strax. Hvað blasir annars við? Ég er mjög forvitinn!

Geir Ágústsson, 22.8.2007 kl. 21:23

6 Smámynd: Einar Jón

Getur verið að borgarstjóri hafi vald til að gera ÁTVR lífið leitt, neita þeim um lóðir fyrir nýjar búðir og fleira?

Getur verið að það sé ÁTVR í hag að hafa "Villa volga" ánægðan? Getur jafnvel verið þeir hafi fengið einhvern greiða í staðinn, sem ekki kom í fréttum?

Spyr sá sem ekki veit... 

Einar Jón, 24.8.2007 kl. 13:49

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvernig tókst 10-11 að fá leyfi fyrir sólarhringsopnun þegar Ingibjörg Sólrún hafði persónulega lagst gegn slíku? Hversu mikil bein áhrif getur borgarstjóri haft á rekstur tuga borgarstofnana án þess að eiga hættu á að fá á sig spillingarstimpil?

Jú, auðvitað er freistandi að dansa eftir tónlist æðstu valdhafa, en ef allir gerðu það þá liti borgin töluvert öðruvísi út en hún gerir í dag!

Annars er ég yfirleitt á þeirri skoðun að opinberir starfsmenn eigi að gera og segja sem minnst í starfi. Villi er þar engin undantekning. 

Geir Ágústsson, 24.8.2007 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband