Hvað er grunnþjónusta?

Þegar harðir vinstrimenn opna munninn þá vantar ekki stóru orðin og loðnu lýsingarnar. Hvað er "grunnþjónusta samfélagsins" til dæmis? Nettengingar? Matvæli? Leisertækni sem læknar nærsýni? Skór og gleraugu? Áfengi?

Ég held að Vinstri-grænir meini ekki bókstaflega það sem þeir segja því það væri til merkis um að nú eigi að þjóðnýta hitt og þetta sem vinstrimennirnir ásælast. Það sem þeir meina í raun er að allt sem ríkið gerir í dag á ríkið að gera áfram. Allt sem ríkið á í dag á ríkið að eiga áfram. Öll útþensla ríkisins samþykkist af vinstrinu. Allur samdráttur á því mætir mótstöðu vinstrisins.

Mjólkurbúðir ríkisins voru varðar af vinstrimönnunum. Ríkiseinokun á rekstri útvarps og sjónvarps var varin af vinstrimönnum. Sala orkufyrirtækja mun mæta sömu mótstöðu. Hana á bara að hunsa og halda áfram með smjörið!


mbl.is VG: grunnþjónusta á að vera á hendi hins opinbera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband