Mætti biðja um hugmyndafræði í stjórnmálaumræðuna?

Stjórnmálaumræðan á Íslandi, og raunar víðar, er svo innantóm að maður hreinlega veltir því fyrir sér hvers konar fólk kjósendur eru að moka undir. Þeir sem ræða hugmyndafræði eru hreinsaðir út í prófkjörum og uppstillinganefndum. Þeir sem boða allt fyrir alla raðast efst á lista. Kjósendur hafna svo þeim örfáu sem lifðu af hreinsanir flokka sinna. Undantekningar teljast á fingrum annarrar handar.

Reyndar eru ekki allir flokkar með hugmyndafræði en það er önnur saga.

Núna les ég um að einhver þingmaður kunni ekki að para saman sokka og mæti engu að síður í vinnuna. Getur það orðið eitthvað innantómara?

Í Argentínu var nýlega kjörinn í embætti forseta sem talaði ekki um neitt annað en hugmyndafræði: Yfirlýstur frjálshyggjumaður sem sagði berum orðum að ráðuneytum þyrfti að fækka, báknið þyrfti að minnka og hagkerfið þyrfti að fara í gegnum erfiða skurðaðgerð til að ná heilsu sinni. Hann hefur staðið við orð sín og þrátt fyrir mótmæli, ákærur og hindranir tekist að halda í vinsældir sínir meðal almennings.

Eru stjórnmálamenn að fylgjast með? 

Eru þeir að sjá að kjósendur eru víða orðnir dauðþreyttir á orðagjálfrinu og vilja einstaklinga með hugmyndafræði, sterkar skoðanir og bein í nefinu, úr stáli? Bein sem þolir högg blaðamanna, þrýstihópa og prófessora?

Hér er í raun um að ræða mjög nothæfa og skilvirka aðferðafræði í kosningabaráttu sem flestir þora samt ekki að tileinka sér. Því miður. 

Ég vil sérstaklega beina orðum mínum að flokksbundnum Sjálfstæðismönnum hérna og biðja þá um að hætta að hreinsa út fólk í prófkjörum sem í raun og veru er hlynnt hugmyndafræði flokksins. 

Aðrir flokkar mættu gjarnan gera slíkt hið sama. Þá geta stjórnmál á ný farið að snúast um hugmyndafræðileg átök en ekki bara hver getur tæmt veski skattgreiðenda hraðast, og skuldsett þá í kjölfarið.


mbl.is Hver var í ósamstæðum sokkum á Alþingi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þeir sem stjórna Vesturlöndum eru ofdekraðir krakkar. Lægsti samnefnarinn er því einfeldnin og barnaskapurinn, þvaður um ekki neitt.

Ekkert uppeldi, enginn agi, reglurnar kerfisreglur þræla og ambátta, frelsið í mýflugumynd. Stjórnmálin eins og annað er búið að vera, menningin hrunin. Eftir er aðeins form, ekki innihald, barnaskapur, hlýðni við form, ekki innihald.

Vinsældir koma með þessu, þessari einhverfu hlýðni og fylgni við lægsta samnefnarann, fjas um ekkineitt. Elítan er búin að banna annað - ekki allt með formlegum hætti, heldur kúgun án orða, þegar eitthvað skylt er bannað - hræðslan stjórnar fólki.

Kreppur koma ekki lengur. Elítan á 99% af öllum peningum jarðarinnar, og það eru allt upplognir loftbólupeningar, en þannig er líka veruleikinn, lygar, blekkingar, þvættingur.

Það koma engar kreppur þótt allt sé gjaldþrota, því nóg er fyrir Elítuna af dæla inn froðupeningum til að halda uppi trúnni á hagkerfið, og það er nóg. Í krafti svona gervihagkerfis er hægt að rýra og skemma kjör almennings býsna mikið. Þó ekki endalaust.

Stjórnmál á slíkum tímum snúast um ekki neitt.

Ingólfur Sigurðsson, 19.4.2024 kl. 20:02

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Mig grunar að einhver sé að borga þessum apaköttum fyrir að gera bara það sem þeim er sagt.

Íslenskir pólitíkusar eru frekar ódýrir, bara embætti hér eða þar, eitthvað sem engu skiptir.  Kannski fá einhverjir notaðar nærur frá Van Der Leyen?

Athygli vekur að íslenskir pólitíkusar eru svo ómerkilegir á heimsmælikvarða að enginn þeirra er á Epstein listanum.

Allar þeassar barnanauðganir fyrir ekkert...

Ásgrímur Hartmannsson, 19.4.2024 kl. 20:33

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Því léttvægara sem umræðuefnið er, því meiri athygli virðist það fá og því sterkari virðast skoðanirnar á báða bóga, samanber ekkifréttina um klæðaburð þingmanna. Eins og það skipti máli hvort þingmenn séu í skóm eða með bindi, berfættir eða í ósamstæðum sokkum.

Þorsteinn Siglaugsson, 20.4.2024 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband