Að vera læknir en geta ekki læknað

Ég vorkenni læknum svolítið. Þetta er sennilega ein virtasta og dáðasta stétt sem um getur, byggð upp af fólki sem lagði á sig langt, mikið og erfitt nám til að geta læknað aðra, og læknar gera það svo sannarlega. En svo detta þeir úr námi og í raunveruleikann og hann er flókinn fyrir þá.

Þeim er treyst, sem læknum. Þetta stígur sumum læknum til höfuðs. Þeir halda að af því þeir geti lífgað við manneskju að þá geti þeir tjáð sig, með vitrænum hætti og með notkun á læknatitlum sínum, um loftslagsmál og upplýsingaóreiðu og notið sama trausts og þegar þeir meðhöndla beinbrot og hjartavandamál. 

Þeim er treyst, en telja að það traust sé byggt á því að dæla lyfjum í fólk, og sprauta það gegn öllu og engu, af því einhver opinber embættismaður, mögulega ólæs á vísindagreinar eða enskan texta þrátt fyrir menntun og reynslu, segir það. 

Ekki er lífið einfaldara fyrir lækna sem hugsa sjálfstætt og vilja í raun bara lækna sjúka. Þeim er mætt af kerfinu með endalausum beiðnum um pappírsvinnu. 

Um daginn las ég bókina um Stubb fyrir dóttur mína (ein af hennar uppáhaldsbókum). Hún fjallar um þrjá bræður og afskiptalausa móður þeirra. Dag einn fengu bræðurnir gefins epli, en eldri bræðurnir tveir borðuðu þau öll og fengu illt í magann í kjölfarið. Læknir kom þá að vitja þeirra, heima hjá þeim, og gaf þeim meðal gegn magakveisunni. Þeim batnaði og sáu seinna að sér í meðferð þeirra á minnsta bróðurnum.

Það kom mér til hugar að kannski var einu sinni tími þar sem læknar fengu að einbeita sér að því að lækna og höfðu tíma til þess og gátu jafnvel komið heim til sjúklinga sinna, sem andstæða tímans í dag þar sem þarf að bíða í 1-2 mánuði eftir því að hitta lækni, á stofunni hans, í um stundarfjórðung. Hverju veldur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Það skemmtilegasta við skemmtilegu smábarnabækurnar er kannski hvað þær fara mikið í taugarnar á þeim sem aðhyllast pólitískan réttrúnað. 

Wilhelm Emilsson, 18.4.2024 kl. 21:21

2 identicon

Krafan um að læknar skrifi alls konar vottorð sem t.d. ríkið og vinnuveitendur krefur einstaklingana um er tímafrek vinna. Oft óþörf. Sá færslu á snjáldursíðu þar sem læknir telur upp vottorðategundirnar. Heimilislæknir skrifa vottorð um að barn þurfi til sérfræðings í barnalækningum, talmeinafræðings og hann kallar þetta óþarfa og sé bara afsláttarmiði fyrir næstu læknisheimsókn. Ekki að þeir hafi sérþekkinguna að baki sér.

Þekki kennara sem þiggur laun frá Sjúkrasjóði Kennarasambandsins vegna langtímaveikindi. Þar á bæ biðja menn um vott orð á 2ja mánaða fresti, þó svo læknir hafi vottað að kennarinn sé veikur næsta árið og mun ekki mæta til vinnu. Á 6 mánaða tímabili þarf læknir að skrifa 3 vottorð á meðan kennarinn fær laun frá sjúkrasjóði. Hvers konar vitleysa er þetta eiginlega og vanvirðing við störf læknis.

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 19.4.2024 kl. 06:02

3 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Enn ýktara dæmi en Helgu er heyrði af sambýli fyrir fatlaða að forstöðukonan krafðist vottorðs fyrir hver veikindi, jafnvel þótt væri bara einn dagur. Þvílík sóun á tíma og skattpeningum því hvert vottorð er endurgreitt. Auk tímans fyrir lækni að skrifa, forstöðukona að fara yfir og starfsmann í laundeild.

Skriffinskuæði sumra virðist eiga sér lítil takmörk.

Rúnar Már Bragason, 19.4.2024 kl. 10:55

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Wilhelm,

Ég á eintak af bókinni um Púka og hvernig honum rekur á strandir hitabeltiseyju og er þar mætta af negrakonungi og negraprinsessu. 

Helga og Rúnar,

Svona vindur báknið upp á sjálft sig. Það getur einfaldlega látið framleiðslu á endalausri pappírsvinnu keyra svo það sé nóg að gera að fylgja eftir, ítreka, biðja um, flokka og skjala. Þetta kallar á fleiri starfsmenn sem auka enn getu báknsins til að biðja um enn meira. Ef forstöðumanni vantar afsökun til að bæta við stöðugildi getur hann bara stytt einhver tímabil eða bætt við kröfur um pappíra. 

Geir Ágústsson, 20.4.2024 kl. 07:46

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Kærar þakkir fyrir svarið, Geir. Getur verið að bókin heiti Tralli? Ég keypti mér eintak fyrir nokkrum árum áður en textanum og myndunum yrði breytt eða bókin yrði einfaldlega bönnuð. Hún pirrar réttlætisriddara alveg rosalega.

Wilhelm Emilsson, 20.4.2024 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband