Ætlum að læra af mistökum annarra

Íslendingar eru á athyglisverðri vegferð núna. Þeir ætla að læra af mistökum annarra. Ekki með því að forðast þau heldur með því að endurtaka þau. Þetta jafnast á við að barn horfi á annað barn brenna sig illa á kertaljósi og ákveður svo að prófa líka. 

Þetta er kannski bara hluti af þroskaferli þjóðar sem vill prófa allt sjálf og telur að sama aðgerð geti haft mismunandi afleiðingar. Það er raunar ekki útilokað þótt það sé ólíklegt eins og nýleg tölfræði sýnir nú þegar. Það er ekkert víst að innflutningur á fólki frá svæði sem hefur verið hálfgert átakasvæði svo áratugum skiptir, og þar sem fólki er stjórnað af trúarbrögðum sem boða nokkuð önnur gildi en þau vestrænu, endi með ósköpum. En það er ólíklegt.

Ég vil hrósa Morgunblaðinu fyrir að taka fyrir rannsóknir danskra yfirvalda á því hvernig innflytjendum frá ýmsum svæðum og ríkjum vegnar í vestrænu velferðarsamfélagi. Sumir leggjast á spenann og aðrir vinna fyrir sér og ekki hægt að sjá að tungumálaþekking skipti þar nokkru máli. Danska tölfræðin staðfestir jákvæða upplifun mína af ýmsum hópum innflytjenda, svo sem indverskra og pólskra, og neikvæða af ýmsum öðrum. 

Um leið vil ég vara blaðamenn Morgunblaðsins við. Gögn og staðreyndir sem falla ekki að viðteknum viðhorfum eru óvinsælt efni. Margir kjósa frekar að lifa í draumaheimi en raunheimi. Ýmsir stimplar verða nú vafalaust dregnir fram og látnir þekja síður Morgunblaðsins. En það er eins með upplýsingar og veðrið: Hlutirnir eru eins og þeir eru, sama hvað hver segir, og lítið hægt að gera í því að sumir velji að fara út í gúmmístígvélum á baðströnd eða á sundskýlu í vetrarbyl.


mbl.is Mikill munur á afdrifum Pólverja og Palestínumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að því mér skilst, þá eru íslensk stjórnvöld ein Norðurlanda sem  viðurkennt hafa Palestínu sem sjálfstætt ríki.

Veistu hvernig stendur á því Geir?

Og hvenær var sú viðurkenning veitt?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.3.2024 kl. 10:40

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Símon Pétur,

Mörg ríki, líka vestræn, hafa viðurkennt Palestínu sem ríki. Hérna er mögulega hægt að treysta á upplýsingar á Wikipedia (sem þarf samt alltaf að taka með fyrirvara):

International recognition of the State of Palestine - Wikipedia

Ég sé að Svíþjóð hefur líka viðurkennt Palestínu en ekki Noregur, Danmörk og Finnland.

Sé í frétt frá 2011 að Ísland var fyrst Vestur-Evrópuríkja til að viðurkenna Palestínu sem ríki.

Iceland recognises Palestinian state | Palestinian territories | The Guardian

Kannski var Össur Skarphéðinsson að reyna fá svipaða frægðarsól og Jón Baldvin Hannibalsson þegar sá síðarnefndi viðurkenndi Eistrasaltsríkin. 

Geir Ágústsson, 11.3.2024 kl. 10:54

3 identicon

Bestu þakkir fyrir svarið.

Jú, sé þar að undir þeim tenglum sem þú vísar í, þá má lesa að Ísland hafi verið fyrst vestrænna ríkja, 2011, á tímum fyrstu hreinu vinstri helferðarstjórnar VG og Samfylkingar, til að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki.

Sè einnig að einungis Svíþjóð hefur síðan fetað í spor íslenska ríkisins, en Finnland, Noregur og Danmörk ekki.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.3.2024 kl. 11:46

4 identicon

Það má búast við að munur sé á fólki sem kemur gagngert til að vinna og búa sér heimili, geta jafnvel skroppið í heimahaga um helgar, og fólki sem er á flótta og hefur þann draum einan að komast aftur heim og hefur engan áhuga á að stoppa lengi. Ef upp kæmi hörmungarástand í Danmörku og þú ættir þann kost einan til að halda lífi þínu og barna þinna að flýja til Grænlands á ég ekki von á að þú færir æstur að éta selspik, skúra gólf og drekka ótæpilega þó þú hafir glaður tekið upp danska siði við flutning þangað.

Vagn (IP-tala skráð) 11.3.2024 kl. 14:21

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Þessir 320 Palestínumenn sem hafa verið í Danmörku síðan 1992 eru sennilega ekkert á förum, né afkomendur þeirra sem raða sér líka á sakaskrá. Ég ætla ekki að eyða miklu púðri í samspil glæpa og skort á aðgengi á ákveðnum kryddtegundum sem eru algengar í mataræði á Mið-Austurlöndum.

Geir Ágústsson, 11.3.2024 kl. 15:33

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Mig grunar að þetta séu ekki mistök hjá yfirvöldum, heldur viljaverk.

Stefnan sé einmitt að fá glæpi, helst morð.

Sem leiðir hugann að skoplegum mistökum sem yfirvaldið hefur gert, og það er að kenna þessum innfluttu terroristum að herja á Alþingi.

Ásgrímur Hartmannsson, 11.3.2024 kl. 16:20

7 identicon

"fólk sem er á flótta og hefur þann draum einan að komast aftur heim og hefur engan áhuga á þvi að dveljast hér lengi"

Skrýtin skrúfa þessi Vagn, flóttafólk sækir um alþjóðlega vernd á Íslandi, krefst þess að fá alla stórfjölskylduna til sín, aðlagast ekki samfélagin, sækir ekki vinnu, er á bótum alla sína daga á Íslandi, er stórtækt í glæpastarfsemi.  En það er af því að það vill ekki vera hérna og getur ekki beðið eftir því að komast aftur heim í fátækt og örbyrgð.  Gáfnaljósið Vagn skýn skærar en nokkru sinni fyrr.

Hvar værum við stödd ef við hefðum ekki gáfnaljós eins og Vagn sem auðvitað er ekki bara tilbúinn til að hýsa flóttamenn þó hann þurfi að sofa í sófanum, heldur er hann líka tilbúinn til að fjármgna góðsemdina.  Varla ætlast hann til þess að aðrir fjármagni þessa góðmennsku hans.

Bjarni (IP-tala skráð) 11.3.2024 kl. 19:06

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Bjarni,

Við skulum vera kurteisir hérna, enda galopið torg fyrir alla sem vilja. Það vantar ekkert upp á gáfur Vagns. En hann er með boðskap og reynir að rökstyðja hann með ýmsum hætti. Það er öllum hollt og gott að vita hvað er rætt við kaffivélina inni á einhverri opinberri stofnun sem mér finnst líklegt að Vagn vinni fyrir. Beint úr munni hestsins, eins og Danir segja. 

Geir Ágústsson, 11.3.2024 kl. 22:17

9 identicon

Kannast ekki við að hafa verið með einhvern dónaskap, en þegar góða fólkið krefst þess að ég greiði fyrir þeirra góðmennsku þá er á ýmsu von.

Bjarni (IP-tala skráð) 11.3.2024 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband