Er Trump afkvæmi góða fólksins?

Dónalegur, hrokafullur, málglaður og vægast sagt óheflaður maður stefnir nú hraðbyri að því að endurheimta stól forseta Bandaríkjanna. Innan hans eigin flokks er samkeppnin lítil sem engin og það stefnir í að mótherji hans í forsetakosningunum verði ellihrumur, spilltur og frekar ógeðfelldur maður.

Þetta er eins og að velja á milli kúks og skíts nema hvað annað lyktar jafnvel enn verr en hitt.

Hvernig stendur á þessu?

Af hverju takast ekki á tveir heiðarlegir einstaklingar og takast á um málefni? Þar sem er jafnvel slegið á létta strengi?

Augljós kenning er sú að sívaxandi hlutfall almennings, bæði í Bandaríkjunum og utan þeirra, er einfaldlega búið að fá æluna upp í kok vegna yfirgengilegs, ósvífins pólitísks rétttrúnaðar. 

Hvaða vers í Biblíu þess safnaðar fer mest í taugarnar á fólki er sennilega einstaklingsbundið.

Sumir eru foreldrar og vilja ekki að börn þeirra heyri ræður um limlestingar og geldingar í skólanum.

Sumir hafa ekki sannfærst um að bensínbíllinn þeirra sé að tortíma plánetunni.

Sumir hafa séð í gegnum þoku veirutímanna.

Sumir skilja ekki fjáraustrið í átök tveggja ríkja um yfirráð yfir rússneskumælandi fólki.

Sumir eru um þessar mundir að vaska upp ruslið sitt og fyllast gremju.

Sumir sjá sparnað sinn gufa upp og kaupmátt launa sinna hverfa á meðan það virðist vera nóg til í allskyns gæluverkefni, fjármögnuð með skuldum og peningaprentun.

Sumir vilja mögulega hægja á flæði innflytjenda sem fylla heilu hverfin, tala ekki tungumálið og fordæma vestræn gildi, allt á sama tíma.

Trump veit þetta enda myndar hann sér skoðanir út frá viðbrögðum á samfélagsmiðlum. Hann sér hvað fær góð viðbrögð. En það virkar, og hann eflist við það. Fyrir vikið rambar hann óvænt á alveg ljómandi góðar skoðanir (án þess endilega að geta rökstutt þær sérstaklega vel). 

Trump er afkvæmi hins pólitíska rétttrúnaðar - góða fólksins sem setur sig á háan stall. 

Nú eru úrslitin auðvitað ekki ljós en vegferðin blasir við.

Í boði góða fólksins.


mbl.is Sleppir kappræðunum og mætir mögulega til Carlsons
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég tek eftir því að pólitíkusra allstaðar eru með sömu áráttuna:

Eldsneyti er vont fyrir veðrið, kvef er bráðddrepandi svo allir þurfa að fela sig heima, það þarf að fylla allar glufur af innflytjendum og nauðsynlegt er að tálga kynfærin af börnum.

Allstaðar sama þulan.

Og enginn venjulegur maður er sammála þessu eða vill neitt af þessu.  Allt skipanir að ofan.

Ásgrímur Hartmannsson, 21.8.2023 kl. 19:23

2 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Þið samsærismennirnir og dygggstu stuðningsmenn fáránleikans eru alltaf jafn bráðfyndnir aflestrar.  Ekki hægt annað en hlægja sig máttlausan yfir bullinu og lyginni sem vellur uppúr ykkur!  Þið viljið samansamuð illmenni, glæpalýð og fasistabullur, en ég er hræddur um að þið væruð brúnir í botninn þegar á hólmin er komið.  Bylur hæst í tómum tunnum og mikið spilað á þær þessa dagana og þið dyggir hátalarar sjálfskipaða góða fólksins, sem heldur að það sé farið svo hræðilega illa með það sjálft að það vælir og skælir alla daga um ekki neitt eða býr eitthvað til svo það geti spangólað enn hærra...  Varla hægt annað en vorkenna þessum aumingja fórnarlömbunum eigin brenglaða hugarheims þar sem svart er hvítt, heitt er kalt og 2+2 eru 673.  Vonandi batnar ykkur einhverntíma svo þið komist niður á jörðina og upplifið raunverulegt líf.

Arnór Baldvinsson, 22.8.2023 kl. 08:10

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Arnór,

Takk fyrir hógstillt innlegg þitt. Gæti ég beðið þig um að nefna nöfn og rökstyðja nánar hvað þú átt við með þessari setningu:

"Þið viljið samansamuð illmenni, glæpalýð og fasistabullur,..."

Ert hérna varla að tala um leynimakk Biden-feðga í Úkraínu, svo mættir gjarnan útskýra fyrir okkur stuðningsmönnum fáránleikans.

Geir Ágústsson, 22.8.2023 kl. 12:18

4 Smámynd: Grímur Kjartansson

Eins og þú bendir réttilega á Geir
þá virka hlutirnir oftast í báðar áttir  og ég held að enginn efist um að fylgi Samfylkingarinnar á sínum tíma var að miklu leyti byggt á hatri á Davíð Oddsyni

En einhvern veginn mistekts Demókrótum að fá almenning í USA til að hata Trump þó hann geri allt til að ergja Demókrata

Grímur Kjartansson, 22.8.2023 kl. 18:35

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Grímur,

Þú ert greinilega stuðningsmaður fáránleikans, og ég fagna því. Ég held að velgengni Trumps felist fyrst og fremst í lélegri velgengni pólitískra andstæðinga hans í að velja einhvern af fjölmörgum góðum einstaklingum innan Demókraka til að taka slaginn við Trump. Það má skrifa á margt: Allt þetta kerfi sem valið fer fram í, hugmyndafræðilega eyðimörk flokksins, veruleikafirringu og nefndu það.

En verði niðurstaðan Trump vs Biden þá er það Biden-klíkunni að kenna, og hún veit það kannski nú þegar nú þegar hún er að ákæra Trump fyrir að hafa gert eitthvað sem hann gerði ekki, jafnrosalegavoldugur og hann er talinn af andstæðingum hans.

Geir Ágústsson, 22.8.2023 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband