Er ennþá ís á Norðurheimskautinu?

Þegar ég sé fréttir um bráðnun heimskautanna og hvernig hún sé alltaf að aukast og sé miklu meiri en samkvæmt fyrri spám þá undrast ég fyrst og fremst á því að það sé hreinlega ennþá ís á skautunum.

Átti hann ekki að vera horfinn fyrir löngu síðan? Eða með orðum öllu orðhvassari einstaklings sem hefur tekið saman heimsendaspár undanfarinna ára:

Hafís á norðurskautssvæðinu bráðnar svo hratt að hann verður horfinn árið 2008… 2013… 2014… 2016… örugglega fyrir 2030… örugglega fyrir lok aldarinnar – þ.e. nema [við] skellum bremsu á velmegun mannsins og drögum verulega úr okkar lífskjörum, þá verður allt frábært.

**********

Arctic sea ice is melting so fast it will be GONE by 2008… 2013… 2014… 2016… certainly by the 2030s… definitely by the end of the century — that is, unless [we] throw a chokepoint at human prosperity and drastically reduce our living standards, then all will be great.

Á sama stað er bent á að Rússar hafi á nýliðnum árum byggt níu kjarnorkuknúna ísbrjóta til að búa sig undir framtíðina og tryggja starfsemi á heimskautasvæðinu, en í þeirri framtíð er búist við að ísmagnið á Norðurheimskautinu fari jafnvel vaxandi. 

Það skiptir máli nefnilega máli að byggja ekki undirbúning sinn fyrir framtíðina á röngum spám. Segjum sem svo að Íslendingar tryðu í raun og veru á spár um hamfarahlýnun og bráðnandi Norðurheimskaut. Þeir gætu þá byrjað að undirbúa kornakra þar sem í dag þrífst bara gras, siglingar norður fyrir Grænland og jafnvel alla leið til Alaska til að stytta flutningaleiðir og auðvitað að reisa kjarnorkuver, enda verða vatnsfallsvirkjanirnar bara að stórum minnismerkjum um liðna tíma ef jöklarnir yfirgefa okkur. En auðvitað er enginn að undirbúa neitt slíkt enda trúir því enginn í raun að Norðurheimskautið sé að bráðna. Nema kannski blaðamenn, en við vitum alveg hvað er mikið að marka þá.


mbl.is Norðurheimskautið bráðnar hraðar en áður var ætlað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband