Hlutverk utanríkisráðuneytisins

Það er ekki auðvelt að skilja hlutverk utanríkisráðuneytisins með því einu að lesa lýsingu ráðuneytisins sjálfs á því. Maður fær það á tilfinninguna að hlutverkið sé það eitt að reka sjálft sig og skrifstofur sínar. Hlutverk þess er að vera til. 

En eitthvað hlýtur hlutverkið að vera. Utanríkisráðuneytið á að verja hagsmuni Íslendinga á alþjóðavettvangi, eða það hlýtur að vera. Það er fyrsta varnarlína fullveldis Íslands, eða það ætti maður að halda.

Hlutverk þess er ekki að senda einhver siðferðisleg skilaboð til umheimsins, eða það ætla ég rétt að vona ekki. Yfirleitt er það heldur ekki svo. Utanríkisráðuneytið hefur til dæmis verið duglegt að sleikja rassgatið á Kínverjum þrátt fyrir mannréttindabrot þeirra og yfirgang. Er það væntanlega til að tryggja viðskiptaumhverfi íslenskra fyrirtækja í Kína og stuðla að friðsömum og ábatasömum viðskiptum við kínverskan almenning, sem er sjálfur undir hæl kínverskra yfirvalda. 

En svo dettur eitthvað í tísku. Íslendingar hafa sjaldan látið sitt eftir liggja í tískusveiflum. Núna er ákveðið að loka íslenska sendiráðinu í Rússlandi. Þetta á væntanlega að valda slíkum þrýstingi á rússnesk yfirvöld að þau breyti algjörlega um stefnu í málefnum Austur-Úkraínu, sem hefur verið yfirlýst og skýr og rækilega útskýrð síðan árið 2014. Auðvitað mun ekkert slíkt gerast. Það segir sig sjálft. En utanríkisráðherra hefur hérna valið að víkja hressilega frá því sem mætti kalla hlutverk hans svo svo hann geti skorað stig hjá vinum sínum í alþjóðlegum samtökum.

Og skítt með allt annað.


mbl.is Rússar segja að ákvörðun Íslands muni kosta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Utanríkisráðherra er ljóslega lélegur diplómat.

Hvað veldur?

1: Ranghugmyndir um eigin mikilvægi.

2: Ranghugmyndir um veruleikann svona almennt.

Hvaðan koma þessar ranghugmyndir?  Ég veit það ekki.  En þetta er ekki real-pólitík.

Ásgrímur Hartmannsson, 10.6.2023 kl. 21:40

2 identicon

Til hvers að vera að reka sendiráð í ríki sem er í engum samskiptum við Ìsland?  Bara til þess að þóknast rússadindlum eins og þér?

Bjarni (IP-tala skráð) 11.6.2023 kl. 03:09

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Bjarni,

Þú kaupir sennilega þína smurolíu því á henni stendur "made in India" og gerir þér ekki grein fyrir því að olían er rússnesk. Sumum líður betur í leikriti en raunveruleikanum.

Geir Ágústsson, 11.6.2023 kl. 06:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband