Gildi fyrr og nú

Kenndu þeim á hætti okkar svo þau upplifi ekki þá skömm að vera gagnslaus.

Þetta er setning úr vinsælli og nýlegri kvikmynd

En yndislega úr takt við tíðarandann þrátt fyrir það!

Enginn er í raun gagnslaus, en sumir þurfa á meiri aðstoð að halda en aðrir. Skömmin er sú að þykjast vera gagnslaus. Um leið er það í tísku. 

Aumingjavæðingin er á fullri ferð. Fólk sækir í gagnslaust nám og ætlast til að fá vinnu við hæfi. Þeim er hampað sem tilkynna einhvers konar örorku eða skerta vinnugetu. Allir (nema sumir) eru orðnir að ofsóttum minnihlutahópum og fá klapp á bakið. Hrósum er deilt út til þeirra sem skipta úr launaðri og verðmætaskapandi vinnu og taka að sér líferni iðjuleysingjans sem fær bætur fyrir að sóa tíma sínum og annarra.

Allt þetta bitnar auðvitað verst á þeim sem þurfa raunverulega á aðstoð að halda vegna raunverulegrar fötlunar eða skerðinga á getu til að standa á eigin fótum. Velferðarkerfið svokallaða fer í að framfleyta fólki sem í raun ætti að geta framleitt í stað þess að þiggja.

Þessi tíðarandi er vonandi byrjaður að fjara út. Hann þarf auðvitað að ná hápunkti sínum, sem er ekki ennþá raunin, en fær svo að lóðfalla og brotna í mola.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Að vera háður hinu opinbera það er málið.

Helgi Viðar Hilmarsson, 9.6.2023 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband