Af hverju geta Danir brennt rusli í miðri borg en Íslendingar ekki?

Einhver herferð gegn brennslu á rusli virðist vera í gangi hjá yfirvöldum. Gott og vel, það skiptir máli hvernig blönduðum úrgangi er fargað, hvort heldur með urðun eða brennslu, en Íslendingar ættu nú samt að geta brennt ruslið sitt sjálfir í stað þess að senda það á flutningaskipum erlendis til brennslu þar, eða hvað?

arcÍ Danmörku er rusli brennt til að framleiða rafmagn og hita. Krúnudjásnið er sennilega Amager Bakke, sem er risavaxin sorpbrennsla sem brennir bæði innlendu og innfluttu rusli. Úr brennslunni streymir hvítur og lyktarlaus reykur. Á húsinu er manngerð skíðabrekka. 

Ég get ekki ímyndað mér að Danir séu slakari í umhverfisverndinni en Íslendingar og heldur ekki að þeir taki vægar á losun skaðlegra efna í andrúmsloftið. Af hverju mega Danir þá brenna rusli og nýta það eins og auðlind en á Íslandi hreykja yfirvöld sér af því að hafa lokað á slíkt?

Eru Íslendingar mögulega að niðurgreiða raforkuframleiðslu fyrir Dani með því að útvega þeim ódýrt hráefni?

Gleymum því ekki að brennsla á rusli er ljómandi liður í hringavitleysunni sem kallast hringrásarhagkerfi. Koltvísýringur streymir út í andrúmsloftið og eflir vöxt gróðurs. Askan sem fellur til er meðhöndluð og meðal annars hægt að ná úr henni málum til endurvinnslu og fylliefni í vegi og stíga, að sögn

Kannski er stærðargráðan ekki næg fyrir slíka starfsemi á Íslandi, og kannski borga útlendingarnir fyrir ruslið frá Íslandi, og kannski er ódýrast að sigla öllu úr landi, en það má einhver gjarnan útskýra það fyrir mér og öðrum. Því í dag er eins og meðhöndlun á sorpi og öðru sem fellur til á Íslandi sé frekar í ætt við trúarathöfn sem má kosta hvað sem er en lausnamiðaða hugsun.


mbl.is Samdráttur í losun þrávirkra lífrænna efna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þegar þeir byggðu Akrapólis Vestmannaeyja á sínum tíma, gagngert til þess að brenna sorpi, þá slepptu þeir að kaupa mengunarvarnarbúnaðinn með, til þess að spara.

Sem hefur leitt til þess að sú græja hefur ekki verið notuð árum saman, og í staðinn hefur milljónum verið varið í að senda sorpið í skemmtileg ferðalög út um hvippinn og hvappinn.

Var dönsk græja, meira að segja.

Þannig var sú saga.

Ásgrímur Hartmannsson, 8.6.2023 kl. 17:02

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Mögulega er eitthvað annað á ferðinni en skortur á búnaði.

Umhverfisstofnun er að hreykja sér af því að hafa lokað sorpbrennslustöðvum. Miðað við sögur sem ég hef séð af íslenska skrifræðinu þá er hægt að stöðva nánast hvaða rekstur sem er án gegnsærra ferla eða fyrirsjáanleika. Það er einfaldlega hægt að kæfa í fyrirspurnum, kasta málum á milli stofnana og mjólka þannig rekstraraðila til dauða. 

En það er auðvitað mögulegt að menn hafi ætlað sér að hleypa öllum viðbjóðinum óhreinsuðum út í loftið. 

Geir Ágústsson, 8.6.2023 kl. 20:00

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Eins og þetta var hér, þá keyptu þeir einfaldlega ekki búnaðinn með.  Svo reyndu þeir að rigga sinn eigin, ódýrt, en það virkaði ekkert.

Sagan segir að þeir hafi séð svona verksmiðju úti í Danmörku, hún var við hliðina á bakaríi, og enginn varð var við neitt.  En sú græja var með búnaðinum sem þeir slepptu.

Svo... já.  Í þetta eina sinn er það ekki búrókratía.

Þetta er eitthvað dýr græja víst.

Ásgrímur Hartmannsson, 8.6.2023 kl. 21:31

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Mögulega dýrari en flutningaskip á milli heimshluta, en þá tekur skattgreiðandinn að vísu við.

Geir Ágústsson, 8.6.2023 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband